Sjónræn innrás í gamla Austurbæjarbíó Heimir Már Pétursson skrifar 25. október 2017 19:13 Nýtt safn sem sérhæfir sig í sýningum á ferðasögum útlendinga á Íslandi, náttúru landsins og fréttnæmum atburðum hefur hreiðrar um síg í gamla Austurbæjarbíói við Snorrabraut. Sýningin er sérstaklega ætluð erlendum ferðamönnum en ætti einnig að höfða til Íslendinga sem vilja njóta sögu landsins og fegurðar þess í lifandi myndum. Austurbæjarbíó og síðar Austurbær hafa gengt mikilvægu hlutverki í skemmtanalífi og menningarsögu Reykjavíkur í sjötíu ár. En nú hefur þetta merkilega hús fengið nýtt hlutverk. Jón Gunnar Bergs er framkvæmdastjóri „Tales From Icelands,“ sem gæti útlagst „Sögur af Íslandi,“ sem hefur yfirtekið þetta forna kvikmynda- og leikhús. „Nú er búið að opna hér sýningu sem heitir Tails From Iceland. Hún er tvískipt og samanstendur af landslagssýningu á neðri hæðinni sem er byggð upp á myndböndum frá útlendingum. Þriggja til fjögurra mínútna myndböndum sem lýsa upplifun þeirra á landi og þjóð. Glöggt er gests augað. Upp á efri hæðinni erum við með fréttasýningu sem heitir hvað var að frétta og sýnir hápunkta íslensks samfélags á síðast liðnum fimmtíu árum,“ segir Jón Gunnar. Austurbæjarbíó var og er enn eitt af glæsilegustu húsum borgarinnar og hýsti lengi vel stærsta samkomusal borgarinnar með sæti fyrir rúmlega sex hundruð manns. Þar hafa verið kvikmyndasýningar. leiksýningar og settir upp söngleikir og á efri hæðinni var Silfurtunglið, einn vinsælasti skemmtistaður landsins á áratugum áður. Hvernig eru útlendingar að taka þessari sýningu, er hún einstök í sinni röð hér? „Hún er ekki bara einstök í sinni röð hér. Hún er einstök í öllum heiminum því svona sýning hefur hvergi verið sett upp annars staðar. Við höfum fengið frábæra dóma á Trip Adviser, erum þar með fullt hús stiga. Búin að hafa opið hér í mánuð og gætum ekki verið ánægðari,“ segir Jón Gunnar. Þar sem Silfurtunglið var áður má nú sjá myndbönd um helstu fréttaviðburði á Íslandi á síðustu áratugum, allt frá eldsumbrotum til leiðtogafundar stórveldanna og allt þar á milli. „Og þetta er lifandi sýning. Við komum til með að breyta efninu eftir því sem fram líða stundir. Bæði náttúrlega fréttasýningunni og jafnframt hér á neðri hæðinni,“ segir Jón Gunnar. Þá verði meðal annars sett upp myndband um Airways tónlistarhátíðina sem standi fyrir dyrum. Stóri kvikmyndasalurinn er enn í uppbyggingu en þar er fyrirhugað að bjóða upp á einstaka upplifun innan nokkurra mánaða þar sem einnig verði hægt að bjóða upp á glæsilegustu veislur í miðborginni að sögn Jóns Gunnars Bergs. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Sjá meira
Nýtt safn sem sérhæfir sig í sýningum á ferðasögum útlendinga á Íslandi, náttúru landsins og fréttnæmum atburðum hefur hreiðrar um síg í gamla Austurbæjarbíói við Snorrabraut. Sýningin er sérstaklega ætluð erlendum ferðamönnum en ætti einnig að höfða til Íslendinga sem vilja njóta sögu landsins og fegurðar þess í lifandi myndum. Austurbæjarbíó og síðar Austurbær hafa gengt mikilvægu hlutverki í skemmtanalífi og menningarsögu Reykjavíkur í sjötíu ár. En nú hefur þetta merkilega hús fengið nýtt hlutverk. Jón Gunnar Bergs er framkvæmdastjóri „Tales From Icelands,“ sem gæti útlagst „Sögur af Íslandi,“ sem hefur yfirtekið þetta forna kvikmynda- og leikhús. „Nú er búið að opna hér sýningu sem heitir Tails From Iceland. Hún er tvískipt og samanstendur af landslagssýningu á neðri hæðinni sem er byggð upp á myndböndum frá útlendingum. Þriggja til fjögurra mínútna myndböndum sem lýsa upplifun þeirra á landi og þjóð. Glöggt er gests augað. Upp á efri hæðinni erum við með fréttasýningu sem heitir hvað var að frétta og sýnir hápunkta íslensks samfélags á síðast liðnum fimmtíu árum,“ segir Jón Gunnar. Austurbæjarbíó var og er enn eitt af glæsilegustu húsum borgarinnar og hýsti lengi vel stærsta samkomusal borgarinnar með sæti fyrir rúmlega sex hundruð manns. Þar hafa verið kvikmyndasýningar. leiksýningar og settir upp söngleikir og á efri hæðinni var Silfurtunglið, einn vinsælasti skemmtistaður landsins á áratugum áður. Hvernig eru útlendingar að taka þessari sýningu, er hún einstök í sinni röð hér? „Hún er ekki bara einstök í sinni röð hér. Hún er einstök í öllum heiminum því svona sýning hefur hvergi verið sett upp annars staðar. Við höfum fengið frábæra dóma á Trip Adviser, erum þar með fullt hús stiga. Búin að hafa opið hér í mánuð og gætum ekki verið ánægðari,“ segir Jón Gunnar. Þar sem Silfurtunglið var áður má nú sjá myndbönd um helstu fréttaviðburði á Íslandi á síðustu áratugum, allt frá eldsumbrotum til leiðtogafundar stórveldanna og allt þar á milli. „Og þetta er lifandi sýning. Við komum til með að breyta efninu eftir því sem fram líða stundir. Bæði náttúrlega fréttasýningunni og jafnframt hér á neðri hæðinni,“ segir Jón Gunnar. Þá verði meðal annars sett upp myndband um Airways tónlistarhátíðina sem standi fyrir dyrum. Stóri kvikmyndasalurinn er enn í uppbyggingu en þar er fyrirhugað að bjóða upp á einstaka upplifun innan nokkurra mánaða þar sem einnig verði hægt að bjóða upp á glæsilegustu veislur í miðborginni að sögn Jóns Gunnars Bergs.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Sjá meira