Íþróttaiðkun er besta forvörnin fyrir börn og unglinga Una María Óskarsdóttir og Jón Hjaltalín Magnússon og Bjarni Jóhannsson skrifa 26. október 2017 11:30 Hér á landi sem annarsstaðar hafa foreldrar áhyggjur af hreyfingarleysi barna sinna og ofþyngd, enda ofþyngd eitt stærsta heilsufarsvandamál þjóða heims. Rannsóknir sýna að virk þátttaka í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi skilar miklum árangri í forvarnarstarfi til að bæta andlega og líkamlega heilsu barna, unglinga og fullorðinna. UMFÍ og ÍSÍ hafa lagt mikla áherslu á íþróttir sem mikilvægan þátt í að bæta lýðheilsu landsmanna í samstarfi við íþrótta- og ungmennafélög um land allt. Eins og gefur að skilja er rekstur og skipulag faglegrar íþróttastarfsemi íþróttafélögum kostnaðarsamur. Of margir foreldar, t.d. einstæðir með mörg börn, geta átt erfitt með að bjóða börnum sínum að taka þátt í skipulögðu íþróttastarfi vegna kostnaðar sem því fylgir, en miklu skiptir að börn efnaminni foreldra geti einnig tileinkað sér þann heppilega lífstíl að stunda íþróttir. Flest sveitarfélög hafa á undanförnum árum hvatt foreldra til að beina börnum sínum í íþróttir með því að greiða hluta kostnaðar barnanna til viðkomandi íþróttafélags en það dugar skammt fyrir barnmargar fjölskyldur, einkum ef börnin hafa áhuga á fleiri en einni íþróttagrein. Þá hafa kostnaðarsöm Íslandsmót verið hindrun og dæmi eru til þar sem það hafi stöðvað þátttöku barna. Íþróttafélög um allt land hafa með aðstoð sveitarfélaga, fyrirtækja og sjálfboðliða kappkostað að byggja keppnisvelli og íþróttahús en samt þarf átak í þessum málum svo þessi félög geti boðið iðkendum sínum upp á þátttöku í fleiri íþróttagreinum. Því miður hafa margir stjórnmálamenn ekki enn áttað sig nægilega á mikilvægi íþrótta- og æskulýðsstarfs sem forvarna í þágu lýðheilsu. Miðflokkurinn ætlar að leggja aukinn kraft og fjármuni í forvarnir í samstarfi við íþróttahreyfinguna og önnur frjáls félagasamtök og vill eiga samvinnu við sveitarfélög um allt land, skóla og foreldra til að auðvelda foreldrum þátttöku barna sinna og unglinga í skipulögðu íþróttastarfi. Ferðakostnaður innanlands dregur allt of mikið úr íþróttaiðkun barna og unglinga sérstaklega á landsbyggðinni. Við því þurfa stjórnvöld að bregðast.Styðjum afreksfólkið Við Íslendingar erum stolt að árangri okkar frábæra íþróttafólks á ólympíuleikum, í Evrópu- og heimsmeistarakeppunum svo og af atvinnumönnum okkar. Við fylgjumst grannt með sjónvarpsútsendingum frá leikjum þeirra og keppnum. Afreksíþróttafólkið okkar skapar fyrirmyndir og er mikil hvatning fyrir börn og unglinga til að taka þátt í íþróttum og um leið góð kynning fyrir land og þjóð. Fagna ber ákvörðun ríkisstjórnar Íslands árið 2016 að stórauka framlög til afreksíþrótta í áföngum í 400 milljónir árlega. Gera verður samkomulag við íþróttahreyfinguna um aukin framlög til unglingalandsliða til að eiga áfram landslið í fremstu röð. Miðflokkurinn vonar að aðrir stjórnmálaflokkar muni styðja það mikilvæga forvarna- og lýðheilsustarf sem íþróttir eru til að bæta heilsu barna okkar og unglinga, þeim og foreldrum þeirra til mikillar ánægju og lífsgleði. Hvað finnst þér lesandi góður?Una María Óskarsdóttir uppeldis- menntunar- og lýðheilsufræðingur skipar 2. sæti framboðslista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.Jón Hjaltalín Magnússon, verkfræðingur, formaður Samtaka íslenskra ólympíufara, fv. formaður Handknattleikssambandsins og frambjóðandi í 7. sæti Miðflokksins í Reykjavík Norður.Bjarni Jóhannsson íþróttafræðingur skipar 12. sæti á framboðslista Miðflokksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Hér á landi sem annarsstaðar hafa foreldrar áhyggjur af hreyfingarleysi barna sinna og ofþyngd, enda ofþyngd eitt stærsta heilsufarsvandamál þjóða heims. Rannsóknir sýna að virk þátttaka í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi skilar miklum árangri í forvarnarstarfi til að bæta andlega og líkamlega heilsu barna, unglinga og fullorðinna. UMFÍ og ÍSÍ hafa lagt mikla áherslu á íþróttir sem mikilvægan þátt í að bæta lýðheilsu landsmanna í samstarfi við íþrótta- og ungmennafélög um land allt. Eins og gefur að skilja er rekstur og skipulag faglegrar íþróttastarfsemi íþróttafélögum kostnaðarsamur. Of margir foreldar, t.d. einstæðir með mörg börn, geta átt erfitt með að bjóða börnum sínum að taka þátt í skipulögðu íþróttastarfi vegna kostnaðar sem því fylgir, en miklu skiptir að börn efnaminni foreldra geti einnig tileinkað sér þann heppilega lífstíl að stunda íþróttir. Flest sveitarfélög hafa á undanförnum árum hvatt foreldra til að beina börnum sínum í íþróttir með því að greiða hluta kostnaðar barnanna til viðkomandi íþróttafélags en það dugar skammt fyrir barnmargar fjölskyldur, einkum ef börnin hafa áhuga á fleiri en einni íþróttagrein. Þá hafa kostnaðarsöm Íslandsmót verið hindrun og dæmi eru til þar sem það hafi stöðvað þátttöku barna. Íþróttafélög um allt land hafa með aðstoð sveitarfélaga, fyrirtækja og sjálfboðliða kappkostað að byggja keppnisvelli og íþróttahús en samt þarf átak í þessum málum svo þessi félög geti boðið iðkendum sínum upp á þátttöku í fleiri íþróttagreinum. Því miður hafa margir stjórnmálamenn ekki enn áttað sig nægilega á mikilvægi íþrótta- og æskulýðsstarfs sem forvarna í þágu lýðheilsu. Miðflokkurinn ætlar að leggja aukinn kraft og fjármuni í forvarnir í samstarfi við íþróttahreyfinguna og önnur frjáls félagasamtök og vill eiga samvinnu við sveitarfélög um allt land, skóla og foreldra til að auðvelda foreldrum þátttöku barna sinna og unglinga í skipulögðu íþróttastarfi. Ferðakostnaður innanlands dregur allt of mikið úr íþróttaiðkun barna og unglinga sérstaklega á landsbyggðinni. Við því þurfa stjórnvöld að bregðast.Styðjum afreksfólkið Við Íslendingar erum stolt að árangri okkar frábæra íþróttafólks á ólympíuleikum, í Evrópu- og heimsmeistarakeppunum svo og af atvinnumönnum okkar. Við fylgjumst grannt með sjónvarpsútsendingum frá leikjum þeirra og keppnum. Afreksíþróttafólkið okkar skapar fyrirmyndir og er mikil hvatning fyrir börn og unglinga til að taka þátt í íþróttum og um leið góð kynning fyrir land og þjóð. Fagna ber ákvörðun ríkisstjórnar Íslands árið 2016 að stórauka framlög til afreksíþrótta í áföngum í 400 milljónir árlega. Gera verður samkomulag við íþróttahreyfinguna um aukin framlög til unglingalandsliða til að eiga áfram landslið í fremstu röð. Miðflokkurinn vonar að aðrir stjórnmálaflokkar muni styðja það mikilvæga forvarna- og lýðheilsustarf sem íþróttir eru til að bæta heilsu barna okkar og unglinga, þeim og foreldrum þeirra til mikillar ánægju og lífsgleði. Hvað finnst þér lesandi góður?Una María Óskarsdóttir uppeldis- menntunar- og lýðheilsufræðingur skipar 2. sæti framboðslista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.Jón Hjaltalín Magnússon, verkfræðingur, formaður Samtaka íslenskra ólympíufara, fv. formaður Handknattleikssambandsins og frambjóðandi í 7. sæti Miðflokksins í Reykjavík Norður.Bjarni Jóhannsson íþróttafræðingur skipar 12. sæti á framboðslista Miðflokksins í Reykjavík norður.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar