Lífeyrir aldraðra hækki strax í 320 þúsund kr. á mánuði eftir skatt Björgvin Guðmundsson skrifar 12. október 2017 07:00 Alþingiskosningar fara fram 28. október nk. Sem eldri borgari geri ég kröfu til þess, að frambjóðendur skýri frá stefnu sinni í málefnum aldraðra og öryrkja. Mál þeirra hafa verið í ólestri undanfarið, einkum kjaramálin. En lífeyri aldraðra og öryrkja hefur verið haldið svo mjög niðri, að engin leið hefur verið að lifa af þeim lífeyri, sem stjórnvöld hafa skammtað þeim. Þeir hafa ekki haft nóg fyrir öllum útgjöldum og oft hafa lyf eða læknishjálp orðið útundan; það er mannréttindabrot. Ég er að tala um þá sem hafa eingöngu tekjur frá almannatryggingum. Ég tel vegna þeirrar uppsveiflu sem nú er í efnahagslífi þjóðarinnar að tímabært sé að gera myndarlega lagfæringu á kjörum aldraðra og öryrkja þannig að lífeyrisþegar þurfi ekki áfram að bera kvíðboga fyrir morgundeginum. Tillaga mín er þessi: Lífeyrir aldraðra hækki strax eftir kosningar í 320 þúsund krónur á mánuði eftir skatt (425 þúsund kr. á mán. fyrir skatt). Það er ekki unnt að lifa mannsæmandi lífi af lægri upphæð. Þessi upphæð er í samræmi við neyslukönnun Hagstofunnar en samkvæmt könnun á meðaltalsútgjöldum einhleypinga í landinu er þetta sú upphæð sem einstaklingar nota að meðaltali til neyslu. Skattar eru ekki inni í þeirri tölu hjá Hagstofunni og því er þessi upphæð í samræmi við lífeyri TR eftir skatt.Síst of mikið fyrir eldri borgara Einhverjum finnst ef til vill að það sé of mikið fyrir aldraða að hafa 320 þúsund kr. á mánuði í lífeyri frá TR eftir skatt, miðað við að þeir hafi engar aðrar tekjur. Það finnst mér ekki. Meðallaun í landinu eru 667 þúsund kr. á mánuði samkvæmt nýrri launarannsókn Hagstofunnar. Það er fyrir skatt. Alþingismenn hafa 1,2 milljónir kr. á mánuði og ráðherrar hafa 1,8 milljón á mánuði. Forsætisráðherra hefur rúmar 2 milljónir á mánuði. Þessar greiðslur eru fyrir utan aukasporslur og hlunnindi. Forstjórar og framkvæmdastjórar fyrirtækja hafa 1,6 millj. kr. á mánuði. Miðað við þessi háu laun er það ekki mikið þó eldri borgarar, sem lokið hafa vinnudegi sínum, hafi 320 þúsund á mánuði. Þetta eru þeir, sem skapað hafa þetta þjóðfélag.Vantar fleiri hjúkrunarheimili Enda þótt kjaramálin séu mikilvægust eru önnur mál einnig mikilvæg. Til dæmis vantar fleiri hjúkrunarheimili. Biðlistar eru langir eftir rými þar; erfitt fyrir eldri borgara að komast þar inn. Byggja verður fleiri hjúkrunarheimili. Einnig þarf að búa betur að heimahjúkrun svo eldri borgarar geti verið sem lengst heima. Heimahjúkrun er undirmönnuð og býr við fjárskort. Úr því þarf að bæta. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Alþingiskosningar fara fram 28. október nk. Sem eldri borgari geri ég kröfu til þess, að frambjóðendur skýri frá stefnu sinni í málefnum aldraðra og öryrkja. Mál þeirra hafa verið í ólestri undanfarið, einkum kjaramálin. En lífeyri aldraðra og öryrkja hefur verið haldið svo mjög niðri, að engin leið hefur verið að lifa af þeim lífeyri, sem stjórnvöld hafa skammtað þeim. Þeir hafa ekki haft nóg fyrir öllum útgjöldum og oft hafa lyf eða læknishjálp orðið útundan; það er mannréttindabrot. Ég er að tala um þá sem hafa eingöngu tekjur frá almannatryggingum. Ég tel vegna þeirrar uppsveiflu sem nú er í efnahagslífi þjóðarinnar að tímabært sé að gera myndarlega lagfæringu á kjörum aldraðra og öryrkja þannig að lífeyrisþegar þurfi ekki áfram að bera kvíðboga fyrir morgundeginum. Tillaga mín er þessi: Lífeyrir aldraðra hækki strax eftir kosningar í 320 þúsund krónur á mánuði eftir skatt (425 þúsund kr. á mán. fyrir skatt). Það er ekki unnt að lifa mannsæmandi lífi af lægri upphæð. Þessi upphæð er í samræmi við neyslukönnun Hagstofunnar en samkvæmt könnun á meðaltalsútgjöldum einhleypinga í landinu er þetta sú upphæð sem einstaklingar nota að meðaltali til neyslu. Skattar eru ekki inni í þeirri tölu hjá Hagstofunni og því er þessi upphæð í samræmi við lífeyri TR eftir skatt.Síst of mikið fyrir eldri borgara Einhverjum finnst ef til vill að það sé of mikið fyrir aldraða að hafa 320 þúsund kr. á mánuði í lífeyri frá TR eftir skatt, miðað við að þeir hafi engar aðrar tekjur. Það finnst mér ekki. Meðallaun í landinu eru 667 þúsund kr. á mánuði samkvæmt nýrri launarannsókn Hagstofunnar. Það er fyrir skatt. Alþingismenn hafa 1,2 milljónir kr. á mánuði og ráðherrar hafa 1,8 milljón á mánuði. Forsætisráðherra hefur rúmar 2 milljónir á mánuði. Þessar greiðslur eru fyrir utan aukasporslur og hlunnindi. Forstjórar og framkvæmdastjórar fyrirtækja hafa 1,6 millj. kr. á mánuði. Miðað við þessi háu laun er það ekki mikið þó eldri borgarar, sem lokið hafa vinnudegi sínum, hafi 320 þúsund á mánuði. Þetta eru þeir, sem skapað hafa þetta þjóðfélag.Vantar fleiri hjúkrunarheimili Enda þótt kjaramálin séu mikilvægust eru önnur mál einnig mikilvæg. Til dæmis vantar fleiri hjúkrunarheimili. Biðlistar eru langir eftir rými þar; erfitt fyrir eldri borgara að komast þar inn. Byggja verður fleiri hjúkrunarheimili. Einnig þarf að búa betur að heimahjúkrun svo eldri borgarar geti verið sem lengst heima. Heimahjúkrun er undirmönnuð og býr við fjárskort. Úr því þarf að bæta. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar