Hvatning til stjórnmálamanna Hallgrímur Axelsson skrifar 27. október 2017 07:00 Í ágætri bók sinni um svarta víkinginn færir Bergsveinn Birgisson sterk rök fyrir því að velgengni fyrstu landnámsmanna okkar byggðist á þrælahaldi og arðráni auðlinda. Jafnframt nefnir Bergsveinn að á kristnum tíma var tekið upp vistarbandið, sem samsvarar nánast þrælahaldi. Er á Íslandi enn í dag eitthvert form þrælahalds? Já, fjölmargir íslendingar eru þrælar bankanna. Undirritaður, sem býr erlendis, gerði samanburð á lánskjörum íslenskum, norskum og dönskum. Af sambærilegum lánum hvað varðar lánstíma er mánaðarleg greiðsla á Íslandi um 0,8 prósent af eftirstöðvum. Í Noregi og Danmörku um 0,4 prósent. Samt er verðbólga einnig í þeim löndum. Ef stjórnvöld íslensk hefðu tekið réttar ákvarðanir og sett betri lög á sínum tíma, hefði ekki orðið hrun og við hefðum sambærileg kjör og gerist í nágrannalöndum okkar. Ef spurt er hvers vegna þetta viðgengst er gjarnan svarað að þetta sé vegna lífeyrissjóðanna eða íslensku krónunni að kenna. Forsætisráðherrann okkar hefur komið auga á allt það fé sem er fólgið í bankakerfinu, enda augljóst á ofansögðu að þar safnast fé sem er jú grundvöllur fyrir sverar bónusgreiðslur. Jafnframt spáði hann því í blaðaviðtali að líklegast mundi græðgi á Íslandi leiða aftur til hruns. Það er hlutverk stjórnvalda að setja réttlátan ramma um mannlífið. Það er hægt að setja lög gegn okri og lög sem hindra þá gráðugu. Sama hvers vegna við búum við okurvexti þurfa komandi stjórnvöld að leiðrétta ranglætið, það er þeirra hlutverk. Fjöldi fólks flutti burt frá landinu eftir hrun og margir eru enn reiðir yfir hversu fjarri jafnræðisreglu var sótt að fólki. Fyrir margt af þessu fólki er útilokað að flytja heim aftur vegna aðstæðna heima. Nú er tími kosningaloforða. Verður raunin sú að við taki tími svikinna loforða? Takið þið stjórnmálamenn ykkur tak varðandi réttlætismál, lánskjör, nýja stjórnarskrá, málefni eldri borgara og öryrkja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Í ágætri bók sinni um svarta víkinginn færir Bergsveinn Birgisson sterk rök fyrir því að velgengni fyrstu landnámsmanna okkar byggðist á þrælahaldi og arðráni auðlinda. Jafnframt nefnir Bergsveinn að á kristnum tíma var tekið upp vistarbandið, sem samsvarar nánast þrælahaldi. Er á Íslandi enn í dag eitthvert form þrælahalds? Já, fjölmargir íslendingar eru þrælar bankanna. Undirritaður, sem býr erlendis, gerði samanburð á lánskjörum íslenskum, norskum og dönskum. Af sambærilegum lánum hvað varðar lánstíma er mánaðarleg greiðsla á Íslandi um 0,8 prósent af eftirstöðvum. Í Noregi og Danmörku um 0,4 prósent. Samt er verðbólga einnig í þeim löndum. Ef stjórnvöld íslensk hefðu tekið réttar ákvarðanir og sett betri lög á sínum tíma, hefði ekki orðið hrun og við hefðum sambærileg kjör og gerist í nágrannalöndum okkar. Ef spurt er hvers vegna þetta viðgengst er gjarnan svarað að þetta sé vegna lífeyrissjóðanna eða íslensku krónunni að kenna. Forsætisráðherrann okkar hefur komið auga á allt það fé sem er fólgið í bankakerfinu, enda augljóst á ofansögðu að þar safnast fé sem er jú grundvöllur fyrir sverar bónusgreiðslur. Jafnframt spáði hann því í blaðaviðtali að líklegast mundi græðgi á Íslandi leiða aftur til hruns. Það er hlutverk stjórnvalda að setja réttlátan ramma um mannlífið. Það er hægt að setja lög gegn okri og lög sem hindra þá gráðugu. Sama hvers vegna við búum við okurvexti þurfa komandi stjórnvöld að leiðrétta ranglætið, það er þeirra hlutverk. Fjöldi fólks flutti burt frá landinu eftir hrun og margir eru enn reiðir yfir hversu fjarri jafnræðisreglu var sótt að fólki. Fyrir margt af þessu fólki er útilokað að flytja heim aftur vegna aðstæðna heima. Nú er tími kosningaloforða. Verður raunin sú að við taki tími svikinna loforða? Takið þið stjórnmálamenn ykkur tak varðandi réttlætismál, lánskjör, nýja stjórnarskrá, málefni eldri borgara og öryrkja.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar