Meira af því sama eða eitthvað nýtt? Starri Reynisson skrifar 27. október 2017 15:06 Stöðugleiki er eitt ofnotaðasta orð í íslenskum stjórnmálum. Svo ofnotað að það er nánast orðið merkingarlaust. Því hefur að miklu leiti verið rænt af stjórnmálamönnum sem stuðla að þveröfugri þróun í samfélaginu, þ.e. sundrungu og óstöðugleika jafnt efnahagslegum og pólitískum. Ég ætla ekki að eyða mörgum orðum í pólitíska óstöðugleikann, það er nóg að skoða samsetningu þeirra þriggja ríkisstjórna sem hafa sprungið á síðustu tíu árum til að komast að rót hans. Ég ætla hins vegar að ræða aðeins um efnahagslegan stöðugleika. Þeir stjórnmálamenn sem tala hvað mest og hæst um mikilvægi efnahagslegs stöðugleika eru jafnframt dyggir stuðningsmenn íslensku krónunnar. Þetta tvennt fer ekki saman. Að halda úti óstöðugri örmynt sem kostar skattgreiðendur milljarða á ári hefur þveröfug áhrif. Íslenska krónan étur upp launhækkanir nánast jafnóðum og kemur þannig í veg fyrir flesta möguleika á raunverulegum kjarabótum. Hún kemur í veg fyrir að hægt sé að koma á eðlilegu vaxtastigi á lánamarkaði og er grunnorsök þess að við erum með hina margumræddu verðtryggingu. Svo gerir hún líka ferðaþjónustunni og útflutningsgreinunum ákaflega erfitt fyrir. Íslenska krónan er einn helsti óvinur efnahagslegs stöðugleika á Íslandi og þar af leiðandi eru hennar stuðningsmenn það líka. Það er morgunljóst að ef við ætlum okkur að byggja upp blómlegt samfélag þar sem efnahagslegur stöðugleiki endist, þá verðum við að henda krónunni í ruslið og taka upp annan gjaldmiðil. Nærtækasta lausnin væri að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Enn eina ferðina höfum við val um hvaða stefnu við viljum taka sem samfélag. Í þetta skipti skulum við hafna þeim sem vilja viðhalda sundrungu og óstöðugleika í samfélaginu og gefa einhverju öðru raunverulegan séns. Meira af því sama þýðir meira af því sama, verum hugrökk og prófum eitthvað nýtt.Starri ReynissonHöfundur er í 3. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Starri Reynisson Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Stöðugleiki er eitt ofnotaðasta orð í íslenskum stjórnmálum. Svo ofnotað að það er nánast orðið merkingarlaust. Því hefur að miklu leiti verið rænt af stjórnmálamönnum sem stuðla að þveröfugri þróun í samfélaginu, þ.e. sundrungu og óstöðugleika jafnt efnahagslegum og pólitískum. Ég ætla ekki að eyða mörgum orðum í pólitíska óstöðugleikann, það er nóg að skoða samsetningu þeirra þriggja ríkisstjórna sem hafa sprungið á síðustu tíu árum til að komast að rót hans. Ég ætla hins vegar að ræða aðeins um efnahagslegan stöðugleika. Þeir stjórnmálamenn sem tala hvað mest og hæst um mikilvægi efnahagslegs stöðugleika eru jafnframt dyggir stuðningsmenn íslensku krónunnar. Þetta tvennt fer ekki saman. Að halda úti óstöðugri örmynt sem kostar skattgreiðendur milljarða á ári hefur þveröfug áhrif. Íslenska krónan étur upp launhækkanir nánast jafnóðum og kemur þannig í veg fyrir flesta möguleika á raunverulegum kjarabótum. Hún kemur í veg fyrir að hægt sé að koma á eðlilegu vaxtastigi á lánamarkaði og er grunnorsök þess að við erum með hina margumræddu verðtryggingu. Svo gerir hún líka ferðaþjónustunni og útflutningsgreinunum ákaflega erfitt fyrir. Íslenska krónan er einn helsti óvinur efnahagslegs stöðugleika á Íslandi og þar af leiðandi eru hennar stuðningsmenn það líka. Það er morgunljóst að ef við ætlum okkur að byggja upp blómlegt samfélag þar sem efnahagslegur stöðugleiki endist, þá verðum við að henda krónunni í ruslið og taka upp annan gjaldmiðil. Nærtækasta lausnin væri að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Enn eina ferðina höfum við val um hvaða stefnu við viljum taka sem samfélag. Í þetta skipti skulum við hafna þeim sem vilja viðhalda sundrungu og óstöðugleika í samfélaginu og gefa einhverju öðru raunverulegan séns. Meira af því sama þýðir meira af því sama, verum hugrökk og prófum eitthvað nýtt.Starri ReynissonHöfundur er í 3. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar