Fótbolti

Panamabúar fengu frí en ekki við Íslendingar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það var mikið fjör niðri á Ingólfstorgi á mánudagskvöldið.
Það var mikið fjör niðri á Ingólfstorgi á mánudagskvöldið. Vísir/AFP
Ísland og Panama eiga það sameiginlegt að vera fara með karlalandsliðin sín í fótbolta í fyrsta sinn á heimsmeistaramótið í Rússlandi næsta sumar.

Ísland tryggði sér HM-sætið með 2-0 sigri á Kósóvó á Laugardalsvellinum á mánudagskvöldið en landslið Panama komst þangað eftir 2-1 sigur á Kosta Ríka í nótt.

Panama endaði í þriðja sæti í Norður- og Mið-Ameríkuriðlinum á eftir Mexíkó og Kosta Ríka en allar þrjár þjóðirnar verða með á HM.

Það var mikil gleði og fögnuður á Íslandi á mánudagskvöldið og eflaust hefðu margir viljað fá frí daginn eftir.

Sannkölluð þjóðhátíðarstemning ríkti líka á Panama eftir að landsliðið tryggði sér sæti á HM í fyrsta skipti í sögunni en þar þurftu menn ekki að hafa áhyggjur af því að þurfa að mæta til vinnu í dag.





Juan Carlos Varela, forseti Panama, tilkynnti nefnilega strax eftir leikinn að almennur frídagur verði í landinu í dag í tilefni þess að farseðillinn á HM var í höfn.

Varela sendi frá sér þrjár tilkynningar á Twitter. Fyrsta tilkynnti hann dagurinn í dag verði þjóðhátíðardagur í Panama. Þá tilkynnti hann að allir starfsmenn, í bæði opinbera og einkageiranum, fái frí frá vinnu í dag og loks tilkynnti hann að öll kennsla í öllum skólum landsins muni falla niður í dag.







Herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var meðal áhorfenda á Laugardalsvellinum á mánudagskvöldið en var ekki í sömu stöðu og Varela að gefa öllum Íslendingum frí. Lífið hélt því áfram sinn vanagang í gær þrátt fyrir sögulegt afrek fótboltalandsliðsins kvöldið áður.


Tengdar fréttir

Ísland á HM │ Gæsahúðarmyndband

Ísland braut í kvöld blað í fótboltasögunni og varð minnsta þjóð í heimi til þess að komast í lokakeppni Heimsmeistarmóts




Fleiri fréttir

Sjá meira


×