Myndin sem fær stuðningsfólk 76ers til að hlakka mikið til framtíðarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2017 22:00 Ben Simmons treður boltanum í körfuna. Vísir/Getty Mörg dæmi eru um það í NBA-deildinni að risastjörnur liðanna eiga oft erfitt með að gleðjast með hvorum öðrum en það lítur ekki út fyrir að það verði vandamál hjá Philadelphia 76ers í næstu framtíð. Philadelphia 76ers hefur verið í uppbyggingarfasa í mörg ár en fyrir vikið eru nú margir af mest spennandi leikmönnum NBA-deildarinnar komnir til liðsins. Tveir af þeim sem mestar væntingar eru bundnar við eru leikstjórnandinn Ben Simmons og miðherjinn Joel Embiid. Þeir misstu báðir af sínu fyrsta tímabili vegna meiðsla og það er verið að passa upp á það. Við fengum hinsvegar brot af því sem koma skal í fyrrinótt í fyrsta sigri Philadelphia 76ers á leiktíðinni. Liðið vann þá 97-86 sigur á Detroit Pistons. Hinn 23 ára og 213 sentímetra hái miðherji Joel Embiid var þá með 30 stig, 9 fráköst og 2 stolna bolta á 28 mínútum. Hinn 21 árs gamli og 208 sentímetra hái leikstjórnandi Ben Simmons var með þrennu en hann skoraði 21 stig, tók 12 fraköst og gaf 10 stoðsendingar. Ben Simmons tróð boltanum meðal annars einu sinn glæsilega í körfuna eftir að hafa fengið góða hindrun frá Joel Embiid rétt innan þriggja stiga línunnar. Það er myndin sem náðist af þeim félögum, þegar Ben Simmons var um það bil að fara að troða boltanum í körfuna, sem fær Philadelphia 76ers fólk til að brosa. Menn taka þar strax eftir Simmons sem er upp við myndavélina en svo fóru menn að skoða betur bakgrunninn þar sem Joel Embiid er og horfir á liðsfélaga sinn vera við það hamra boltanum í körfuna. Það er nefnilega svipurinn á Joel Embiid sem fær stuðningsfólk Philadelphia 76ers til að horfa enn bjartari augum til framtíðarinnar. Einstök gleði skín nefnilega frá Embiid. Hann gæti ekki verið ánægðari fyrir hönd Ben Simmons eins og sjá má hér fyrir neðan. Það er öllum ljóst að ef þessir tveir munu ná vel saman þá geta frábærir hlutir gerst hjá liði Philadelphia 76ers í framtíðinni."That's my boy." pic.twitter.com/cm5KQEFGgU — Michael Lee (@MrMichaelLee) October 24, 2017 NBA Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Fleiri fréttir Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Sjá meira
Mörg dæmi eru um það í NBA-deildinni að risastjörnur liðanna eiga oft erfitt með að gleðjast með hvorum öðrum en það lítur ekki út fyrir að það verði vandamál hjá Philadelphia 76ers í næstu framtíð. Philadelphia 76ers hefur verið í uppbyggingarfasa í mörg ár en fyrir vikið eru nú margir af mest spennandi leikmönnum NBA-deildarinnar komnir til liðsins. Tveir af þeim sem mestar væntingar eru bundnar við eru leikstjórnandinn Ben Simmons og miðherjinn Joel Embiid. Þeir misstu báðir af sínu fyrsta tímabili vegna meiðsla og það er verið að passa upp á það. Við fengum hinsvegar brot af því sem koma skal í fyrrinótt í fyrsta sigri Philadelphia 76ers á leiktíðinni. Liðið vann þá 97-86 sigur á Detroit Pistons. Hinn 23 ára og 213 sentímetra hái miðherji Joel Embiid var þá með 30 stig, 9 fráköst og 2 stolna bolta á 28 mínútum. Hinn 21 árs gamli og 208 sentímetra hái leikstjórnandi Ben Simmons var með þrennu en hann skoraði 21 stig, tók 12 fraköst og gaf 10 stoðsendingar. Ben Simmons tróð boltanum meðal annars einu sinn glæsilega í körfuna eftir að hafa fengið góða hindrun frá Joel Embiid rétt innan þriggja stiga línunnar. Það er myndin sem náðist af þeim félögum, þegar Ben Simmons var um það bil að fara að troða boltanum í körfuna, sem fær Philadelphia 76ers fólk til að brosa. Menn taka þar strax eftir Simmons sem er upp við myndavélina en svo fóru menn að skoða betur bakgrunninn þar sem Joel Embiid er og horfir á liðsfélaga sinn vera við það hamra boltanum í körfuna. Það er nefnilega svipurinn á Joel Embiid sem fær stuðningsfólk Philadelphia 76ers til að horfa enn bjartari augum til framtíðarinnar. Einstök gleði skín nefnilega frá Embiid. Hann gæti ekki verið ánægðari fyrir hönd Ben Simmons eins og sjá má hér fyrir neðan. Það er öllum ljóst að ef þessir tveir munu ná vel saman þá geta frábærir hlutir gerst hjá liði Philadelphia 76ers í framtíðinni."That's my boy." pic.twitter.com/cm5KQEFGgU — Michael Lee (@MrMichaelLee) October 24, 2017
NBA Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Fleiri fréttir Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Sjá meira