Hvað er eiginlega í gangi? Agnar H. Johnson skrifar 25. október 2017 13:23 Traust á helstu stoðum þjóðfélagsins hefur enn beðið afhroð og þörf er breytinga – viðhorfsbreytinga og kerfisbreytinga. Hverjum er treystandi í slík verkefni? Skylt er að árétta að Sjálfstæðisflokkurinn ber ábyrgð á pólitískum óstöðugleika hér á landi og hefur tekið við keflinu í þeim efnum af Framsókn/Miðflokknum þegar forsætisráðherra hrökklaðist frá völdum vegna hneykslis sem vakti heimsathygli fyrir einu og hálfu ári síðan. Sjálfstæðisflokkurinn er fyrst og fremst hagsmunafélag kvótakónga sem elskar stóriðju, þótt stefnan og ásýndin sé að mörgu leyti fögur. Leynimakk og leyndarhyggja er ótrúlegur skaðvaldur í íslenskum sjórnmálum og gæti, þegar upp er staðið, valdið verulegum efnahagslegum óstöðugleika, ekki síst í ljósi loforðaflaums stjórnmálaflokka sem nú flæðir yfir kjósendur. Já, það er vonandi að rödd umbóta og skapandi frjálslyndis fái enn að hljóma í sölum Alþingis. Björt framtíð vill ástunda heiðarleg og vönduð stjórnmál – er samkvæm sjálfum sér og treystir sér því ekki að starfa þar sem leynimakk þykir eðlilegt og sjálfsagt, þegar almannahagsmunir eru látnir víkja fyrir hagsmunum sem þola ekki dagsljósið. Það var og er engan veginn hægt að fallast á slík vinnubrögð. Komum hreint fram og tökum til í íslenskum stjórnmálum. Endurnýja ber stjórnarskrá Íslands á grunni tillagna stjórnlagaráðs. Björt framtíð hefur sýnt það í verkum sínum á Alþingi að hún hefur haft veruleg áhrif á stjórnmál og lagt áherslu á langtímalausnir fremur en skyndilausnir. Björt framtíð hefur þegar lagt grunnin að uppbyggingu í heilbrigðismálum landsmanna og stigið mikilvæg skref í þá átt. Má þar nefna fjarheilbrigðisþjónustu og sálfræðiþjónustu í heilsugæslunni. Náttúra Íslands felur í sér ómetanleg verðmæti og standa verður vörð um umhverfið. Björt framtíð hefur raunverulega sýnt í verki ábyrgð í umhverfismálum og stigið mikilvæg skref m.a. með stækkun friðlandsins í Þjórsárverum. Björt framtíð vill stuðla að aukinni fjölbreytni í atvinnulífinu og hvatningu í skapandi greinum, grænum iðnaði, hugverka- og þekkingariðnaði og aukinni rannsóknar- og þróunarstarfsemi. Rekstri lítilla og meðalstórra fyrirtækja verði gert hærra undir höfði með einfaldara regluverki, skattaumgjörð og hvötum sem efla rekstur þeirra. Þannig stuðlum við að verðmætaaukningu í þjóðfélaginu. Orkan, náttúran og fiskurinn í sjónum hafa verið Íslendingum gjöful. Okkur ber að nýta auðlindir landsins með sjálfbærum hætti. Björt framtíð vill hækka auðlindagjöld til samræmis við verðmæti og afrakstur hverju sinni í samstarfi við hagsmunaaðila. Björt framtíð var eini stjórnmálaflokkurinn sem greiddi atkvæði gegn búvörulögunum fyrir ári síðan. Enn og aftur kemur í ljós vandi sauðfjárbænda í boði gömlu stjórnmálaflokkanna. Æskilegt er að fleiri forsendur skapist fyrir byggð í sveitum með fjölbreyttari starfsemi en hefðbundnum landbúnaði. Björt framtíð telur að langtímahagsmunir þjóðarinnar verði betur tryggðir innan Evrópusambandsins en utan. Forsenda þess að vextir lækki hér og spari þjóðinni árlega gríðarlegar fjárhæðir er upptaka öflugs gjaldmiðils sem gjaldgengur er í okkar helstu viðskiptalöndum, en talið er af málsmetandi aðilum að íslenska krónan kosti samfélagið árlega um 100 milljarða króna þegar á heildina er litið. Vonandi er að þjóðin samþykki hagkvæman samning í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar þar að kemur. Björt framtíð er frjálslyndur flokkur sem lætur sig umhverfismál varða, er málsvari mannréttinda, umbóta og gagnsæis, fjölbreytni og aukinna tækifæra. Auk þess að vera eini stjórnmálaflokkurinn á Alþingi sem hafnar styrkjum frá lögaðilum og hagsmunaöflum, hefur alla tíð sýnt ábyrgð og forðast kosningaloforð, gerandi sér grein fyrir að hluti kjósenda vill ábyrga og trausta pólitík sem hefur langtímahagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Kjósendur þurfa að gera það upp við sig á kjördag hvort sérhagsmunir eða almannahagsmunir verði ofaná – hvort leyndarhyggja eða heiðarleg stjórnmál ráði för. Breytum stjórnmálum. Fyrstu skrefin hafa verið tekin. A stendur fyrir almannahagsmuni. Hvert atkvæði telur og margir eru óákveðnir fram á kjördag. Sýnum hugrekki og kjósum eftir hjartanu – xA.Agnar H. Johnson er verkfræðingur og á sæti á lista Bjartrar framtíðar í SV-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Traust á helstu stoðum þjóðfélagsins hefur enn beðið afhroð og þörf er breytinga – viðhorfsbreytinga og kerfisbreytinga. Hverjum er treystandi í slík verkefni? Skylt er að árétta að Sjálfstæðisflokkurinn ber ábyrgð á pólitískum óstöðugleika hér á landi og hefur tekið við keflinu í þeim efnum af Framsókn/Miðflokknum þegar forsætisráðherra hrökklaðist frá völdum vegna hneykslis sem vakti heimsathygli fyrir einu og hálfu ári síðan. Sjálfstæðisflokkurinn er fyrst og fremst hagsmunafélag kvótakónga sem elskar stóriðju, þótt stefnan og ásýndin sé að mörgu leyti fögur. Leynimakk og leyndarhyggja er ótrúlegur skaðvaldur í íslenskum sjórnmálum og gæti, þegar upp er staðið, valdið verulegum efnahagslegum óstöðugleika, ekki síst í ljósi loforðaflaums stjórnmálaflokka sem nú flæðir yfir kjósendur. Já, það er vonandi að rödd umbóta og skapandi frjálslyndis fái enn að hljóma í sölum Alþingis. Björt framtíð vill ástunda heiðarleg og vönduð stjórnmál – er samkvæm sjálfum sér og treystir sér því ekki að starfa þar sem leynimakk þykir eðlilegt og sjálfsagt, þegar almannahagsmunir eru látnir víkja fyrir hagsmunum sem þola ekki dagsljósið. Það var og er engan veginn hægt að fallast á slík vinnubrögð. Komum hreint fram og tökum til í íslenskum stjórnmálum. Endurnýja ber stjórnarskrá Íslands á grunni tillagna stjórnlagaráðs. Björt framtíð hefur sýnt það í verkum sínum á Alþingi að hún hefur haft veruleg áhrif á stjórnmál og lagt áherslu á langtímalausnir fremur en skyndilausnir. Björt framtíð hefur þegar lagt grunnin að uppbyggingu í heilbrigðismálum landsmanna og stigið mikilvæg skref í þá átt. Má þar nefna fjarheilbrigðisþjónustu og sálfræðiþjónustu í heilsugæslunni. Náttúra Íslands felur í sér ómetanleg verðmæti og standa verður vörð um umhverfið. Björt framtíð hefur raunverulega sýnt í verki ábyrgð í umhverfismálum og stigið mikilvæg skref m.a. með stækkun friðlandsins í Þjórsárverum. Björt framtíð vill stuðla að aukinni fjölbreytni í atvinnulífinu og hvatningu í skapandi greinum, grænum iðnaði, hugverka- og þekkingariðnaði og aukinni rannsóknar- og þróunarstarfsemi. Rekstri lítilla og meðalstórra fyrirtækja verði gert hærra undir höfði með einfaldara regluverki, skattaumgjörð og hvötum sem efla rekstur þeirra. Þannig stuðlum við að verðmætaaukningu í þjóðfélaginu. Orkan, náttúran og fiskurinn í sjónum hafa verið Íslendingum gjöful. Okkur ber að nýta auðlindir landsins með sjálfbærum hætti. Björt framtíð vill hækka auðlindagjöld til samræmis við verðmæti og afrakstur hverju sinni í samstarfi við hagsmunaaðila. Björt framtíð var eini stjórnmálaflokkurinn sem greiddi atkvæði gegn búvörulögunum fyrir ári síðan. Enn og aftur kemur í ljós vandi sauðfjárbænda í boði gömlu stjórnmálaflokkanna. Æskilegt er að fleiri forsendur skapist fyrir byggð í sveitum með fjölbreyttari starfsemi en hefðbundnum landbúnaði. Björt framtíð telur að langtímahagsmunir þjóðarinnar verði betur tryggðir innan Evrópusambandsins en utan. Forsenda þess að vextir lækki hér og spari þjóðinni árlega gríðarlegar fjárhæðir er upptaka öflugs gjaldmiðils sem gjaldgengur er í okkar helstu viðskiptalöndum, en talið er af málsmetandi aðilum að íslenska krónan kosti samfélagið árlega um 100 milljarða króna þegar á heildina er litið. Vonandi er að þjóðin samþykki hagkvæman samning í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar þar að kemur. Björt framtíð er frjálslyndur flokkur sem lætur sig umhverfismál varða, er málsvari mannréttinda, umbóta og gagnsæis, fjölbreytni og aukinna tækifæra. Auk þess að vera eini stjórnmálaflokkurinn á Alþingi sem hafnar styrkjum frá lögaðilum og hagsmunaöflum, hefur alla tíð sýnt ábyrgð og forðast kosningaloforð, gerandi sér grein fyrir að hluti kjósenda vill ábyrga og trausta pólitík sem hefur langtímahagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Kjósendur þurfa að gera það upp við sig á kjördag hvort sérhagsmunir eða almannahagsmunir verði ofaná – hvort leyndarhyggja eða heiðarleg stjórnmál ráði för. Breytum stjórnmálum. Fyrstu skrefin hafa verið tekin. A stendur fyrir almannahagsmuni. Hvert atkvæði telur og margir eru óákveðnir fram á kjördag. Sýnum hugrekki og kjósum eftir hjartanu – xA.Agnar H. Johnson er verkfræðingur og á sæti á lista Bjartrar framtíðar í SV-kjördæmi.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun