Var með liðsfundinn á FaceTime í miðri fæðingu konunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2017 15:30 Kirk Cousins. Vísir/Getty Mikilvægi leikstjórnenda í ameríska fótboltanum er gríðarlegt því þar fara menn sem verða að vera með öll leikkerfi á hreinu og kunnáttuna til að lesa varnir andstæðingar betur en nokkur annar í þeirra liði. Svo mikið þarf að fara yfir á milli leikja að leikstjórnendur NFL-liðanna mega engan tíma missa ætli þeir að mæta tilbúnir í næsta leik. Kirk Cousins er leikstjórnandi Washington Redskins og hann missir aldrei að liðsfundum þegar verið er að leggja upp næsta leik. Cousins varð hinsvegar pabbi í síðustu viku og það voru góð ráð dýr því ekki vildi hann missa af fæðingunni og hann mátti heldur ekki missa neitt úr undirbúningnum fyrir næsta leik.Kirk Cousins on fatherhood, having his own office space and... FaceTiming with coaches while his wife was in labor https://t.co/8e4fVlEheRpic.twitter.com/2UCdvr4pNh — Sports Illustrated (@SInow) October 23, 2017 Cousins fann hina einu sönnu millileið í sátt við bæði liðið sitt og eiginkonuna. „Ég hef aldrei áður misst af æfingu síðan að ég kom til liðsins,“ sagði Kirk Cousins í viðtali við Sports Illustrated. Þar fór hann yfir lausnina sem honum datt í hug. Cousins fékk varaleikstjórnandann sinn til að vera með hann á FaceTime á meðan konan var að eiga. Kirk Cousins mætti því með spjaldtölvuna sína inn á fæðingarstofuna.Kirk Cousins FaceTimed into a team meeting while his wife was giving birth: https://t.co/qjwoqBF4hhpic.twitter.com/YthOdcvLVI — Deadspin (@Deadspin) October 24, 2017 „Hríðirnar hjá Julie voru á fjögurra til fimm mínútna fresti og voru í um það bil 30 sekúndur. Fyrir utan þann tíma þá gat ég fylgst með fundinum og einbeitt mér að fótboltanum. Julie sýndi þessu mikinn skilning,“ sagði Kirk Cousins í fyrrnefndu viðtali og bætti við. „Hún gat heyrt í þjálfurunum mínum og liðsfélögunum í fæðingunni en sagði að það væri allt í góðu. Þegar hún þurfti að grípa í höndina á mér til að komast í gegnum hríðarverkina þá var ég klár. Ég var síðan að skoða ipadinn minn á milli hríða. Ljósmóðurinn fannst þetta vera skrýtið og vildi fá meiri einbeitingu frá mér en Julie skildi þetta,“ sagði Cousins. NFL Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sjá meira
Mikilvægi leikstjórnenda í ameríska fótboltanum er gríðarlegt því þar fara menn sem verða að vera með öll leikkerfi á hreinu og kunnáttuna til að lesa varnir andstæðingar betur en nokkur annar í þeirra liði. Svo mikið þarf að fara yfir á milli leikja að leikstjórnendur NFL-liðanna mega engan tíma missa ætli þeir að mæta tilbúnir í næsta leik. Kirk Cousins er leikstjórnandi Washington Redskins og hann missir aldrei að liðsfundum þegar verið er að leggja upp næsta leik. Cousins varð hinsvegar pabbi í síðustu viku og það voru góð ráð dýr því ekki vildi hann missa af fæðingunni og hann mátti heldur ekki missa neitt úr undirbúningnum fyrir næsta leik.Kirk Cousins on fatherhood, having his own office space and... FaceTiming with coaches while his wife was in labor https://t.co/8e4fVlEheRpic.twitter.com/2UCdvr4pNh — Sports Illustrated (@SInow) October 23, 2017 Cousins fann hina einu sönnu millileið í sátt við bæði liðið sitt og eiginkonuna. „Ég hef aldrei áður misst af æfingu síðan að ég kom til liðsins,“ sagði Kirk Cousins í viðtali við Sports Illustrated. Þar fór hann yfir lausnina sem honum datt í hug. Cousins fékk varaleikstjórnandann sinn til að vera með hann á FaceTime á meðan konan var að eiga. Kirk Cousins mætti því með spjaldtölvuna sína inn á fæðingarstofuna.Kirk Cousins FaceTimed into a team meeting while his wife was giving birth: https://t.co/qjwoqBF4hhpic.twitter.com/YthOdcvLVI — Deadspin (@Deadspin) October 24, 2017 „Hríðirnar hjá Julie voru á fjögurra til fimm mínútna fresti og voru í um það bil 30 sekúndur. Fyrir utan þann tíma þá gat ég fylgst með fundinum og einbeitt mér að fótboltanum. Julie sýndi þessu mikinn skilning,“ sagði Kirk Cousins í fyrrnefndu viðtali og bætti við. „Hún gat heyrt í þjálfurunum mínum og liðsfélögunum í fæðingunni en sagði að það væri allt í góðu. Þegar hún þurfti að grípa í höndina á mér til að komast í gegnum hríðarverkina þá var ég klár. Ég var síðan að skoða ipadinn minn á milli hríða. Ljósmóðurinn fannst þetta vera skrýtið og vildi fá meiri einbeitingu frá mér en Julie skildi þetta,“ sagði Cousins.
NFL Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sjá meira