Fótbolti

Síðustu ellefu mánuðir hjá Messi og argentínska landsliðinu í einni táknrænni mynd

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi fagnar í nótt.
Lionel Messi fagnar í nótt. Vísir/Getty
Lionel Messi skoraði þrennu í nótt og sá til þess að argentínska landsliðið verður með Íslands á heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumar.

Argentínumenn slógu upp „Messías“ á forsíðu Página/12 blaðsins í Buenos Aires og ekki af ástæðulausu. Myndin var Messi í hlutverk Jesús krists.

Argentína lenti undir eftir aðeins 38 sekúndur og tap hefði þýtt að argentínska landsliðið hefði misst af HM í fyrsta sinn í 48 ár. Messi snéru leiknum við og skaut Argentínumenn inn á HM.

Eftir leikinn fóru menn að skora betur markaskorið hjá argentínska landsliðinu í undankeppninni og þá kom það í ljós að enginn annar landsliðsmaður Argentínu var búin að skora í keppnisleik undanfarna ellefu mánuði.





Síðasti Argentínumaðurinn til að skora keppnismark fyrir argentínska landsliðið sem heitir ekki Leo Messi var Ángel Di María í 3-0 sigri á Kólumbíu 15. nóvember 2016.

Það fylgir reyndar sögunni að markið hans Di María kom eftir stoðsendingu frá Messi sem lagði boltann fyrir Di María fyrir framan opnu marki. Messi skoraði einnig sjálfur í leiknum og lagði einnig upp þriðja markið fyrir Lucas Pratto sem skoraði með skalla eftir fyrirgjöf frá Leo.

Það þarf að fara alla leið til 6. október og í 2-2 jafntefli Argentínu og Perú til að finna mark sem Messi átti ekki þátt í en hann spilaði ekki þann leik.





Það er því ekkert skrýtið að menn á Twitter setji liðsmyndina af argentínska landsliðinu frá því í nótt í nýjan búning í Photostation.

Maðurinn sem einhverjir segi að sé ekki sami leikmaður með argentínska landsliðinu og með liði Barcelona er engu að síður maðurinn sem heldur upp landsliði Argentínumanna ef marka má fyrrnefnda tölfræði.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×