Aukinn jöfnuður lykillinn að friði í heiminum Heimir Már Pétursson skrifar 10. október 2017 19:40 Handhafi friðarverðlauna Nóbels sem stödd er hér á landi segir nauðsynlegt að vinna gegn einræði víðs vegar um heiminn til að koma á varanlegum friði. Einræði og hryðjuverk þrýfist hvert á öðru og því verði þjóðir heims að standa saman í að verja tjáningarfrelsið og almenn mannréttindi. Alþjóðleg friðarráðstefna á vegum Höfða friðarseturs fór fram í Veröld, húsi Vigdísar Finnbogadóttur í dag. Meðal gesta var handhafi friðarverðlauna Nóbels. Markmiðið með ráðstefnunni er að leiða saman ólíkar kynslóðir til að ræða þær áskoranir sem blasa við í heiminum í dag og finna skapandi lausnir og leiðir til að takast á við þær. Tawakkol Karman hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2011 en hún var í fararbroddi byltingarinnar í Jemen og hefur beitt sér fyrir tjáningarfrelsi og bættri stöðu kvenna. Hún segir skipta mestu að berjast gegn einræði í baráttunni fyrir varanlegum friði. „Það er það mikilvægasta til að koma á varanlegum friði. Ef við berjumst ekki gegn óréttlæti verður sú ekki raunin, það verður engin friður án réttlætis. Ef við berjumst ekki gegn spillingu verður engin þróun og þróun leiðir til friðar. Það verður enginn friður án þróunar,“ segir Karman. Umheimurinn hafi gleymt stríðinu í Jemen og á meðan standi þau sem vilji lýðræði í landinu ein en hryðjuverk í Evrópu eigi ma.a. rætur í einræðisríkjum í hennar heimshluta. „Sérhver einræðisherra er hryðjuverkamaður og sérhver hryðjuverkamaður er einræðisherra. Þeir næra hvorn annan, þeir hjálpa hvorum öðrum og vernda hvorn annan. Nú öxlum við ábyrgðina á að bjarga heimshluta okkar, samfélagi okkar og þar með heiminum,“ segir Karman Unni Kishnan Karunakara er fyrrverandi formaður Samtaka lækna án landamæra og þekkir mjög vel til flóttamannavandans í heiminum sem hann segir ekki einskorðast við Evrópu. Mestu máli skipti að líta á flóttafólk og förufólk sem fólk af holdi og blóði sem hafi sömu væntingar og við sjálf. „Um leið og við förum að líta á þau sem eitthvað minna en mannleg koma upp önnur vandamál og þá verður ómögulegt að byrja að tala um frið,“ segir Karunakara. Samkvæmt alþjóðasáttmálum hafi fólk sem sæti ofsóknum rétt á að sækja um hæli og síðan muni aðrir fólksflutningar halda áfram. „Á meðan ójöfnuður vex held ég að fólk muni fara og leita betri framtíðar fyrir sig. Þetta er bara raunveruleikinn. Ef ekki er tekið á hinum undirliggjandi efnahagslega ójöfnuði sem fólk stendur frammi fyrir úti um allan heim höldum við áfram að standa frammi fyrir þessu ástandi,“ segir Karunakara. Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Sjá meira
Handhafi friðarverðlauna Nóbels sem stödd er hér á landi segir nauðsynlegt að vinna gegn einræði víðs vegar um heiminn til að koma á varanlegum friði. Einræði og hryðjuverk þrýfist hvert á öðru og því verði þjóðir heims að standa saman í að verja tjáningarfrelsið og almenn mannréttindi. Alþjóðleg friðarráðstefna á vegum Höfða friðarseturs fór fram í Veröld, húsi Vigdísar Finnbogadóttur í dag. Meðal gesta var handhafi friðarverðlauna Nóbels. Markmiðið með ráðstefnunni er að leiða saman ólíkar kynslóðir til að ræða þær áskoranir sem blasa við í heiminum í dag og finna skapandi lausnir og leiðir til að takast á við þær. Tawakkol Karman hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2011 en hún var í fararbroddi byltingarinnar í Jemen og hefur beitt sér fyrir tjáningarfrelsi og bættri stöðu kvenna. Hún segir skipta mestu að berjast gegn einræði í baráttunni fyrir varanlegum friði. „Það er það mikilvægasta til að koma á varanlegum friði. Ef við berjumst ekki gegn óréttlæti verður sú ekki raunin, það verður engin friður án réttlætis. Ef við berjumst ekki gegn spillingu verður engin þróun og þróun leiðir til friðar. Það verður enginn friður án þróunar,“ segir Karman. Umheimurinn hafi gleymt stríðinu í Jemen og á meðan standi þau sem vilji lýðræði í landinu ein en hryðjuverk í Evrópu eigi ma.a. rætur í einræðisríkjum í hennar heimshluta. „Sérhver einræðisherra er hryðjuverkamaður og sérhver hryðjuverkamaður er einræðisherra. Þeir næra hvorn annan, þeir hjálpa hvorum öðrum og vernda hvorn annan. Nú öxlum við ábyrgðina á að bjarga heimshluta okkar, samfélagi okkar og þar með heiminum,“ segir Karman Unni Kishnan Karunakara er fyrrverandi formaður Samtaka lækna án landamæra og þekkir mjög vel til flóttamannavandans í heiminum sem hann segir ekki einskorðast við Evrópu. Mestu máli skipti að líta á flóttafólk og förufólk sem fólk af holdi og blóði sem hafi sömu væntingar og við sjálf. „Um leið og við förum að líta á þau sem eitthvað minna en mannleg koma upp önnur vandamál og þá verður ómögulegt að byrja að tala um frið,“ segir Karunakara. Samkvæmt alþjóðasáttmálum hafi fólk sem sæti ofsóknum rétt á að sækja um hæli og síðan muni aðrir fólksflutningar halda áfram. „Á meðan ójöfnuður vex held ég að fólk muni fara og leita betri framtíðar fyrir sig. Þetta er bara raunveruleikinn. Ef ekki er tekið á hinum undirliggjandi efnahagslega ójöfnuði sem fólk stendur frammi fyrir úti um allan heim höldum við áfram að standa frammi fyrir þessu ástandi,“ segir Karunakara.
Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Sjá meira