Stöðvum brotthvarf úr heilbrigðisgeiranum Sólveig Bjarney Daníelsdóttir skrifar 27. október 2017 12:00 Skilgreina þarf mönnunarþörf hverrar einingar innan heilbrigðiskerfisins og meta áhættuþætti vegna mönnunar. Eitt aðal viðfangsefni heilbrigðisstarfsmanna er að veita líkamlegum og andlega sjúkum einstaklingun umönnun. En þetta á ekki einungis við um þá veiku einstaklinga sem þeir sinna, heldur einnig gagnvart samstarfsaðilum. Í dag ríkir ekki ágreiningur um mikilvægi þess að hafa hæft starfsfólk sem sinnir störfum sínum af alúð og á sem árangursríkastan hátt hverju sinni. Það að hafa gott starfsfólk í vinnu skiptir sköpum því mannauðurinn er dýrmætasta eign hverrar skipulagsheildar. Launakjör, vinnuaðstæður, samskipti og starfsþróun eru helstu þættirnir sem starfsfólk innan heilbrigðisgeirans horfir til. Hætta er á starfsóánægju og brotthvarfi úr starfi ef þetta fernt er stöðugt í ólagi, en því miður er það nú þegar að gerast. Við hljótum öll að vera samhuga um, að hlúa þurfi betur að heilbrigðisstarfsfólki. Sem dæmi má nefna hjúkrunarfræðinga, en þeir sem eru nýútskrifaðir vilja helst ekki starfa við hjúkrun vegna bágra starfskjara. Ofan á það bætist svo við brotthvarf vegna aldurs og veikinda. Hjúkrunarfræðingar bera ábyrgð á þeirri vakt sem þeir taka og ef einhver mistök eiga sér stað. Því er afar mikilvægt að mönnun sé ekki þannig að hún stofni öryggi allra í hættu. Það er afar mikilvægt að farið sé hið fyrsta í að skilgreina mönnunarþörf hverrar einingar innan heilbrigðiskerfisins og þá sér í lagi hver hættumörkin séu. Við hjá Miðflokknum ætlum að taka á þessum vanda með beinum aðgerðum og leitast eftir samstarfi við heilbrigðisstarfsfólk um úrbætur á þessu. Sú vinna verður okkur öllum til hagsbóta.Sólveig Bjarney Daníelsdóttir starfar sem hjúkrunardeildarstjóri á geðsviði Landspítalans og skipar 3. sæti á lista Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Skilgreina þarf mönnunarþörf hverrar einingar innan heilbrigðiskerfisins og meta áhættuþætti vegna mönnunar. Eitt aðal viðfangsefni heilbrigðisstarfsmanna er að veita líkamlegum og andlega sjúkum einstaklingun umönnun. En þetta á ekki einungis við um þá veiku einstaklinga sem þeir sinna, heldur einnig gagnvart samstarfsaðilum. Í dag ríkir ekki ágreiningur um mikilvægi þess að hafa hæft starfsfólk sem sinnir störfum sínum af alúð og á sem árangursríkastan hátt hverju sinni. Það að hafa gott starfsfólk í vinnu skiptir sköpum því mannauðurinn er dýrmætasta eign hverrar skipulagsheildar. Launakjör, vinnuaðstæður, samskipti og starfsþróun eru helstu þættirnir sem starfsfólk innan heilbrigðisgeirans horfir til. Hætta er á starfsóánægju og brotthvarfi úr starfi ef þetta fernt er stöðugt í ólagi, en því miður er það nú þegar að gerast. Við hljótum öll að vera samhuga um, að hlúa þurfi betur að heilbrigðisstarfsfólki. Sem dæmi má nefna hjúkrunarfræðinga, en þeir sem eru nýútskrifaðir vilja helst ekki starfa við hjúkrun vegna bágra starfskjara. Ofan á það bætist svo við brotthvarf vegna aldurs og veikinda. Hjúkrunarfræðingar bera ábyrgð á þeirri vakt sem þeir taka og ef einhver mistök eiga sér stað. Því er afar mikilvægt að mönnun sé ekki þannig að hún stofni öryggi allra í hættu. Það er afar mikilvægt að farið sé hið fyrsta í að skilgreina mönnunarþörf hverrar einingar innan heilbrigðiskerfisins og þá sér í lagi hver hættumörkin séu. Við hjá Miðflokknum ætlum að taka á þessum vanda með beinum aðgerðum og leitast eftir samstarfi við heilbrigðisstarfsfólk um úrbætur á þessu. Sú vinna verður okkur öllum til hagsbóta.Sólveig Bjarney Daníelsdóttir starfar sem hjúkrunardeildarstjóri á geðsviði Landspítalans og skipar 3. sæti á lista Miðflokksins.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar