Valdís Þóra í efsta sæti eftir mikinn fuglasöng og frábæran fyrsta dag á Spáni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2017 14:00 Valdís Þóra Jónsdóttir með ungum aðdáendum. Mynd/LET/Tristan Jones Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni spilaði frábærlega á fyrsta hringnum á Santander golfmótinu í Valencia á Spáni. Valdís Þóra spilaði betur en allar aðrar og var með þriggja högga forystu þegar þetta er skrifað en alla höfðu þá ekki lokið leik. Þetta mót í Valencia er hluti af LET Access mótaröðinni en mótaröðin er sú næst sterkasta í Evrópu. Valdís Þóra spilaði fyrstu átján holurnar á 66 höggum eða sex höggum undir pari. Valdís Þóra fékk örn á einni holu og fimm fugla til viðbótar. Hún var komin á sjö högg undir par en fékk eina skolla dagsins á sautjándu holunni. Það má sjá skorkortið hennar hér fyrir neðan.Frábær byrjun hjá Valdísi @DaughterOfJon á @LETAccess á Spáni -6 (66) högg sem er fjári gott. Er efst eins og er. https://t.co/6qh8mQjY8Gpic.twitter.com/rrOaiWy6z1 — Golfsamband Íslands (@Golfsamband) October 25, 2017 Skagakonan hóf leik á fyrsta teig og fékk tvo fugla í röð á annarri og þriðju holu. Hún fékk síðan örn (-2) á fimmtu holu og var á 32 höggum eða -4 eftir 9 holur. Valdís bætti síðan í með tveimur fuglum í röð á tíundu og elleftu holu. Hún fékk fimmta fuglinn á þrettándu en tapaði höggi eins og áður sagði á sautjándu sem var eina höggið sem hún tapaði á hringnum. Sannarlega glæsileg byrjun hjá Valdísi Þóru. Mótið fer fram við Valencia á Spáni, Santander Golf Tour, og verða leiknar 54 holur á þremur keppnisdögum 25.til 27. október. Valdís fer síðan beint til Abu Dhabi á þar sem að mót á LET Evrópumótaröðinni fer fram 1.til 4. nóvember. Golf Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni spilaði frábærlega á fyrsta hringnum á Santander golfmótinu í Valencia á Spáni. Valdís Þóra spilaði betur en allar aðrar og var með þriggja högga forystu þegar þetta er skrifað en alla höfðu þá ekki lokið leik. Þetta mót í Valencia er hluti af LET Access mótaröðinni en mótaröðin er sú næst sterkasta í Evrópu. Valdís Þóra spilaði fyrstu átján holurnar á 66 höggum eða sex höggum undir pari. Valdís Þóra fékk örn á einni holu og fimm fugla til viðbótar. Hún var komin á sjö högg undir par en fékk eina skolla dagsins á sautjándu holunni. Það má sjá skorkortið hennar hér fyrir neðan.Frábær byrjun hjá Valdísi @DaughterOfJon á @LETAccess á Spáni -6 (66) högg sem er fjári gott. Er efst eins og er. https://t.co/6qh8mQjY8Gpic.twitter.com/rrOaiWy6z1 — Golfsamband Íslands (@Golfsamband) October 25, 2017 Skagakonan hóf leik á fyrsta teig og fékk tvo fugla í röð á annarri og þriðju holu. Hún fékk síðan örn (-2) á fimmtu holu og var á 32 höggum eða -4 eftir 9 holur. Valdís bætti síðan í með tveimur fuglum í röð á tíundu og elleftu holu. Hún fékk fimmta fuglinn á þrettándu en tapaði höggi eins og áður sagði á sautjándu sem var eina höggið sem hún tapaði á hringnum. Sannarlega glæsileg byrjun hjá Valdísi Þóru. Mótið fer fram við Valencia á Spáni, Santander Golf Tour, og verða leiknar 54 holur á þremur keppnisdögum 25.til 27. október. Valdís fer síðan beint til Abu Dhabi á þar sem að mót á LET Evrópumótaröðinni fer fram 1.til 4. nóvember.
Golf Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira