Tröll herja á fórnarlömb skotárásarinnar í Vegas Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2017 20:00 Maður kveikir á kerti við minnisvarða fórnarlambanna í Las Vegas. Vísir/AFP Fólk sem lifði af mannskæðustu skotárás nútímasögu Bandaríkjanna í Las Vegas í byrjun mánaðarins, situr nú undir hótunum nettrölla sem halda að fjöldamorðið hafi ekki gerst í alvörunni. Fjölskyldur fólks sem dó í árásinni hafa einnig orðið fyrir árásum. Umrædd tröll virðast halda að fórnarlömbin séu eingöngu leikarar sem yfirvöld hafi ráðið til að láta líta út fyrir að árás hefði verið gerð. Þannig væri hægt að herða reglur varðandi byssueign í Bandaríkjunum. Eftirlifendunum og fólki sem særðist hefur jafnvel verið hótað dauða. Stephen Paddock myrti 58 manns og særði hundruðir í Las Vegas þann 1. október þegar hann skaut úr glugga hótelherbergis síns á 23. hæð á tónlistarhátíðargesti hinu megin við götuna. Sjá einnig: Hömlulaust ofbeldi í borgr syndanna Einn þeirra er Kanadabúinn Braden Matejka. Hann fékk skot í hnakkann en lifði það af og var kominn á fætur nokkrum dögum síðar. Hann hefur þurft að loka öllum samfélagsmiðlum sínum og myndir af honum hafa verið í dreifingu á milli tröllanna. Braden ræddi við blaðamann AP fréttaveitunnar nokkrum dögum eftir árásina. Braden þjáist þó af miklum bólgum í höfðinu, blæðingum og skertri sjón í kjölfar þess að hafa fengið skotið í hnakkan. Stofnuð var hópfjáröflunarsíða til að hjálpa til við greiðslu kostnaðar vegna læknismeðferðar. Það tók ekki langa stund þar til tröllin voru mætt. Þau fóru að skrifa á söfnunarsíðuna að Braden væri hræðileg manneskja fyrir að vera að nýta sér þetta samsæri til að græða peninga og jafnvel hóta honum lífláti. „Þú ert lyginn drullusokkur og ég vonast til þess að einhver skjóti þig raunverulega í höfuðið,“ skrifaði einn á Facebooksíðu hans. „Sál þín er ógeðsleg og myrk. Þú munt borga fyrir þetta,“ skrifaði annar. Á endanum lokaði Braden samfélagsmiðlum sínum, en tröllin tóku því eingöngu sem staðfestingu á því að þau hefðu rétt fyrir sér. Mætt með reiði og hatri Bróðir Matejka, Taylor, ræddi við blaðamann Guardian í síðustu viku og sýndi honum skjáskot af skilaboðum sem bæði Braden og fjölskyldumeðlimum hans hafa borist. Hann hefur jafnvel verið sakaður um að hafa skipulagt hið meinta samsæri. „Hér erum við að tala um fjölskyldur sem eru líklega að eiga við það erfiðasta sem þær munu eiga við. Þeim er mætt með reiði og hatri og ráðist er á þær á netinu fyrir að eiga að vera aðilar að einhverju samsæri,“ sagði Taylor við Guardian. „Þetta er brjálæði. Ég get ekki ímyndað mér hvernig þetta fólk hugsar. Veit það að við erum raunverulegar manneskjur.“ Í fréttinni kemur einnig fram að aðrir sem lifðu árásina af og fjölskyldur fólks sem dó hafi einnig orðið fyrir fjölmörgum árásum. Rob McIntosh, sem fékk skot í hendina og bringuna, segist vera mjög reiður yfir árásunum. „Maður er þegar búinn að fara í gegnum mikið áfall og hræðilega lífsreynslu og svo er einhver að ráðast á heiðarleika þinn. Maður fær ekki einu sinni færi á því að svara fyrir sig.“ Hefur barist gegn tröllum í fimm ár Lenny Pozner hefur varið fimm árum í að berjast gegn umræddum nettröllum sem hafa herjað á hann eftir að sex ára sonur hans var skotinn til bana í Sandy Hook fjöldamorðinu. Því hefur verið haldið fram að Noah Pozner hafi aldrei verið til og að Lenny sé leikari sem hafi fengið greitt fyrir að þykjast hafa misst ímyndaðan son sinn. Á fimm árum hefur Pozner ítrekað fengið hótanir. Honum hefur verið hótað dauða og að meðal annars að réttast væri að drekkja honum í kúk. Pozner ræddi við Anderson Cooper hjá CNN í desember í fyrra eftir að kona sem hafði hótað honum var ákærð. Konan sem var ákærð er frá Flórída. Hún heitir Lucy Richards og er 57 ára gömul. Nú í sumar játaði hún að hafa hótað Pozner og var dæmd í fimm mánaða fangelsi og þar að auki fimm mánaða stofufangelsi. Dómnum fylgdi einnig fimm ára skilorð og má hún ekki heimsækja síður á netinu þar sem samsæriskenningum er dreift. Hún hafði hringt í Pozner eftir að hafa lesið um hið meinta samsæri í Sandy Hook á netinu og skildi eftir fjögur skilaboð á símsvara hans. Lögmaður hennar sagði einnig eftir réttarhöldin að hann hefði fengið fjölda símtala frá gervöllum Bandaríkjunum þar sem fólk reyndi að útskýra fyrir honum að Sandy Hook fjöldamorðið hefði verið samsæri. Samfélagsmiðlar auka áhrifin Samsæriskenningar sem þessar eru ekki nýjar af nálinni. Hins vegar hafa samfélagsmiðlar og myndbandaveitur aukið áhrif þeirra og dreifingu. Þar að auki gera þeir hinum svokölluðu tröllum auðveldara að finna fórnarlömb sín og áreita þau. Skotárás í Las Vegas Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Fólk sem lifði af mannskæðustu skotárás nútímasögu Bandaríkjanna í Las Vegas í byrjun mánaðarins, situr nú undir hótunum nettrölla sem halda að fjöldamorðið hafi ekki gerst í alvörunni. Fjölskyldur fólks sem dó í árásinni hafa einnig orðið fyrir árásum. Umrædd tröll virðast halda að fórnarlömbin séu eingöngu leikarar sem yfirvöld hafi ráðið til að láta líta út fyrir að árás hefði verið gerð. Þannig væri hægt að herða reglur varðandi byssueign í Bandaríkjunum. Eftirlifendunum og fólki sem særðist hefur jafnvel verið hótað dauða. Stephen Paddock myrti 58 manns og særði hundruðir í Las Vegas þann 1. október þegar hann skaut úr glugga hótelherbergis síns á 23. hæð á tónlistarhátíðargesti hinu megin við götuna. Sjá einnig: Hömlulaust ofbeldi í borgr syndanna Einn þeirra er Kanadabúinn Braden Matejka. Hann fékk skot í hnakkann en lifði það af og var kominn á fætur nokkrum dögum síðar. Hann hefur þurft að loka öllum samfélagsmiðlum sínum og myndir af honum hafa verið í dreifingu á milli tröllanna. Braden ræddi við blaðamann AP fréttaveitunnar nokkrum dögum eftir árásina. Braden þjáist þó af miklum bólgum í höfðinu, blæðingum og skertri sjón í kjölfar þess að hafa fengið skotið í hnakkan. Stofnuð var hópfjáröflunarsíða til að hjálpa til við greiðslu kostnaðar vegna læknismeðferðar. Það tók ekki langa stund þar til tröllin voru mætt. Þau fóru að skrifa á söfnunarsíðuna að Braden væri hræðileg manneskja fyrir að vera að nýta sér þetta samsæri til að græða peninga og jafnvel hóta honum lífláti. „Þú ert lyginn drullusokkur og ég vonast til þess að einhver skjóti þig raunverulega í höfuðið,“ skrifaði einn á Facebooksíðu hans. „Sál þín er ógeðsleg og myrk. Þú munt borga fyrir þetta,“ skrifaði annar. Á endanum lokaði Braden samfélagsmiðlum sínum, en tröllin tóku því eingöngu sem staðfestingu á því að þau hefðu rétt fyrir sér. Mætt með reiði og hatri Bróðir Matejka, Taylor, ræddi við blaðamann Guardian í síðustu viku og sýndi honum skjáskot af skilaboðum sem bæði Braden og fjölskyldumeðlimum hans hafa borist. Hann hefur jafnvel verið sakaður um að hafa skipulagt hið meinta samsæri. „Hér erum við að tala um fjölskyldur sem eru líklega að eiga við það erfiðasta sem þær munu eiga við. Þeim er mætt með reiði og hatri og ráðist er á þær á netinu fyrir að eiga að vera aðilar að einhverju samsæri,“ sagði Taylor við Guardian. „Þetta er brjálæði. Ég get ekki ímyndað mér hvernig þetta fólk hugsar. Veit það að við erum raunverulegar manneskjur.“ Í fréttinni kemur einnig fram að aðrir sem lifðu árásina af og fjölskyldur fólks sem dó hafi einnig orðið fyrir fjölmörgum árásum. Rob McIntosh, sem fékk skot í hendina og bringuna, segist vera mjög reiður yfir árásunum. „Maður er þegar búinn að fara í gegnum mikið áfall og hræðilega lífsreynslu og svo er einhver að ráðast á heiðarleika þinn. Maður fær ekki einu sinni færi á því að svara fyrir sig.“ Hefur barist gegn tröllum í fimm ár Lenny Pozner hefur varið fimm árum í að berjast gegn umræddum nettröllum sem hafa herjað á hann eftir að sex ára sonur hans var skotinn til bana í Sandy Hook fjöldamorðinu. Því hefur verið haldið fram að Noah Pozner hafi aldrei verið til og að Lenny sé leikari sem hafi fengið greitt fyrir að þykjast hafa misst ímyndaðan son sinn. Á fimm árum hefur Pozner ítrekað fengið hótanir. Honum hefur verið hótað dauða og að meðal annars að réttast væri að drekkja honum í kúk. Pozner ræddi við Anderson Cooper hjá CNN í desember í fyrra eftir að kona sem hafði hótað honum var ákærð. Konan sem var ákærð er frá Flórída. Hún heitir Lucy Richards og er 57 ára gömul. Nú í sumar játaði hún að hafa hótað Pozner og var dæmd í fimm mánaða fangelsi og þar að auki fimm mánaða stofufangelsi. Dómnum fylgdi einnig fimm ára skilorð og má hún ekki heimsækja síður á netinu þar sem samsæriskenningum er dreift. Hún hafði hringt í Pozner eftir að hafa lesið um hið meinta samsæri í Sandy Hook á netinu og skildi eftir fjögur skilaboð á símsvara hans. Lögmaður hennar sagði einnig eftir réttarhöldin að hann hefði fengið fjölda símtala frá gervöllum Bandaríkjunum þar sem fólk reyndi að útskýra fyrir honum að Sandy Hook fjöldamorðið hefði verið samsæri. Samfélagsmiðlar auka áhrifin Samsæriskenningar sem þessar eru ekki nýjar af nálinni. Hins vegar hafa samfélagsmiðlar og myndbandaveitur aukið áhrif þeirra og dreifingu. Þar að auki gera þeir hinum svokölluðu tröllum auðveldara að finna fórnarlömb sín og áreita þau.
Skotárás í Las Vegas Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira