„Góða fólkið“ Logi Einarsson skrifar 26. október 2017 07:00 Við í Samfylkingunni erum iðulega uppnefnd „góða fólkið“ af andstæðingum okkar. Eins skrýtið og það er þá er það meint niðrandi, og ætlað að sýna fram á að við viljum sífellt hafa vit fyrir öðrum. Það væri í sjálfu sér undarleg stjórnmálahreyfing sem héldi ekki fram skoðunum sem hún teldi líklegar til að bæta samfélagið, en nóg um það. Við trúum því að samhjálpin sé einn göfugasti eiginleiki mannsins og jöfnuður sé vænlegasta leiðin til þess að byggja kraftmikið og friðsælt samfélag. Við trúum því að við fæðumst öll jöfn, með jafnan rétt til öruggs og innihaldsríks lífs og tækifæra til að þroska hæfileika okkar. Þess vegna tölum við svo oft um að auka hér félagslegan stöðugleika og styrkja almannaþjónustuna. Okkur finnst að hér eigi að vera fyrirtaks heilbrigðisþjónusta, góðir skólar og öflugir innviðir sem við njótum öll óháð efnahag og búsetu. Okkur finnst sanngjarnt að landsmenn njóti allir góðs af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar, að við deilum byrðunum eftir getu hvers og eins‚ og tryggum þannig að þau sem eru í bágri stöðu geti lifað með reisn. Þess vegna ætlum við að styðja betur við eldri borgara og þau 6.000 börn sem líða skort. Við ætlum að hjálpa leigjendum sem eru fastir í fátæktargildru. Við viljum að lög um móttöku flóttamanna byggi á meiri mannúð og að skýrari reglur verði settar sem taka sérstakt tillit til fólks í viðkvæmri stöðu, einkum barna. Við ætlum að ráðast í stórsókn gegn ofbeldi og efla löggæsluna. Okkur þykir meira að segja að það geti verið skynsamlegt að hafa áhrif á neyslu fólks; til að mynda vegna lýðheilsusjónarmiða eða til að hafa betur í baráttunni gegn loftslagsvánni. Loks erum við sannfærð um að gott siðferði sé nauðsynlegt í stjórnmálum, samtvinnun þeirra og viðskipta sé skaðleg og við viljum að staðið sé við gefin loforð. Svona getum við nú verið afskiptasöm! Ef þú ert svo sammála þessari sýn okkar á samfélagið geturðu kosið XS á laugardaginn og tilheyrt hópi „góða fólksins“. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Logi Einarsson Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Við í Samfylkingunni erum iðulega uppnefnd „góða fólkið“ af andstæðingum okkar. Eins skrýtið og það er þá er það meint niðrandi, og ætlað að sýna fram á að við viljum sífellt hafa vit fyrir öðrum. Það væri í sjálfu sér undarleg stjórnmálahreyfing sem héldi ekki fram skoðunum sem hún teldi líklegar til að bæta samfélagið, en nóg um það. Við trúum því að samhjálpin sé einn göfugasti eiginleiki mannsins og jöfnuður sé vænlegasta leiðin til þess að byggja kraftmikið og friðsælt samfélag. Við trúum því að við fæðumst öll jöfn, með jafnan rétt til öruggs og innihaldsríks lífs og tækifæra til að þroska hæfileika okkar. Þess vegna tölum við svo oft um að auka hér félagslegan stöðugleika og styrkja almannaþjónustuna. Okkur finnst að hér eigi að vera fyrirtaks heilbrigðisþjónusta, góðir skólar og öflugir innviðir sem við njótum öll óháð efnahag og búsetu. Okkur finnst sanngjarnt að landsmenn njóti allir góðs af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar, að við deilum byrðunum eftir getu hvers og eins‚ og tryggum þannig að þau sem eru í bágri stöðu geti lifað með reisn. Þess vegna ætlum við að styðja betur við eldri borgara og þau 6.000 börn sem líða skort. Við ætlum að hjálpa leigjendum sem eru fastir í fátæktargildru. Við viljum að lög um móttöku flóttamanna byggi á meiri mannúð og að skýrari reglur verði settar sem taka sérstakt tillit til fólks í viðkvæmri stöðu, einkum barna. Við ætlum að ráðast í stórsókn gegn ofbeldi og efla löggæsluna. Okkur þykir meira að segja að það geti verið skynsamlegt að hafa áhrif á neyslu fólks; til að mynda vegna lýðheilsusjónarmiða eða til að hafa betur í baráttunni gegn loftslagsvánni. Loks erum við sannfærð um að gott siðferði sé nauðsynlegt í stjórnmálum, samtvinnun þeirra og viðskipta sé skaðleg og við viljum að staðið sé við gefin loforð. Svona getum við nú verið afskiptasöm! Ef þú ert svo sammála þessari sýn okkar á samfélagið geturðu kosið XS á laugardaginn og tilheyrt hópi „góða fólksins“. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun