Sumarbörn tilnefnd til virtra alþjóðlegra verðlauna Stefán Árni Pálsson skrifar 25. október 2017 16:30 Leikstjóri myndarinnar og handritshöfundur, Guðrún Ragnarsdóttir, mun fylgja myndinni eftir til Tallin þar sem hún verður frumsýnd þann 24. nóvember. Í gær var tilkynnt að kvikmyndin Sumarbörn hefur verið valin til þáttöku á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Black Nights Film Festival í Tallin þar sem hún keppir í flokki fyrstu kvikmynda leikstjóra (e. First Feature Competition). Leikstjóri myndarinnar og handritshöfundur, Guðrún Ragnarsdóttir, mun fylgja myndinni eftir til Tallin þar sem hún verður frumsýnd þann 24. nóvember. „Hátíðin er ein af svokölluðum A-kvikmyndahátíðum og það er því mikill heiður að vera tilnefndur til þessara verðlauna,“ segir Guðrún Ragnarsdóttir, leikstjóri. Hún segir samkeppnina vera mjög stífa en meðal mynda sem tilnefndar eru má finna framlag Brasilíu til Óskarsverðlaunanna í ár.Þroski og gæði einkenna myndirnar í ár Tiina Lokk, dagskrárstjóri Black Nights Film Festival, segir mikinn þroska einkenna tilnefningarnar í ár, bæði hvað nálgun á viðfangsefni varðar og heildarskynjun. „Það hefur verið minna um unglega fífldirfsku en hefur verið undanfarin ár, myndirnar eru þroskaðri og í meira jafnvægi. Þrátt fyrir að okkur hafi tekist að tilnefna frábær frumverk á hverju ári, þá tel ég að dagskráin í ár í heild sinni sé stórt gæðaskref fram á við.“Vönduð fjölskyldumynd sem hvetur til samræðu um mikilvæg málefni? „Sumarbörn er einstaklega falleg og vönduð fjölskyldumynd, sem hentar ungum jafnt sem öldnum. Slíkar myndir eru afar sjaldgæfar á Íslandi og mikill heiður að vera hluti af listsköpun sem vekur fólk til umhugsunar og hvetur til samræðu milli kynslóða um mikilvæg málefni,“ segir Hrönn Kristinsdóttir, annar framleiðanda myndarinnar. Myndin var frumsýnd í október en auk þess að vera til sýningar á höfuðborgarsvæðinu hefur hún farið hringinn í kringum landið, frá Vestmannaeyjum til Ísafjarðar. Menning Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Í gær var tilkynnt að kvikmyndin Sumarbörn hefur verið valin til þáttöku á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Black Nights Film Festival í Tallin þar sem hún keppir í flokki fyrstu kvikmynda leikstjóra (e. First Feature Competition). Leikstjóri myndarinnar og handritshöfundur, Guðrún Ragnarsdóttir, mun fylgja myndinni eftir til Tallin þar sem hún verður frumsýnd þann 24. nóvember. „Hátíðin er ein af svokölluðum A-kvikmyndahátíðum og það er því mikill heiður að vera tilnefndur til þessara verðlauna,“ segir Guðrún Ragnarsdóttir, leikstjóri. Hún segir samkeppnina vera mjög stífa en meðal mynda sem tilnefndar eru má finna framlag Brasilíu til Óskarsverðlaunanna í ár.Þroski og gæði einkenna myndirnar í ár Tiina Lokk, dagskrárstjóri Black Nights Film Festival, segir mikinn þroska einkenna tilnefningarnar í ár, bæði hvað nálgun á viðfangsefni varðar og heildarskynjun. „Það hefur verið minna um unglega fífldirfsku en hefur verið undanfarin ár, myndirnar eru þroskaðri og í meira jafnvægi. Þrátt fyrir að okkur hafi tekist að tilnefna frábær frumverk á hverju ári, þá tel ég að dagskráin í ár í heild sinni sé stórt gæðaskref fram á við.“Vönduð fjölskyldumynd sem hvetur til samræðu um mikilvæg málefni? „Sumarbörn er einstaklega falleg og vönduð fjölskyldumynd, sem hentar ungum jafnt sem öldnum. Slíkar myndir eru afar sjaldgæfar á Íslandi og mikill heiður að vera hluti af listsköpun sem vekur fólk til umhugsunar og hvetur til samræðu milli kynslóða um mikilvæg málefni,“ segir Hrönn Kristinsdóttir, annar framleiðanda myndarinnar. Myndin var frumsýnd í október en auk þess að vera til sýningar á höfuðborgarsvæðinu hefur hún farið hringinn í kringum landið, frá Vestmannaeyjum til Ísafjarðar.
Menning Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira