Klúbburinn Geysir með þér út í lífið Benedikt Gestsson skrifar 27. október 2017 07:00 Klúbburinn Geysir er virkniúrræði fyrir fólk með geðraskanir og hefur starfað á Íslandi frá 1999. Á þessum árum hefur margt breyst til hins betra í meðferð geðsjúkra á Íslandi. Það framsýna fólk sem ruddi brautina fyrir stofnun klúbbsins á miklar þakkir skildar, enda er klúbburinn fyrsta úrræði sinnar tegundar á Íslandi þar sem skapaður er grundvöllur fyrir endurhæfingu geðsjúkra utan hefðbundinna geðdeilda sjúkrahúsanna. Klúbburinn Geysir var aðili að International Center for Clubhouse Development sem komið var á fót árið 1994 en nafni þess breytt í Clubhouse International árið 2013. Clubhouse International hefur starfað sem regnhlífarsamtök vottaðra klúbbhúsa til þess að efla samskipti og sýn samtakanna til framtíðar, auk þess að stýra fræðslu, ráðgjöf og upplýsingagjöf til klúbbhúsa um allan heim. Þegar Klúbburinn Geysir var stofnaður var ætíð markmiðið að gera hann fullgildan innan klúbbhúsahreyfingarinnar með því að sækja um vottun, jafnframt því að slík vottun yrði vegsauki og gæðaviðurkenning á starfi hans á Íslandi. Í janúar á þessu ári fékk klúbburinn vottun í fjórða sinn til þriggja ára. Að baki vottuninni liggur mikil vinna og sjálfsrýni félaga og starfsfólks klúbbsins á starfsemi hans. Að sjálfsögðu er þessi viðurkenning hvatning fyrir félaga og starfsfólk klúbbsins til að halda góðu starfi áfram og slaka ekki á kröfunum. Í átján ár hefur klúbburinn stutt félaga til virkni á vinnumiðuðum degi í klúbbnum þar sem þátttaka í starfinu er einn grundvöllur þess að ná árangri, bæði í samskiptum og daglegum verkum. Í framhaldi af veru sinni í klúbbnum er fólk tilbúnara til þess að stíga öruggari skrefum úti í samfélaginu, bæði í vinnu og námi, og öðlast þannig betri lífsgæði í fjölbreytilegum aðstæðum daglegs lífs. Klúbburinn Geysir tekur vel á móti þér. Ef þú átt við geðræn veikindi að stríða eða átt í kröppum dansi af geðrænum toga er þér velkomið að hafa samband. Sjá nánar á: https://kgeysir.is/ Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Klúbbsins Geysis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Klúbburinn Geysir er virkniúrræði fyrir fólk með geðraskanir og hefur starfað á Íslandi frá 1999. Á þessum árum hefur margt breyst til hins betra í meðferð geðsjúkra á Íslandi. Það framsýna fólk sem ruddi brautina fyrir stofnun klúbbsins á miklar þakkir skildar, enda er klúbburinn fyrsta úrræði sinnar tegundar á Íslandi þar sem skapaður er grundvöllur fyrir endurhæfingu geðsjúkra utan hefðbundinna geðdeilda sjúkrahúsanna. Klúbburinn Geysir var aðili að International Center for Clubhouse Development sem komið var á fót árið 1994 en nafni þess breytt í Clubhouse International árið 2013. Clubhouse International hefur starfað sem regnhlífarsamtök vottaðra klúbbhúsa til þess að efla samskipti og sýn samtakanna til framtíðar, auk þess að stýra fræðslu, ráðgjöf og upplýsingagjöf til klúbbhúsa um allan heim. Þegar Klúbburinn Geysir var stofnaður var ætíð markmiðið að gera hann fullgildan innan klúbbhúsahreyfingarinnar með því að sækja um vottun, jafnframt því að slík vottun yrði vegsauki og gæðaviðurkenning á starfi hans á Íslandi. Í janúar á þessu ári fékk klúbburinn vottun í fjórða sinn til þriggja ára. Að baki vottuninni liggur mikil vinna og sjálfsrýni félaga og starfsfólks klúbbsins á starfsemi hans. Að sjálfsögðu er þessi viðurkenning hvatning fyrir félaga og starfsfólk klúbbsins til að halda góðu starfi áfram og slaka ekki á kröfunum. Í átján ár hefur klúbburinn stutt félaga til virkni á vinnumiðuðum degi í klúbbnum þar sem þátttaka í starfinu er einn grundvöllur þess að ná árangri, bæði í samskiptum og daglegum verkum. Í framhaldi af veru sinni í klúbbnum er fólk tilbúnara til þess að stíga öruggari skrefum úti í samfélaginu, bæði í vinnu og námi, og öðlast þannig betri lífsgæði í fjölbreytilegum aðstæðum daglegs lífs. Klúbburinn Geysir tekur vel á móti þér. Ef þú átt við geðræn veikindi að stríða eða átt í kröppum dansi af geðrænum toga er þér velkomið að hafa samband. Sjá nánar á: https://kgeysir.is/ Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Klúbbsins Geysis.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun