Hagtölur hugga ekki listlausa þjóð Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 26. október 2017 07:00 Þar sem komið er að kosningum stenst ég ekki mátið að taka smá flautuleik tileinkaðan stjórnmálamönnum og kjósendum sem telja að menning og list sé eitthvert lúxushobbí sem einungis sé hægt að leyfa sér að njóta þegar konur og menn hafa komið ár sinni vel fyrir borð. Við þá vildi ég segja þetta: menning og listir eru mikilvægari en vísindi og hagtölur út af þeirri einföldu ástæðu að lífið er eins og ferðalag sem maður leggur í til að leita að ástæðunni fyrir tilverunni. En lífið er líka kaotískt og kómískt, með ótal ranghala, svo enginn finnur ástæðuna fyrir þessari tilveru í allri óreiðunni. Hvað gerir maður þá? Jú, þá sest maður niður og fer að hlusta á fuglasönginn, horfa til fjalla og finna ylinn á vanga, tala við fólk og jafnvel að reyna að skilja það. Og ef maður finnur fegurðina í þessu öllu ákveður maður að þrátt fyrir allt saman sé það þess virði að staldra við. Þó við séum eins og Steinn Steinarr, sem líkti lífi sínu við innkaupaferð þar sem hann var löngu búinn að gleyma hvað hann átti að kaupa loks þegar hann kom í kaupstaðinn, þá er til svo mikil fegurð í þessu öllu saman sem gerir innkaupaferðina vel þess virði að leggja í hana. Og menning og list er einmitt þetta, viðleitni til að finna fegurðina í lífinu og djúpa ástæðu til að staldra hér við. Þetta er forgangsmál því þrátt fyrir blússandi hagvöxt og nýjustu tækni og vísindi verða enn þá alltof margir firringu og vonleysi að bráð, með hinum verstu afleiðingum. Ég vitna í orð Þórarins Eldjárns sem sagði að áföll og óhamingja væru ekki það sama til að undirstrika að ég er ekki að tala um að menning og listir verndi okkur frá áföllum heldur sannfæri okkur um gildi þess að vera hér og nú þrátt fyrir allt saman. Við eyðum allt of miklum tíma og of mikilli orku í peninga og hégóma sem í raun geta ósköp litlu breytt: því ef þú ert kjáni verður þú það áfram þó þú eignist jeppa, þó þú verðir ríkur, þó þú verðir frægur og þó þú eignist flottasta makann. Ekkert af þessu breytir þér í raun og veru, það eina sem gerir það er dýpri og fegurri sýn á lífið. Og ef stjórnmálamenn hafa ekki áhuga á þessu ættu þeir að bjóða sig fram í landi hinna dauðu því þegar öllu er á botninn hvolft þurfum við ekki allan þennan pening, öll þessi tól né allar þessar útskýringar. Við þurfum að finna fegurðina á þessu ferðalagi. Annars fer okkur að þykja þetta allt ein erindisleysa og engar hagtölur geta huggað mann með slíka upplifun. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Þar sem komið er að kosningum stenst ég ekki mátið að taka smá flautuleik tileinkaðan stjórnmálamönnum og kjósendum sem telja að menning og list sé eitthvert lúxushobbí sem einungis sé hægt að leyfa sér að njóta þegar konur og menn hafa komið ár sinni vel fyrir borð. Við þá vildi ég segja þetta: menning og listir eru mikilvægari en vísindi og hagtölur út af þeirri einföldu ástæðu að lífið er eins og ferðalag sem maður leggur í til að leita að ástæðunni fyrir tilverunni. En lífið er líka kaotískt og kómískt, með ótal ranghala, svo enginn finnur ástæðuna fyrir þessari tilveru í allri óreiðunni. Hvað gerir maður þá? Jú, þá sest maður niður og fer að hlusta á fuglasönginn, horfa til fjalla og finna ylinn á vanga, tala við fólk og jafnvel að reyna að skilja það. Og ef maður finnur fegurðina í þessu öllu ákveður maður að þrátt fyrir allt saman sé það þess virði að staldra við. Þó við séum eins og Steinn Steinarr, sem líkti lífi sínu við innkaupaferð þar sem hann var löngu búinn að gleyma hvað hann átti að kaupa loks þegar hann kom í kaupstaðinn, þá er til svo mikil fegurð í þessu öllu saman sem gerir innkaupaferðina vel þess virði að leggja í hana. Og menning og list er einmitt þetta, viðleitni til að finna fegurðina í lífinu og djúpa ástæðu til að staldra hér við. Þetta er forgangsmál því þrátt fyrir blússandi hagvöxt og nýjustu tækni og vísindi verða enn þá alltof margir firringu og vonleysi að bráð, með hinum verstu afleiðingum. Ég vitna í orð Þórarins Eldjárns sem sagði að áföll og óhamingja væru ekki það sama til að undirstrika að ég er ekki að tala um að menning og listir verndi okkur frá áföllum heldur sannfæri okkur um gildi þess að vera hér og nú þrátt fyrir allt saman. Við eyðum allt of miklum tíma og of mikilli orku í peninga og hégóma sem í raun geta ósköp litlu breytt: því ef þú ert kjáni verður þú það áfram þó þú eignist jeppa, þó þú verðir ríkur, þó þú verðir frægur og þó þú eignist flottasta makann. Ekkert af þessu breytir þér í raun og veru, það eina sem gerir það er dýpri og fegurri sýn á lífið. Og ef stjórnmálamenn hafa ekki áhuga á þessu ættu þeir að bjóða sig fram í landi hinna dauðu því þegar öllu er á botninn hvolft þurfum við ekki allan þennan pening, öll þessi tól né allar þessar útskýringar. Við þurfum að finna fegurðina á þessu ferðalagi. Annars fer okkur að þykja þetta allt ein erindisleysa og engar hagtölur geta huggað mann með slíka upplifun. Höfundur er rithöfundur.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun