Íþróttaiðkun er besta forvörnin fyrir börn og unglinga Una María Óskarsdóttir og Jón Hjaltalín Magnússon og Bjarni Jóhannsson skrifa 26. október 2017 11:30 Hér á landi sem annarsstaðar hafa foreldrar áhyggjur af hreyfingarleysi barna sinna og ofþyngd, enda ofþyngd eitt stærsta heilsufarsvandamál þjóða heims. Rannsóknir sýna að virk þátttaka í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi skilar miklum árangri í forvarnarstarfi til að bæta andlega og líkamlega heilsu barna, unglinga og fullorðinna. UMFÍ og ÍSÍ hafa lagt mikla áherslu á íþróttir sem mikilvægan þátt í að bæta lýðheilsu landsmanna í samstarfi við íþrótta- og ungmennafélög um land allt. Eins og gefur að skilja er rekstur og skipulag faglegrar íþróttastarfsemi íþróttafélögum kostnaðarsamur. Of margir foreldar, t.d. einstæðir með mörg börn, geta átt erfitt með að bjóða börnum sínum að taka þátt í skipulögðu íþróttastarfi vegna kostnaðar sem því fylgir, en miklu skiptir að börn efnaminni foreldra geti einnig tileinkað sér þann heppilega lífstíl að stunda íþróttir. Flest sveitarfélög hafa á undanförnum árum hvatt foreldra til að beina börnum sínum í íþróttir með því að greiða hluta kostnaðar barnanna til viðkomandi íþróttafélags en það dugar skammt fyrir barnmargar fjölskyldur, einkum ef börnin hafa áhuga á fleiri en einni íþróttagrein. Þá hafa kostnaðarsöm Íslandsmót verið hindrun og dæmi eru til þar sem það hafi stöðvað þátttöku barna. Íþróttafélög um allt land hafa með aðstoð sveitarfélaga, fyrirtækja og sjálfboðliða kappkostað að byggja keppnisvelli og íþróttahús en samt þarf átak í þessum málum svo þessi félög geti boðið iðkendum sínum upp á þátttöku í fleiri íþróttagreinum. Því miður hafa margir stjórnmálamenn ekki enn áttað sig nægilega á mikilvægi íþrótta- og æskulýðsstarfs sem forvarna í þágu lýðheilsu. Miðflokkurinn ætlar að leggja aukinn kraft og fjármuni í forvarnir í samstarfi við íþróttahreyfinguna og önnur frjáls félagasamtök og vill eiga samvinnu við sveitarfélög um allt land, skóla og foreldra til að auðvelda foreldrum þátttöku barna sinna og unglinga í skipulögðu íþróttastarfi. Ferðakostnaður innanlands dregur allt of mikið úr íþróttaiðkun barna og unglinga sérstaklega á landsbyggðinni. Við því þurfa stjórnvöld að bregðast.Styðjum afreksfólkið Við Íslendingar erum stolt að árangri okkar frábæra íþróttafólks á ólympíuleikum, í Evrópu- og heimsmeistarakeppunum svo og af atvinnumönnum okkar. Við fylgjumst grannt með sjónvarpsútsendingum frá leikjum þeirra og keppnum. Afreksíþróttafólkið okkar skapar fyrirmyndir og er mikil hvatning fyrir börn og unglinga til að taka þátt í íþróttum og um leið góð kynning fyrir land og þjóð. Fagna ber ákvörðun ríkisstjórnar Íslands árið 2016 að stórauka framlög til afreksíþrótta í áföngum í 400 milljónir árlega. Gera verður samkomulag við íþróttahreyfinguna um aukin framlög til unglingalandsliða til að eiga áfram landslið í fremstu röð. Miðflokkurinn vonar að aðrir stjórnmálaflokkar muni styðja það mikilvæga forvarna- og lýðheilsustarf sem íþróttir eru til að bæta heilsu barna okkar og unglinga, þeim og foreldrum þeirra til mikillar ánægju og lífsgleði. Hvað finnst þér lesandi góður?Una María Óskarsdóttir uppeldis- menntunar- og lýðheilsufræðingur skipar 2. sæti framboðslista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.Jón Hjaltalín Magnússon, verkfræðingur, formaður Samtaka íslenskra ólympíufara, fv. formaður Handknattleikssambandsins og frambjóðandi í 7. sæti Miðflokksins í Reykjavík Norður.Bjarni Jóhannsson íþróttafræðingur skipar 12. sæti á framboðslista Miðflokksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Hér á landi sem annarsstaðar hafa foreldrar áhyggjur af hreyfingarleysi barna sinna og ofþyngd, enda ofþyngd eitt stærsta heilsufarsvandamál þjóða heims. Rannsóknir sýna að virk þátttaka í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi skilar miklum árangri í forvarnarstarfi til að bæta andlega og líkamlega heilsu barna, unglinga og fullorðinna. UMFÍ og ÍSÍ hafa lagt mikla áherslu á íþróttir sem mikilvægan þátt í að bæta lýðheilsu landsmanna í samstarfi við íþrótta- og ungmennafélög um land allt. Eins og gefur að skilja er rekstur og skipulag faglegrar íþróttastarfsemi íþróttafélögum kostnaðarsamur. Of margir foreldar, t.d. einstæðir með mörg börn, geta átt erfitt með að bjóða börnum sínum að taka þátt í skipulögðu íþróttastarfi vegna kostnaðar sem því fylgir, en miklu skiptir að börn efnaminni foreldra geti einnig tileinkað sér þann heppilega lífstíl að stunda íþróttir. Flest sveitarfélög hafa á undanförnum árum hvatt foreldra til að beina börnum sínum í íþróttir með því að greiða hluta kostnaðar barnanna til viðkomandi íþróttafélags en það dugar skammt fyrir barnmargar fjölskyldur, einkum ef börnin hafa áhuga á fleiri en einni íþróttagrein. Þá hafa kostnaðarsöm Íslandsmót verið hindrun og dæmi eru til þar sem það hafi stöðvað þátttöku barna. Íþróttafélög um allt land hafa með aðstoð sveitarfélaga, fyrirtækja og sjálfboðliða kappkostað að byggja keppnisvelli og íþróttahús en samt þarf átak í þessum málum svo þessi félög geti boðið iðkendum sínum upp á þátttöku í fleiri íþróttagreinum. Því miður hafa margir stjórnmálamenn ekki enn áttað sig nægilega á mikilvægi íþrótta- og æskulýðsstarfs sem forvarna í þágu lýðheilsu. Miðflokkurinn ætlar að leggja aukinn kraft og fjármuni í forvarnir í samstarfi við íþróttahreyfinguna og önnur frjáls félagasamtök og vill eiga samvinnu við sveitarfélög um allt land, skóla og foreldra til að auðvelda foreldrum þátttöku barna sinna og unglinga í skipulögðu íþróttastarfi. Ferðakostnaður innanlands dregur allt of mikið úr íþróttaiðkun barna og unglinga sérstaklega á landsbyggðinni. Við því þurfa stjórnvöld að bregðast.Styðjum afreksfólkið Við Íslendingar erum stolt að árangri okkar frábæra íþróttafólks á ólympíuleikum, í Evrópu- og heimsmeistarakeppunum svo og af atvinnumönnum okkar. Við fylgjumst grannt með sjónvarpsútsendingum frá leikjum þeirra og keppnum. Afreksíþróttafólkið okkar skapar fyrirmyndir og er mikil hvatning fyrir börn og unglinga til að taka þátt í íþróttum og um leið góð kynning fyrir land og þjóð. Fagna ber ákvörðun ríkisstjórnar Íslands árið 2016 að stórauka framlög til afreksíþrótta í áföngum í 400 milljónir árlega. Gera verður samkomulag við íþróttahreyfinguna um aukin framlög til unglingalandsliða til að eiga áfram landslið í fremstu röð. Miðflokkurinn vonar að aðrir stjórnmálaflokkar muni styðja það mikilvæga forvarna- og lýðheilsustarf sem íþróttir eru til að bæta heilsu barna okkar og unglinga, þeim og foreldrum þeirra til mikillar ánægju og lífsgleði. Hvað finnst þér lesandi góður?Una María Óskarsdóttir uppeldis- menntunar- og lýðheilsufræðingur skipar 2. sæti framboðslista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.Jón Hjaltalín Magnússon, verkfræðingur, formaður Samtaka íslenskra ólympíufara, fv. formaður Handknattleikssambandsins og frambjóðandi í 7. sæti Miðflokksins í Reykjavík Norður.Bjarni Jóhannsson íþróttafræðingur skipar 12. sæti á framboðslista Miðflokksins í Reykjavík norður.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun