Píratar og loftslagsmál Einar Brynjólfsson skrifar 26. október 2017 14:13 Niðurstöður nýlegrar könnunar sýna að meirihluti landsmanna hefur áhyggjur að loftslagsmálum. Svo virðist sem almenningur sé að vakna til vitundar um þá vá sem vofir yfir komandi kynslóðum ef við tökum ekki á vandanum sem að okkur steðjar. Við Píratar höfum markað afgerandi stefnu í þessum málaflokki, líkt og mörgum öðrum, og samkvæmt óháðri úttekt vefsíðunnar loftslag.is eru „Píratar með metnaðarfyllstu stefnuna“ í loftslagsmálum, af öllum íslenzkum stjórnmálaflokkum. Þar stendur meðal annars: „Ísland á að taka skýra afstöðu gegn frekari olíuleit og olíuvinnslu í efnahagslögsögunni.“ „Minnka skal losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við Parísarsamninginn fyrir árið 2025 (um 40% prósent) og að önnur losun þessara efna verði því sem næst engin árið 2040.“ „ … ökutæki og vélar sem nýta jarðefnaeldsneyti skulu bera mengunarrentu í formi kolefnisskatts sem fer stighækkandi eftir því sem eldsneytisneysla og losun loftmengunarefna er meiri.“ „Byggja skal upp innviði fyrir rafknúin og visthæf ökutæki og skip.“ „Ríkið skuli með svipuðum hætti stuðla að og styðja mengunarminni almenningsamgöngur.“ „Innleiða skal strax 6. viðauka við Marpol samningsins um varnir gegn mengun sjávar frá skipum. Þannig að hafið umhverfis Ísland verði ECA svæði og að skipum sem sigla þar um leyfist að losa brennisteinsmagn innan við 0,1%.“ „Meðferð og notkun svartolíu skal vera með öllu bönnuð í landhelgi Íslands fyrir árið 2025.“ „Skip sem sigla um íslenska landhelgi án þess að leggja að höfn eiga að greiða “landhelgisgjald” og það sé hærra fyrir skip sem ekki hafa bláfána, umhverfisvottun eða önnur óvéfengjanleg vottorð sem sýna fram á að ákvæði MARPOL séu uppfyllt í skipinu.“ „Ísland skal setja metnaðarfull markmið til að minnka skjótlega alla losun gróðurhúsalofttegunda í það minnsta í samræmi við Parísarsamkomulagið frá 2016 auk þess sem stórátak verður gert í að minnka losun sem ekki fellur undir Parísarsamninginn, t.d. fimm ára áætlun um endurheimt votlendis og 10 ára áætlun í skógrækt og uppgræðslu. Þarna má meðal annars setja markmið þess efnis að Ísland verði kolefnisjafnað árið 2025.“ Við lítum svo á að aðgerða sé þörf, og það strax. Við getum ekki látið reka á reiða í stærsta hagsmunamáli komandi kynslóða. Píratar munu leggja sitt af mörkum að afloknum kosningum, fái þeir brautargengi til þess.Einar BrynjólfssonHöfundur er alþingismaður og oddviti Pírata í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Niðurstöður nýlegrar könnunar sýna að meirihluti landsmanna hefur áhyggjur að loftslagsmálum. Svo virðist sem almenningur sé að vakna til vitundar um þá vá sem vofir yfir komandi kynslóðum ef við tökum ekki á vandanum sem að okkur steðjar. Við Píratar höfum markað afgerandi stefnu í þessum málaflokki, líkt og mörgum öðrum, og samkvæmt óháðri úttekt vefsíðunnar loftslag.is eru „Píratar með metnaðarfyllstu stefnuna“ í loftslagsmálum, af öllum íslenzkum stjórnmálaflokkum. Þar stendur meðal annars: „Ísland á að taka skýra afstöðu gegn frekari olíuleit og olíuvinnslu í efnahagslögsögunni.“ „Minnka skal losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við Parísarsamninginn fyrir árið 2025 (um 40% prósent) og að önnur losun þessara efna verði því sem næst engin árið 2040.“ „ … ökutæki og vélar sem nýta jarðefnaeldsneyti skulu bera mengunarrentu í formi kolefnisskatts sem fer stighækkandi eftir því sem eldsneytisneysla og losun loftmengunarefna er meiri.“ „Byggja skal upp innviði fyrir rafknúin og visthæf ökutæki og skip.“ „Ríkið skuli með svipuðum hætti stuðla að og styðja mengunarminni almenningsamgöngur.“ „Innleiða skal strax 6. viðauka við Marpol samningsins um varnir gegn mengun sjávar frá skipum. Þannig að hafið umhverfis Ísland verði ECA svæði og að skipum sem sigla þar um leyfist að losa brennisteinsmagn innan við 0,1%.“ „Meðferð og notkun svartolíu skal vera með öllu bönnuð í landhelgi Íslands fyrir árið 2025.“ „Skip sem sigla um íslenska landhelgi án þess að leggja að höfn eiga að greiða “landhelgisgjald” og það sé hærra fyrir skip sem ekki hafa bláfána, umhverfisvottun eða önnur óvéfengjanleg vottorð sem sýna fram á að ákvæði MARPOL séu uppfyllt í skipinu.“ „Ísland skal setja metnaðarfull markmið til að minnka skjótlega alla losun gróðurhúsalofttegunda í það minnsta í samræmi við Parísarsamkomulagið frá 2016 auk þess sem stórátak verður gert í að minnka losun sem ekki fellur undir Parísarsamninginn, t.d. fimm ára áætlun um endurheimt votlendis og 10 ára áætlun í skógrækt og uppgræðslu. Þarna má meðal annars setja markmið þess efnis að Ísland verði kolefnisjafnað árið 2025.“ Við lítum svo á að aðgerða sé þörf, og það strax. Við getum ekki látið reka á reiða í stærsta hagsmunamáli komandi kynslóða. Píratar munu leggja sitt af mörkum að afloknum kosningum, fái þeir brautargengi til þess.Einar BrynjólfssonHöfundur er alþingismaður og oddviti Pírata í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar