Eflum menntun Adda María Jóhannsdóttir skrifar 26. október 2017 07:00 Menntamál eru efnahagsmál. Þau eru grunnurinn að framtíðinni. Það er ámælisvert hversu fjársveltir skólarnir okkar hafa verið á undanförnum árum og það þarf að laga.Kennaraskortur í leik- og grunnskólum Við þekkjum öll stöðuna í leikskólunum okkar þar sem mikil vöntun er á fagmenntuðum leikskólakennurum. Öllum er ljóst að það sem þarf eru betri laun. Öðruvísi fáum við ekki fólk til að starfa á þessum gríðarlega mikilvæga vettvangi, líklega þeim mikilvægasta af öllum. Það er einnig áhyggjuefni hversu margir sem hafa aflað sér kennaramenntunar á grunnskólastigi kjósa að starfa við önnur störf en kennslu. Í grunnskólunum okkar er mikið álag á starfsfólki enda hefur starfið tekið miklum breytingum á undanförnum árum. Nemendahópurinn er fjölbreyttur og mikilvægt að úrræðin séu í samræmi við það.Fjársveltir framhalds- og háskólar Framhaldsskólarnir okkar eru undirfjármagnaðir. Staðan þar er orðin grafalvarleg enda hefur verið skorið inn að beini. Sá sparnaður sem hlaust af styttingu framhaldsskólans hefur ekki skilað sér til skólanna eins og til stóð og eru þeir komnir að þolmörkum. Í raun hafa þeir verið við þau mörk um nokkurra ára skeið og ef ekki verður gripið til aðgerða mun það bitna á námi ungmenna í landinu. Sömu sögu má segja um háskólana okkar. Þar skortir sárlega fjármagn ekki síst til rannsókna. Við þurfum að hækka framlög til háskóla til að standast áfram samjöfnuð við alþjóðlega háskóla í kennslu og rannsóknarstarfi.Sókn í menntamálum Samfylkingin vill koma á fót samstarfi milli ríkis og sveitarfélaga, skólafólks, nemenda, foreldra og aðila vinnumarkaðarins, sem hafi það hlutverk að móta tillögur að umbótum í menntamálum með það fyrir augum að að efla skólastarf og gera kennarastarfið að vel launuðum og eftirsóknarverðum starfsvettvangi. Öflugt menntakerfi er fjárfesting í framtíðar hagvexti og forsenda nýsköpunar. Hættum að skera menntakerfið niður og byrjum að fjárfesta í því.Höfundur er framhaldsskólakennari, skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Menntamál eru efnahagsmál. Þau eru grunnurinn að framtíðinni. Það er ámælisvert hversu fjársveltir skólarnir okkar hafa verið á undanförnum árum og það þarf að laga.Kennaraskortur í leik- og grunnskólum Við þekkjum öll stöðuna í leikskólunum okkar þar sem mikil vöntun er á fagmenntuðum leikskólakennurum. Öllum er ljóst að það sem þarf eru betri laun. Öðruvísi fáum við ekki fólk til að starfa á þessum gríðarlega mikilvæga vettvangi, líklega þeim mikilvægasta af öllum. Það er einnig áhyggjuefni hversu margir sem hafa aflað sér kennaramenntunar á grunnskólastigi kjósa að starfa við önnur störf en kennslu. Í grunnskólunum okkar er mikið álag á starfsfólki enda hefur starfið tekið miklum breytingum á undanförnum árum. Nemendahópurinn er fjölbreyttur og mikilvægt að úrræðin séu í samræmi við það.Fjársveltir framhalds- og háskólar Framhaldsskólarnir okkar eru undirfjármagnaðir. Staðan þar er orðin grafalvarleg enda hefur verið skorið inn að beini. Sá sparnaður sem hlaust af styttingu framhaldsskólans hefur ekki skilað sér til skólanna eins og til stóð og eru þeir komnir að þolmörkum. Í raun hafa þeir verið við þau mörk um nokkurra ára skeið og ef ekki verður gripið til aðgerða mun það bitna á námi ungmenna í landinu. Sömu sögu má segja um háskólana okkar. Þar skortir sárlega fjármagn ekki síst til rannsókna. Við þurfum að hækka framlög til háskóla til að standast áfram samjöfnuð við alþjóðlega háskóla í kennslu og rannsóknarstarfi.Sókn í menntamálum Samfylkingin vill koma á fót samstarfi milli ríkis og sveitarfélaga, skólafólks, nemenda, foreldra og aðila vinnumarkaðarins, sem hafi það hlutverk að móta tillögur að umbótum í menntamálum með það fyrir augum að að efla skólastarf og gera kennarastarfið að vel launuðum og eftirsóknarverðum starfsvettvangi. Öflugt menntakerfi er fjárfesting í framtíðar hagvexti og forsenda nýsköpunar. Hættum að skera menntakerfið niður og byrjum að fjárfesta í því.Höfundur er framhaldsskólakennari, skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar