Öryggisnet löggæslunnar Kristbjörg Þórisdóttir skrifar 26. október 2017 15:00 Ein af grunnskyldum íslenska ríkisins er að tryggja öryggi borgaranna. Til þess að svo geti verið þarf löggæslan í landinu að vera öflug. Miklar breytingar hafa orðið á samfélaginu á mjög skömmum tíma. Fjöldi erlendra ferðamanna nálgast sjöfalda íbúatölu landsins á þessu ári gangi spár eftir. Líkur eru á að allt að tvö þúsund manns muni leita alþjóðlegrar verndar hér á landi í ár. Það eru tvöfalt fleiri en í fyrra.Skipulögð glæpastarfsemi hefur aukist Í glænýrri skýrslu greiningadeildar ríkislögreglustjóra um skipulagða glæpastarfsemi 2017 kemur meðal annars fram að skipulögð glæpastarfsemi hefur aukist, framboð sterkra fíkniefna og kannabisefna er mikið, framboð vændis hefur aukist mikið og sterkur grunur er um vinnumansal. Í skýrslunni kemur einnig fram að sala og dreifing fíkniefna hefur í auknum mæli færst á samfélagsmiðla og netglæpir hafa aukist. Þessi breytti veruleiki kallar á snörp viðbrögð lögreglu. Staðan er þó þannig að skortur er á rannsóknarlögreglumönnum, álag er aukið, veikindi og slys eru algengari hjá lögreglufólki og lögreglan hefur of litla möguleika á að sinna frumkvæðislöggæslu vegna fjárskorts.Öflugri löggæsla er trygging fyrir okkur öll Öflugri löggæsla um land allt er ekki einka- eða hagsmunamál þeirra sem lögreglunni stjórna heldur er hún hagsmunamál fyrir ferðaþjónustuna, fyrirtækin í landinu, sveitarfélögin og síðast en ekki síst alls almennings sem ber mikið traust til lögreglunnar. Tryggja þarf lögreglu nægilega góð starfsskilyrði til að hún geti sinnt þeim fjölmörgu verkefnum sem að henni snúa um land allt, allan ársins hring. Drög að nýrri löggæsluáætlun fyrir Ísland liggur fyrir þar sem tekið er á öryggisstigi, þjónustustigi, mannaflaþörf og fjárveitingum. Ljuka þarf gerð þessarar löggæsluáætlunar og vinna í samræmi við hana. Jafnframt þarf að leggja af hagræðingarkröfu við gerð fjárlaga þegar kemur að réttarvörslukerfinu. Efling lögreglunnar er í sjálfu sér forvarnamál. Með öfluga löggæslu í landinu getur lögreglan komið í veg fyrir alvarlega hluti áður en skaðinn er skeður. Með því er einnig komið í veg fyrir kostnað annars staðar í kerfinu. Við teljum brýnt að efla löggæsluna á næsta kjörtímabili. Höfundur skipar 2. sæti fyrir Framsókn í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ein af grunnskyldum íslenska ríkisins er að tryggja öryggi borgaranna. Til þess að svo geti verið þarf löggæslan í landinu að vera öflug. Miklar breytingar hafa orðið á samfélaginu á mjög skömmum tíma. Fjöldi erlendra ferðamanna nálgast sjöfalda íbúatölu landsins á þessu ári gangi spár eftir. Líkur eru á að allt að tvö þúsund manns muni leita alþjóðlegrar verndar hér á landi í ár. Það eru tvöfalt fleiri en í fyrra.Skipulögð glæpastarfsemi hefur aukist Í glænýrri skýrslu greiningadeildar ríkislögreglustjóra um skipulagða glæpastarfsemi 2017 kemur meðal annars fram að skipulögð glæpastarfsemi hefur aukist, framboð sterkra fíkniefna og kannabisefna er mikið, framboð vændis hefur aukist mikið og sterkur grunur er um vinnumansal. Í skýrslunni kemur einnig fram að sala og dreifing fíkniefna hefur í auknum mæli færst á samfélagsmiðla og netglæpir hafa aukist. Þessi breytti veruleiki kallar á snörp viðbrögð lögreglu. Staðan er þó þannig að skortur er á rannsóknarlögreglumönnum, álag er aukið, veikindi og slys eru algengari hjá lögreglufólki og lögreglan hefur of litla möguleika á að sinna frumkvæðislöggæslu vegna fjárskorts.Öflugri löggæsla er trygging fyrir okkur öll Öflugri löggæsla um land allt er ekki einka- eða hagsmunamál þeirra sem lögreglunni stjórna heldur er hún hagsmunamál fyrir ferðaþjónustuna, fyrirtækin í landinu, sveitarfélögin og síðast en ekki síst alls almennings sem ber mikið traust til lögreglunnar. Tryggja þarf lögreglu nægilega góð starfsskilyrði til að hún geti sinnt þeim fjölmörgu verkefnum sem að henni snúa um land allt, allan ársins hring. Drög að nýrri löggæsluáætlun fyrir Ísland liggur fyrir þar sem tekið er á öryggisstigi, þjónustustigi, mannaflaþörf og fjárveitingum. Ljuka þarf gerð þessarar löggæsluáætlunar og vinna í samræmi við hana. Jafnframt þarf að leggja af hagræðingarkröfu við gerð fjárlaga þegar kemur að réttarvörslukerfinu. Efling lögreglunnar er í sjálfu sér forvarnamál. Með öfluga löggæslu í landinu getur lögreglan komið í veg fyrir alvarlega hluti áður en skaðinn er skeður. Með því er einnig komið í veg fyrir kostnað annars staðar í kerfinu. Við teljum brýnt að efla löggæsluna á næsta kjörtímabili. Höfundur skipar 2. sæti fyrir Framsókn í Suðvesturkjördæmi.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun