Hvað vil ég? Auður Kolbrá Birgisdóttir skrifar 27. október 2017 12:14 Ég er týpísk 28 ára íslensk (ung) kona. Ólst upp í Hlíðunum, fór í Kvennó og beint í lagadeild Háskóla Íslands. Tók ár af meistaranámi mínu í skiptinámi í Belgíu þar sem ég kynntist því að búa á meginlandinu, taka lestir og kaupa vín í matvörubúðinni og ferskmeti sem entist þrefalt lengur en heima á Íslandi. Ég kom aftur heim til að klára námið en hugur minn varð eftir á meginlandinu. Tilviljun ein réð því að mér var boðin vinna á Íslandi beint eftir nám svo öllum plönum um að flytjast erlendis var slegið á frest í bili. Ég er hin venjulega íslenska unga kona sem flokkar rusl, borðar ekki kjöt, drekkur bjór, á ekki bíl og eyði þriðjungi ráðstöfunartekna minna í húsaleigu. Síðustu fimm ár hefur það ekki hvarflað að mér að ég muni búa á Íslandi til frambúðar. Til hvers? Annað en náttúruna, fjölskyldu og vini og sundlaugar hefur mér ekki þótt þetta land hafa neitt til að bjóða mér. Svo gerðist hið óvænta. Ég varð ólétt og er nú gengin fimm mánuði með mitt fyrsta barn. Fram að því hafði ég ekki haft snefil af áhuga á því að skipta mér af stjórnmálum enda umræðuhefðin í kringum þau ógeðfelld og sem svona tiltölulega upplýstur meðlimur pöpulsins hefur mér fundist eins og margir þessara jakkafataklæddu miðaldra karla sem stjórna landinu vera að hugsa um allt aðra hagsmuni en mína. En svo varð ég ólétt og áttaði mig á því að ég þarf víst að hugsa um eitthvað annað en bara sjálfa mig. Nú þarf ég að hugsa um framtíðina. Það var þess vegna sem ég bankaði á dyr Bjartrar framtíðar eftir atburði síðasta mánaðar. Ég hafði fylgst með flokknum, kosið hann og vissi að þar gæti ég hugsanlega átt einhverja samleið. Og það reyndist svo sannarlega rétt. Ég er í flokki sem afsalaði sér völdum vegna prinsippa. Prinsippa um það að ríki ekki traust í ríkisstjórnarsamstarfi getur það samstarf ekki haldið áfram. Samstarf er mikilvægt orð í pólitík. Ég hef hingað til talið að með því að kjósa flokk sé ég að kjósa fólk sem á í samstarfi við annað fólk á Alþingi og kemur þannig málum áfram. En nei, svo virðist sem sumir flokkar á Alþingi styðji ekki einu sinni við þingsályktunartillögur eða frumvörp sem varða góðan málstað ef þau eru ekki 100% í línu við „hagsmuni” flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn studdi t.d. ekki við frumvarp um breytingar á Útlendingalögunum sem varð til þess að Mary og Haniye og fleiri fjölskyldur fengu alþjóðlega vernd á Íslandi. Af hverju ekki? Rök þeirra um að það myndi auka líkur á mansali halda náttúrulega ekki vatni þar sem þessar tilteknu lagabreytingar áttu bara við um umsækjendur sem voru komnir til landsins – það eru breytingar sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk í gegn en studdi samt ekki frumvarpið. Björt framtíð á hins vegar met í því að styðja við þingsályktunartillögur og frumvörp annarra flokka. Enda teljum við að starf þingmanna felist í samstarfi og að hagsmunir almennings eigi að ráða för. En hvað vil ég? Ég vil búa í landi þar sem menntun setur ekki alla nemendur í sama kassann. Ég vil skapandi og fjölbreytta menntun sem er sniðin að þörfum nemenda. Ég vil hafa val um það hvort ég eigi að kaupa mér íbúð eða vera á heilbrigðum leigumarkaði.Ef ég skyldi vilja kaupa mér íbúð væri ég til í að geta gert það með gjaldmiðli sem er stöðugur. Ég nenni engum óþarfa skyndilausnum varðandi verðtrygginguna. Losum okkur undan krónunni og þá þurfum við ekki lengur skyndilausnir. Ég vil að geðheilbrigðisþjónusta verði jafn góð og sú þjónusta sem ég er nú að fá í mæðravernd. Ég vil styrkja stöðu þolenda kynferðisofbeldis í réttarvörslukerfinu. Að þolendur fái hlutaðild að sakamálum og að stafrænt kynferðisofbeldi verði skilgreint í lögum. Ég vil efla mannréttindi fatlaðra, hinsegin fólks, trans og fólks af erlendum uppruna. Ég vil að val mitt um bíllausan lífsstíl sé raunhæfari möguleiki með styrkingu á almenningssamgöngum. Ég vil borga hóflega skatta og að til staðar sé kerfi sem grípur mig ef ég veikist, missi vinnuna eða slasast og verð óvinnufær tímabundið eða til frambúðar. Ég vil að það séu jafn margar konur og karlar í Hæstarétti, í stjórnum fyrirtækja, sem kenna í leikskólum og hjúkra á spítölum, og að allir fái sanngjörn og jöfn laun fyrir vinnuna sína. Ef það sem þarf er að setja kynjakvóta á allt heila klabbið þá bara gerum við það. Því það er ljóst að það þarf að grípa inn í til að jafnrétti náist á öllum vígstöðvum. Ég vil að vernda náttúruna svo að ófætt barn mitt fái að njóta hennar. Ég vil að auðlindir landsins séu eign almennings en ekki fárra auðmanna. Ég vil taka á móti eins mörgu fólki á flótta og við mögulega getum. Það þýðir ekki að ég vilji að fátækt fólk á Íslandi búi á götunni og svelti. Ég vil að fólk geti lifað á fæðingarstyrk námsmanna og að fæðingarorlof verði lengt. Ég vil að Björt Framtíð komist á þing til að tryggja að þar sé fólk sem starfar að heiðarleika og með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Ef þú lesandi góður vilt það sama og ég, endilega settu x við A á morgun. Ég er í framboði fyrir Bjarta framtíð því ef framtíðarsýn okkar verður að veruleika þá er líklegra að ég, jafnaldrar mínir og börnin okkar munum vilja búa hér til frambúðar. Ef ekki, þá held ég mig bara við framtíðarplön um lestarferðir og stöðugri efnahag í landi þar sem Íslenska er ekki töluð, en ég kæmi eflaust í heimsókn einu sinni á ári til að fara í sund.Auður Kolbrá BirgisdóttirHöfundur skipar annað sæti á lista Bjartrar framtíðar í Reykjavík norður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég er týpísk 28 ára íslensk (ung) kona. Ólst upp í Hlíðunum, fór í Kvennó og beint í lagadeild Háskóla Íslands. Tók ár af meistaranámi mínu í skiptinámi í Belgíu þar sem ég kynntist því að búa á meginlandinu, taka lestir og kaupa vín í matvörubúðinni og ferskmeti sem entist þrefalt lengur en heima á Íslandi. Ég kom aftur heim til að klára námið en hugur minn varð eftir á meginlandinu. Tilviljun ein réð því að mér var boðin vinna á Íslandi beint eftir nám svo öllum plönum um að flytjast erlendis var slegið á frest í bili. Ég er hin venjulega íslenska unga kona sem flokkar rusl, borðar ekki kjöt, drekkur bjór, á ekki bíl og eyði þriðjungi ráðstöfunartekna minna í húsaleigu. Síðustu fimm ár hefur það ekki hvarflað að mér að ég muni búa á Íslandi til frambúðar. Til hvers? Annað en náttúruna, fjölskyldu og vini og sundlaugar hefur mér ekki þótt þetta land hafa neitt til að bjóða mér. Svo gerðist hið óvænta. Ég varð ólétt og er nú gengin fimm mánuði með mitt fyrsta barn. Fram að því hafði ég ekki haft snefil af áhuga á því að skipta mér af stjórnmálum enda umræðuhefðin í kringum þau ógeðfelld og sem svona tiltölulega upplýstur meðlimur pöpulsins hefur mér fundist eins og margir þessara jakkafataklæddu miðaldra karla sem stjórna landinu vera að hugsa um allt aðra hagsmuni en mína. En svo varð ég ólétt og áttaði mig á því að ég þarf víst að hugsa um eitthvað annað en bara sjálfa mig. Nú þarf ég að hugsa um framtíðina. Það var þess vegna sem ég bankaði á dyr Bjartrar framtíðar eftir atburði síðasta mánaðar. Ég hafði fylgst með flokknum, kosið hann og vissi að þar gæti ég hugsanlega átt einhverja samleið. Og það reyndist svo sannarlega rétt. Ég er í flokki sem afsalaði sér völdum vegna prinsippa. Prinsippa um það að ríki ekki traust í ríkisstjórnarsamstarfi getur það samstarf ekki haldið áfram. Samstarf er mikilvægt orð í pólitík. Ég hef hingað til talið að með því að kjósa flokk sé ég að kjósa fólk sem á í samstarfi við annað fólk á Alþingi og kemur þannig málum áfram. En nei, svo virðist sem sumir flokkar á Alþingi styðji ekki einu sinni við þingsályktunartillögur eða frumvörp sem varða góðan málstað ef þau eru ekki 100% í línu við „hagsmuni” flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn studdi t.d. ekki við frumvarp um breytingar á Útlendingalögunum sem varð til þess að Mary og Haniye og fleiri fjölskyldur fengu alþjóðlega vernd á Íslandi. Af hverju ekki? Rök þeirra um að það myndi auka líkur á mansali halda náttúrulega ekki vatni þar sem þessar tilteknu lagabreytingar áttu bara við um umsækjendur sem voru komnir til landsins – það eru breytingar sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk í gegn en studdi samt ekki frumvarpið. Björt framtíð á hins vegar met í því að styðja við þingsályktunartillögur og frumvörp annarra flokka. Enda teljum við að starf þingmanna felist í samstarfi og að hagsmunir almennings eigi að ráða för. En hvað vil ég? Ég vil búa í landi þar sem menntun setur ekki alla nemendur í sama kassann. Ég vil skapandi og fjölbreytta menntun sem er sniðin að þörfum nemenda. Ég vil hafa val um það hvort ég eigi að kaupa mér íbúð eða vera á heilbrigðum leigumarkaði.Ef ég skyldi vilja kaupa mér íbúð væri ég til í að geta gert það með gjaldmiðli sem er stöðugur. Ég nenni engum óþarfa skyndilausnum varðandi verðtrygginguna. Losum okkur undan krónunni og þá þurfum við ekki lengur skyndilausnir. Ég vil að geðheilbrigðisþjónusta verði jafn góð og sú þjónusta sem ég er nú að fá í mæðravernd. Ég vil styrkja stöðu þolenda kynferðisofbeldis í réttarvörslukerfinu. Að þolendur fái hlutaðild að sakamálum og að stafrænt kynferðisofbeldi verði skilgreint í lögum. Ég vil efla mannréttindi fatlaðra, hinsegin fólks, trans og fólks af erlendum uppruna. Ég vil að val mitt um bíllausan lífsstíl sé raunhæfari möguleiki með styrkingu á almenningssamgöngum. Ég vil borga hóflega skatta og að til staðar sé kerfi sem grípur mig ef ég veikist, missi vinnuna eða slasast og verð óvinnufær tímabundið eða til frambúðar. Ég vil að það séu jafn margar konur og karlar í Hæstarétti, í stjórnum fyrirtækja, sem kenna í leikskólum og hjúkra á spítölum, og að allir fái sanngjörn og jöfn laun fyrir vinnuna sína. Ef það sem þarf er að setja kynjakvóta á allt heila klabbið þá bara gerum við það. Því það er ljóst að það þarf að grípa inn í til að jafnrétti náist á öllum vígstöðvum. Ég vil að vernda náttúruna svo að ófætt barn mitt fái að njóta hennar. Ég vil að auðlindir landsins séu eign almennings en ekki fárra auðmanna. Ég vil taka á móti eins mörgu fólki á flótta og við mögulega getum. Það þýðir ekki að ég vilji að fátækt fólk á Íslandi búi á götunni og svelti. Ég vil að fólk geti lifað á fæðingarstyrk námsmanna og að fæðingarorlof verði lengt. Ég vil að Björt Framtíð komist á þing til að tryggja að þar sé fólk sem starfar að heiðarleika og með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Ef þú lesandi góður vilt það sama og ég, endilega settu x við A á morgun. Ég er í framboði fyrir Bjarta framtíð því ef framtíðarsýn okkar verður að veruleika þá er líklegra að ég, jafnaldrar mínir og börnin okkar munum vilja búa hér til frambúðar. Ef ekki, þá held ég mig bara við framtíðarplön um lestarferðir og stöðugri efnahag í landi þar sem Íslenska er ekki töluð, en ég kæmi eflaust í heimsókn einu sinni á ári til að fara í sund.Auður Kolbrá BirgisdóttirHöfundur skipar annað sæti á lista Bjartrar framtíðar í Reykjavík norður
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun