Hjálpartæki – þarfasti þjónninn Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 12. október 2017 07:00 Þann 27.september sl. stóð Öryrkjabandalag Íslands fyrir afar fróðlegu málþingi um hjálpartæki daglegs lífs. Hjálpartæki eru einhver mikilvægasta fjárfesting sem hugsast getur, því þau gera fólki kleift að taka þátt í samfélaginu. Lög og reglugerðir þarf þó að taka til gagngerrar endurskoðunar til þess að þau nái raunverulegu markmiði sínu, en núverandi regluverk er ekki í takti við Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem íslensk stjórnvöld hafa þó fullgilt. Meðan aðgangur að viðeigandi hjálpartækjum er ekki í lagi er tómt mál að tala um að auka samfélagsþátttöku og þar með atvinnuþátttöku fatlaðs fólks. Aðgengi að hjálpartækjum snýst þó um svo miklu meira en að hver og einn eigi sem mest af nýjustu og flottustu græjunum. Aðgengi að hjálpartækjum snýst umfram allt um að hafa aðgang að þeim tækjum sem henta hverjum og einum best og gagnast í daglegu amstri. Þar þarf að líta til fleiri þátta en sjúkdómsgreininga eða skerðingar. Efla þarf sérfræðiaðstoð til fólks þegar kemur að vali á hjálpartækjunum og gera fólki mögulegt að prófa tækin, ekki einungis í verslun heldur í þess eigin nærumhverfi. Að sama skapi verður að treysta fötluðu fólki til að þekkja eigin þarfir – því hver kærir sig um að sanka að sér hjálpartækjum sem virka ekki? Slíkt er einfaldlega sóun á fjármunum sem væri betur varið í hjálpartæki sem raunverulega koma að gagni. Illa valin hjálpartæki sem ekki uppfylla þarfir fólks eru auk þess til þess fallin að veita falska mynd af getu fólks til að taka þátt í samfélaginu. Þá er sérstaklega mikilvægt að aðgengi barna að viðeigandi hjálpartækjum sé ávallt tryggt. Þau eru ekki aðeins nauðsynleg til að létta börnum lífið heldur eru þau grundvöllur þess að börn geti þroskast og dafnað í samfélagi við annað fólk, ekki síst önnur börn. Sá sem ekki hefur fullan aðgang að samfélaginu sem barn mun ekki öðlast hann við það eitt að fullorðnast. Á sama hátt er brýnt að huga að eldra fólki sem margt þarf hjálpartæki til að halda færni sinni. Einnig er aðkallandi að tryggja fólki fullnægjandi aðstoð við viðhald á slíkum búnaði. Það má ekki missa sjónar á þessum tveimur hópum, þótt þeir séu ekki á vinnumarkaði. Það eru því mörg krefjandi en um leið spennandi verkefni sem bíða stjórnvalda á þessu sviði að kosningum loknum. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Steinunn Þóra Árnadóttir Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 27.september sl. stóð Öryrkjabandalag Íslands fyrir afar fróðlegu málþingi um hjálpartæki daglegs lífs. Hjálpartæki eru einhver mikilvægasta fjárfesting sem hugsast getur, því þau gera fólki kleift að taka þátt í samfélaginu. Lög og reglugerðir þarf þó að taka til gagngerrar endurskoðunar til þess að þau nái raunverulegu markmiði sínu, en núverandi regluverk er ekki í takti við Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem íslensk stjórnvöld hafa þó fullgilt. Meðan aðgangur að viðeigandi hjálpartækjum er ekki í lagi er tómt mál að tala um að auka samfélagsþátttöku og þar með atvinnuþátttöku fatlaðs fólks. Aðgengi að hjálpartækjum snýst þó um svo miklu meira en að hver og einn eigi sem mest af nýjustu og flottustu græjunum. Aðgengi að hjálpartækjum snýst umfram allt um að hafa aðgang að þeim tækjum sem henta hverjum og einum best og gagnast í daglegu amstri. Þar þarf að líta til fleiri þátta en sjúkdómsgreininga eða skerðingar. Efla þarf sérfræðiaðstoð til fólks þegar kemur að vali á hjálpartækjunum og gera fólki mögulegt að prófa tækin, ekki einungis í verslun heldur í þess eigin nærumhverfi. Að sama skapi verður að treysta fötluðu fólki til að þekkja eigin þarfir – því hver kærir sig um að sanka að sér hjálpartækjum sem virka ekki? Slíkt er einfaldlega sóun á fjármunum sem væri betur varið í hjálpartæki sem raunverulega koma að gagni. Illa valin hjálpartæki sem ekki uppfylla þarfir fólks eru auk þess til þess fallin að veita falska mynd af getu fólks til að taka þátt í samfélaginu. Þá er sérstaklega mikilvægt að aðgengi barna að viðeigandi hjálpartækjum sé ávallt tryggt. Þau eru ekki aðeins nauðsynleg til að létta börnum lífið heldur eru þau grundvöllur þess að börn geti þroskast og dafnað í samfélagi við annað fólk, ekki síst önnur börn. Sá sem ekki hefur fullan aðgang að samfélaginu sem barn mun ekki öðlast hann við það eitt að fullorðnast. Á sama hátt er brýnt að huga að eldra fólki sem margt þarf hjálpartæki til að halda færni sinni. Einnig er aðkallandi að tryggja fólki fullnægjandi aðstoð við viðhald á slíkum búnaði. Það má ekki missa sjónar á þessum tveimur hópum, þótt þeir séu ekki á vinnumarkaði. Það eru því mörg krefjandi en um leið spennandi verkefni sem bíða stjórnvalda á þessu sviði að kosningum loknum. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun