Yfirlögregluþjónn ók rútu eftir að bílstjórinn var kyrrsettur Sigurður Mikael Jónsson skrifar 10. október 2017 06:00 Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Lögreglan á Suðurlandi elti uppi og stöðvaði för rútu með ferðamönnum í austan við Selfoss í gærmorgun. Bílstjóri rútunnar var grunaður um ölvunarakstur. Eftir athugun lögreglu var bílstjórinn kyrrsettur en yfirlögregluþjónn mátti bregða sér í hlutverk rútubílstjóra og keyra ferðamennina sem leið lá til Hvolsvallar þar sem annar rútubílstjóri tók við. „Það mældist í honum en undir kærumörkum þannig að við stöðvuðum aksturinn og aðstoðuðum farþegana við að komast sinnar leiðar svo þeir sætu nú ekki fastir úti á gatnamótum,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Það kom í hans hlut að taka við stjórn rútunnar og skila ferðamönnunum til Hvolsvallar þar sem annar rútubílstjóri frá viðkomandi hópferðabílafyrirtæki tók við. Sveinn Kristján segir það gerast reglulega að stöðva þurfi bílstjóra hópferðabíla vegna gruns um ölvunarakstur. Þessi tiltekni bílstjóri hafi þó sloppið með skrekkinn að þessu sinni og hans bíði ekki frekari aðgerðir af hálfu lögreglu. Sveinn segist hafa skilað ferðamönnunum skælbrosandi á leiðarenda. Í ágúst síðastliðnum var rútubílstjóri tekinn fyrir ölvun við akstur við Jökulsárlón og sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Hafði hann verið með hóp erlendra ferðamanna í för um verslunarmannahelgina. Sá bílstjóri var rekinn frá Kynnisferðum þar sem hann starfaði þegar málið kom upp. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi elti uppi og stöðvaði för rútu með ferðamönnum í austan við Selfoss í gærmorgun. Bílstjóri rútunnar var grunaður um ölvunarakstur. Eftir athugun lögreglu var bílstjórinn kyrrsettur en yfirlögregluþjónn mátti bregða sér í hlutverk rútubílstjóra og keyra ferðamennina sem leið lá til Hvolsvallar þar sem annar rútubílstjóri tók við. „Það mældist í honum en undir kærumörkum þannig að við stöðvuðum aksturinn og aðstoðuðum farþegana við að komast sinnar leiðar svo þeir sætu nú ekki fastir úti á gatnamótum,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Það kom í hans hlut að taka við stjórn rútunnar og skila ferðamönnunum til Hvolsvallar þar sem annar rútubílstjóri frá viðkomandi hópferðabílafyrirtæki tók við. Sveinn Kristján segir það gerast reglulega að stöðva þurfi bílstjóra hópferðabíla vegna gruns um ölvunarakstur. Þessi tiltekni bílstjóri hafi þó sloppið með skrekkinn að þessu sinni og hans bíði ekki frekari aðgerðir af hálfu lögreglu. Sveinn segist hafa skilað ferðamönnunum skælbrosandi á leiðarenda. Í ágúst síðastliðnum var rútubílstjóri tekinn fyrir ölvun við akstur við Jökulsárlón og sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Hafði hann verið með hóp erlendra ferðamanna í för um verslunarmannahelgina. Sá bílstjóri var rekinn frá Kynnisferðum þar sem hann starfaði þegar málið kom upp.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira