Afnemum verðtrygginguna Lárus S. Lárusson skrifar 12. október 2017 07:00 Verðtryggingin er mikill skaðvaldur fyrir heimilin í landinu. Verðtrygging lána veltir allri áhættu af verðbólgu framtíðarinnar yfir á heimilin en gerir banka og lánveitendur stikk-frí. Verðtrygging er ósanngjarn lánasamningur sem banna ætti með lögum. Enginn lánveitandi ætti að geta tryggt sig gegn framtíðarverðbólgu á kostnað heimila. Sé það leyft hafa lánastofnanir landsins lítinn hvata til að vinna gegn verðbólgu. Bankarnir eiga svo mikið af verðtryggðum útlánum að þeir hagnast um 2-3 milljarða fyrir hvert prósent sem verðlag hækkar. Þetta er viðsjárverð staða fyrir heimilin því bankar geta með þessu haft áhrif á verðlagsþróun. Það er að sjálfsögðu óásættanlegt að bankar geti hagnast á verðbólgu á kostnað heimilanna. Erlendir og innlendir hagfræðingar vara eindregið við verðtryggingu íbúðalána. Til dæmis geti efnahagsáföll og gengislækkun leitt til stökkbreytingar verðtryggðra lána. Einnig hafa verið færð rök fyrir því að verðtryggingin dragi svo úr virkni stýrivaxta að þeir þurfi að vera hærri en ella auk þess sem verðtryggð íbúðalán ýti undir hringrás verðlagshækkana. Á meðan löglegt er að bjóða upp á verðtryggð lán munu mörg heimili freistast til að taka á sig áhættu af verðbólgu framtíðarinnar í þeirri von að hún raungerist ekki. Mörg heimili munu áfram taka verðtryggð jafngreiðslulán þótt vitað sé að höfuðstóll þeirra hækkar fyrstu tuttugu árin og skuldastreðið standi út starfsævina. Þess vegna telur Framsókn nauðsynlegt að afnema verðtryggingu neytendalána svo þeim bjóðist kjör sem heimili ráða við. Setja þarf bann við veitingu nýrra verðtryggðra lána, létta greiðslubyrði óverðtryggðra lána og skapa hvata og stuðning til að umbreyta verðtryggðum skuldum í óverðtryggð lán. Ýmsar útfærslur eru mögulegar til að ná þessum markmiðum. Framsóknarflokkurinn hefur lagt fram frumvörp um afnám verðtryggingar og er reiðubúinn til að vinna að þessu mikilvæga verkefni í samráði við aðra þingflokka. Ávinningur þess að banna verðtryggingu og umbreyta eldri lánum í óverðtryggð lán er margþættur og munu vextir óverðtryggðra lána lækka. Peningastefnutæki Seðlabankans verða skilvirkari og stýrivextir og vaxtastig lækka. Verðbólguáhættu framtíðarinnar verður deilt jafnar milli lánveitenda og heimilanna. Komi til verðbólguskots mun ekki þurfa að hækka vexti jafn mikið til að slá á á þensluna. Bankar munu ekki geta velt allri verðbólgunni yfir í vaxtastigið og þeir munu ekki geta bætt sjálfum sér verðbólguna á kostnað heimila með því að hækka eftirstöðvar lána. Afnám verðtryggingarinnar er mesta kjarabót sem hægt er að ná fram fyrir heimilin í landinu. Lífið á nefnilega að snúast um ýmislegt annað og meira en bara strita fyrir steypu. Höfundur skipar 1. sæti Framsóknarflokksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Verðtryggingin er mikill skaðvaldur fyrir heimilin í landinu. Verðtrygging lána veltir allri áhættu af verðbólgu framtíðarinnar yfir á heimilin en gerir banka og lánveitendur stikk-frí. Verðtrygging er ósanngjarn lánasamningur sem banna ætti með lögum. Enginn lánveitandi ætti að geta tryggt sig gegn framtíðarverðbólgu á kostnað heimila. Sé það leyft hafa lánastofnanir landsins lítinn hvata til að vinna gegn verðbólgu. Bankarnir eiga svo mikið af verðtryggðum útlánum að þeir hagnast um 2-3 milljarða fyrir hvert prósent sem verðlag hækkar. Þetta er viðsjárverð staða fyrir heimilin því bankar geta með þessu haft áhrif á verðlagsþróun. Það er að sjálfsögðu óásættanlegt að bankar geti hagnast á verðbólgu á kostnað heimilanna. Erlendir og innlendir hagfræðingar vara eindregið við verðtryggingu íbúðalána. Til dæmis geti efnahagsáföll og gengislækkun leitt til stökkbreytingar verðtryggðra lána. Einnig hafa verið færð rök fyrir því að verðtryggingin dragi svo úr virkni stýrivaxta að þeir þurfi að vera hærri en ella auk þess sem verðtryggð íbúðalán ýti undir hringrás verðlagshækkana. Á meðan löglegt er að bjóða upp á verðtryggð lán munu mörg heimili freistast til að taka á sig áhættu af verðbólgu framtíðarinnar í þeirri von að hún raungerist ekki. Mörg heimili munu áfram taka verðtryggð jafngreiðslulán þótt vitað sé að höfuðstóll þeirra hækkar fyrstu tuttugu árin og skuldastreðið standi út starfsævina. Þess vegna telur Framsókn nauðsynlegt að afnema verðtryggingu neytendalána svo þeim bjóðist kjör sem heimili ráða við. Setja þarf bann við veitingu nýrra verðtryggðra lána, létta greiðslubyrði óverðtryggðra lána og skapa hvata og stuðning til að umbreyta verðtryggðum skuldum í óverðtryggð lán. Ýmsar útfærslur eru mögulegar til að ná þessum markmiðum. Framsóknarflokkurinn hefur lagt fram frumvörp um afnám verðtryggingar og er reiðubúinn til að vinna að þessu mikilvæga verkefni í samráði við aðra þingflokka. Ávinningur þess að banna verðtryggingu og umbreyta eldri lánum í óverðtryggð lán er margþættur og munu vextir óverðtryggðra lána lækka. Peningastefnutæki Seðlabankans verða skilvirkari og stýrivextir og vaxtastig lækka. Verðbólguáhættu framtíðarinnar verður deilt jafnar milli lánveitenda og heimilanna. Komi til verðbólguskots mun ekki þurfa að hækka vexti jafn mikið til að slá á á þensluna. Bankar munu ekki geta velt allri verðbólgunni yfir í vaxtastigið og þeir munu ekki geta bætt sjálfum sér verðbólguna á kostnað heimila með því að hækka eftirstöðvar lána. Afnám verðtryggingarinnar er mesta kjarabót sem hægt er að ná fram fyrir heimilin í landinu. Lífið á nefnilega að snúast um ýmislegt annað og meira en bara strita fyrir steypu. Höfundur skipar 1. sæti Framsóknarflokksins í Reykjavík norður.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun