Fátækt gamalla kvenna Guðlaug Kristjánsdóttir skrifar 11. október 2017 08:32 Það er vont að árið 2017 sé enn full ástæða til að hafa áhyggjur af fátækt kvenna á efri árum. En reyndin er samt sú að misjafnt mat á vinnuframlagi, kynbundinn launamunur, karllægt lífeyriskerfi og óhagstætt námslánakerfi eru þættir sem saman og sinn í hvoru lagi auka á aðstöðumun kynjanna á efri árum hérlendis, þannig að hallar á konur.Vanmat á störfum kvenna Konur hafa í gegnum tíðina lagt af mörkum mikið starf innan heimila sem ekki skapar réttindi til lífeyris, nema á formi ellilífeyris frá Tryggingastofnun sem er frekar magur biti. Að auki er verðmat starfa þar sem konur eru í meirihluta mun lægra en hefðbundinna starfa karla. Sú staðreynd hnikast hægt, þrátt fyrir góð skref á borð við jafnlaunavottun. Karllægt lífeyriskerfi Íslenskur vinnumarkaður er í grunninn sniðinn af körlum, fyrir karla, þar með talið lífeyriskerfið. Nú er öll ávinnsla lífeyrisréttinda aldurstengd, þannig að iðgjöld sem verða til við ungan aldur starfsmanns vega þyngra en þau sem falla til síðar á ævinni. Þessi aldurstenging getur verið konum í óhag af tvennum sökum. Í fyrsta lagi stunda þær oftar langskólanám og koma því síðar út á vinnumarkaðinn og í öðru lagi missa þær meira úr í kringum barneignir. Verðmætu árin á vinnumarkaði eru því færri hjá konum en körlum. Mótvægi við þetta skortir, til dæmis á formi hærri launa fyrir menntun og jafnara verðmats starfa milli kven- og karllægra geira.Námslán og endurgreiðsla þeirra Enn í dag er húsnæðis- og barneignastuðningur námsfólks veittur á formi hærri námslána. Það er í raun merkileg ráðstöfun, að krefjast endurgreiðslna fyrir þennan stuðning með áföllnum vöxtum langt fram eftir ævi. Hver ætli sé pælingin á bakvið það, ef einhver? Getur verið að námslán kvenna beri oftar þetta álag? Afborganir námslána eru tekjutengdar og því saxast hægar á höfuðstólinn eftir því sem laun eru lægri. Á meðan ævitekjur kvenna eru lægri en karla, verða þær því fleiri ár með námslánabyrði í sínu heimilisbókhaldi. Sem er ávísun á minni sparnað.Ellilífeyrir Tryggingastofnunar, frítekjumark og fleira Nýlegar breytingar á forsendum ellilífeyris frá TR mæta mikilli – og réttmætri – gagnrýni. Fyrst og fremst vegna frítekjumarksins, sem dregur úr hvata fólks til að stunda launaða vinnu samhliða lífeyrisgreiðslum. Sú umræða virðist mér samt alveg laus við kynjagleraugu, sem er miður. Árið 2017 fer um 15 milljarða króna aukning inn í ellilífeyrisþátt almannatrygginga, þrátt fyrir frítekjumarkið. Sú hækkun skýrist ekki af fjölgun ellífeyrisþega, því hún er ekki fyrir hendi. Meðalgreiðslur hækka því til hvers og eins þegar á heildina er litið. Aukning er sérstaklega í heimilisuppbótarþættinum, en svo vill til að konur eru í meirihluta hvað þær greiðslur varðar. Konur eru reyndar í meirihluta ellilífeyrisþega yfir höfuð, enda með minni réttindi í almennum sjóðum og mun minni launatekjur en karlar. Við skulum endilega hraða afnámi frítekjumarksins, það er þjóðfélaginu öllu til hagsbóta og um það erum við öll sammála. Gleymum hins vegar ekki því meginverkefni að leiðrétta kjaraskekkjurnar sem skapa enn í dag fátækt gamalla kvenna. Við getum einfaldlega ekki verið þekkt fyrir það.Höfundur er oddviti lista Bjartrar framtíðar í NV-kjördæmi í Alþingiskosningum 2017 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Það er vont að árið 2017 sé enn full ástæða til að hafa áhyggjur af fátækt kvenna á efri árum. En reyndin er samt sú að misjafnt mat á vinnuframlagi, kynbundinn launamunur, karllægt lífeyriskerfi og óhagstætt námslánakerfi eru þættir sem saman og sinn í hvoru lagi auka á aðstöðumun kynjanna á efri árum hérlendis, þannig að hallar á konur.Vanmat á störfum kvenna Konur hafa í gegnum tíðina lagt af mörkum mikið starf innan heimila sem ekki skapar réttindi til lífeyris, nema á formi ellilífeyris frá Tryggingastofnun sem er frekar magur biti. Að auki er verðmat starfa þar sem konur eru í meirihluta mun lægra en hefðbundinna starfa karla. Sú staðreynd hnikast hægt, þrátt fyrir góð skref á borð við jafnlaunavottun. Karllægt lífeyriskerfi Íslenskur vinnumarkaður er í grunninn sniðinn af körlum, fyrir karla, þar með talið lífeyriskerfið. Nú er öll ávinnsla lífeyrisréttinda aldurstengd, þannig að iðgjöld sem verða til við ungan aldur starfsmanns vega þyngra en þau sem falla til síðar á ævinni. Þessi aldurstenging getur verið konum í óhag af tvennum sökum. Í fyrsta lagi stunda þær oftar langskólanám og koma því síðar út á vinnumarkaðinn og í öðru lagi missa þær meira úr í kringum barneignir. Verðmætu árin á vinnumarkaði eru því færri hjá konum en körlum. Mótvægi við þetta skortir, til dæmis á formi hærri launa fyrir menntun og jafnara verðmats starfa milli kven- og karllægra geira.Námslán og endurgreiðsla þeirra Enn í dag er húsnæðis- og barneignastuðningur námsfólks veittur á formi hærri námslána. Það er í raun merkileg ráðstöfun, að krefjast endurgreiðslna fyrir þennan stuðning með áföllnum vöxtum langt fram eftir ævi. Hver ætli sé pælingin á bakvið það, ef einhver? Getur verið að námslán kvenna beri oftar þetta álag? Afborganir námslána eru tekjutengdar og því saxast hægar á höfuðstólinn eftir því sem laun eru lægri. Á meðan ævitekjur kvenna eru lægri en karla, verða þær því fleiri ár með námslánabyrði í sínu heimilisbókhaldi. Sem er ávísun á minni sparnað.Ellilífeyrir Tryggingastofnunar, frítekjumark og fleira Nýlegar breytingar á forsendum ellilífeyris frá TR mæta mikilli – og réttmætri – gagnrýni. Fyrst og fremst vegna frítekjumarksins, sem dregur úr hvata fólks til að stunda launaða vinnu samhliða lífeyrisgreiðslum. Sú umræða virðist mér samt alveg laus við kynjagleraugu, sem er miður. Árið 2017 fer um 15 milljarða króna aukning inn í ellilífeyrisþátt almannatrygginga, þrátt fyrir frítekjumarkið. Sú hækkun skýrist ekki af fjölgun ellífeyrisþega, því hún er ekki fyrir hendi. Meðalgreiðslur hækka því til hvers og eins þegar á heildina er litið. Aukning er sérstaklega í heimilisuppbótarþættinum, en svo vill til að konur eru í meirihluta hvað þær greiðslur varðar. Konur eru reyndar í meirihluta ellilífeyrisþega yfir höfuð, enda með minni réttindi í almennum sjóðum og mun minni launatekjur en karlar. Við skulum endilega hraða afnámi frítekjumarksins, það er þjóðfélaginu öllu til hagsbóta og um það erum við öll sammála. Gleymum hins vegar ekki því meginverkefni að leiðrétta kjaraskekkjurnar sem skapa enn í dag fátækt gamalla kvenna. Við getum einfaldlega ekki verið þekkt fyrir það.Höfundur er oddviti lista Bjartrar framtíðar í NV-kjördæmi í Alþingiskosningum 2017
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun