Tvískinnungur að það megi aka fólki á kjörstað en ekki taka myndir fyrir tónleika Heimir Már Pétursson skrifar 24. október 2017 20:13 Vakan hvetur ungt fólk til að nýta kosningaréttinn og þrátt fyrir athugasemdir frá yfirkjörstjórn í Reykjavík norður, til taka af sér sjálfur fyrir utan kjörstaði og deila myndunum á samfélagsmiðlum. Segja skipuleggjendur Vökunnar að tvískinnungur felist í afstöðu yfirkjörstjórnar sem ekki geri athugasemdir við að flokkarnir aki fólki á kjörstað. Vakan lætur ekki deigan síga þrátt fyrir mótmæli yfirkjörstjórnar í Reykjavík norður og ætla að halda tónleikunum til streitu. Skora þau jafnframt á ungt fólk að mæta á kjörstað.Mættu fyrir utan utankjörfundaratkvæðagreiðsluna í Smáralind til að mótmælaSkipuleggjendur Vökunnar mættu fyrir utan utankjörfundaratkvæðagreiðsluna í Smáralind í dag til að mótmæla þeim athugasemdum yfirkjörstjórnarinnar um að ekki mætti verðlauna ungt fólk með tónleikum fyrir að mæta á kjörstað. Páll Óskar Hjálmtýsson er einn fjölmargra tónlistarmanna sem gefa vinnu sína á tónleikum Vökunnar. Hann las stutta yfirlýsingu frá hópnum fyrir utan utanfundarkjörstaðinn í dag. „Okkar málstaður er göfugur og snýst um að fá ungt fólk til að kjósa í komandi alþingiskosningum. Við erum ekki að segja ungu fólki hvað það eigi að kjósa, heldur bara að hvetja þau til að nýta kosningaréttinn,“ las Páll Óskar meðal annars upp úr yfirlýsingunni. Vakan teldi það tvískinnung hjá yfirkjörstjórn að banna að bjóða ungu fólki á tónleika fyrir að mynda sig fyrir utan kjörstaði og deila myndunum, á meðan kjósendum hafi í áratugi verið umbunað með því að aka þeim á kjörstað. „Ef yfirkjörstjórn finnst það í lagi að veita fólki þau fríðindi að aka því til og frá kjörstað, en á sama tíma neita ungu fólki um svipaða hvatningu og fríðindi sem þessir tónleikar eru, þá er yfirkjörstjórn að senda tvöföld skilaboð,“ sagði Páll Óskar. Hins vegar árétta aðstandendur Vökunnar að ekki megi taka myndir af sér inni í kjörklefanum eða af kjörseðlinu samkvæmt lögum. Enda getur það ógilt kjörseðilinn.Finnið þið fyrir því að ungt fólk sýnir þessu verkefni áhuga?„Já við finnum mikinn áhuga fyrir því. Við erum glöð að sjá hvað fólk er að taka vel í þetta. Það er mikill byr, mikill stuðningur á bakvið okkur. Þess vegna er svolítið leiðinlegt að það skuli brugðið fyrir okkur fæti með þessu. En skiptir ekki máli, við hvetjum ungt fólk til að koma og kjósa,“ segir Natalie. Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Vakan hvetur ungt fólk til að nýta kosningaréttinn og þrátt fyrir athugasemdir frá yfirkjörstjórn í Reykjavík norður, til taka af sér sjálfur fyrir utan kjörstaði og deila myndunum á samfélagsmiðlum. Segja skipuleggjendur Vökunnar að tvískinnungur felist í afstöðu yfirkjörstjórnar sem ekki geri athugasemdir við að flokkarnir aki fólki á kjörstað. Vakan lætur ekki deigan síga þrátt fyrir mótmæli yfirkjörstjórnar í Reykjavík norður og ætla að halda tónleikunum til streitu. Skora þau jafnframt á ungt fólk að mæta á kjörstað.Mættu fyrir utan utankjörfundaratkvæðagreiðsluna í Smáralind til að mótmælaSkipuleggjendur Vökunnar mættu fyrir utan utankjörfundaratkvæðagreiðsluna í Smáralind í dag til að mótmæla þeim athugasemdum yfirkjörstjórnarinnar um að ekki mætti verðlauna ungt fólk með tónleikum fyrir að mæta á kjörstað. Páll Óskar Hjálmtýsson er einn fjölmargra tónlistarmanna sem gefa vinnu sína á tónleikum Vökunnar. Hann las stutta yfirlýsingu frá hópnum fyrir utan utanfundarkjörstaðinn í dag. „Okkar málstaður er göfugur og snýst um að fá ungt fólk til að kjósa í komandi alþingiskosningum. Við erum ekki að segja ungu fólki hvað það eigi að kjósa, heldur bara að hvetja þau til að nýta kosningaréttinn,“ las Páll Óskar meðal annars upp úr yfirlýsingunni. Vakan teldi það tvískinnung hjá yfirkjörstjórn að banna að bjóða ungu fólki á tónleika fyrir að mynda sig fyrir utan kjörstaði og deila myndunum, á meðan kjósendum hafi í áratugi verið umbunað með því að aka þeim á kjörstað. „Ef yfirkjörstjórn finnst það í lagi að veita fólki þau fríðindi að aka því til og frá kjörstað, en á sama tíma neita ungu fólki um svipaða hvatningu og fríðindi sem þessir tónleikar eru, þá er yfirkjörstjórn að senda tvöföld skilaboð,“ sagði Páll Óskar. Hins vegar árétta aðstandendur Vökunnar að ekki megi taka myndir af sér inni í kjörklefanum eða af kjörseðlinu samkvæmt lögum. Enda getur það ógilt kjörseðilinn.Finnið þið fyrir því að ungt fólk sýnir þessu verkefni áhuga?„Já við finnum mikinn áhuga fyrir því. Við erum glöð að sjá hvað fólk er að taka vel í þetta. Það er mikill byr, mikill stuðningur á bakvið okkur. Þess vegna er svolítið leiðinlegt að það skuli brugðið fyrir okkur fæti með þessu. En skiptir ekki máli, við hvetjum ungt fólk til að koma og kjósa,“ segir Natalie.
Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira