Ísland er framtíðin Lilja Alfreðsdóttir skrifar 25. október 2017 07:00 Ísland var í 16. sæti árið 2016 á lista Sameinuðu þjóðanna yfir bestu lífskjör í heiminum. Danmörk, Noregur og Svíþjóð voru fyrir ofan okkur, en Finnland fyrir neðan. Þó við séum að koma vel út þegar kemur að jöfnuð í samfélaginu, þurfum við að gera enn betur svo Ísland verði ákjósanlegur valkostur fyrir unga fólkið í framtíðinni. Framsókn leggur ríka áherslu á jafnan rétt til menntunar, óháð búsetu og efnahag. Nauðsynlegt er að auka fjárframlög til háskólanna svo þau nái OECD-meðaltalinu árið 2020. Ein króna inn í háskólastigið skilar sér áttfalt inn í hagkerfið. Ísland þarf að vera framarlega á sviði tækni og nýsköpunar til að geta mætt kröfum framtíðarinnar. Fjölbreytt framboð á menntun og símenntun er lykilþáttur í því sambandi. Við höfum líka lagt áherslu á að þeir fjármunir sem sparast við styttingu framhaldsskólans í þrjú ár verði nýttir til að byggja upp og þróa framhaldsskólastigið, t.d. í verk- og iðnnámi. Fjölbreytt og áhugaverð störf þurfa að vera í boði fyrir ungt fólk í framtíðinni. Sú tæknibylting sem framundan er mun án efa skapa mörg ný, spennandi atvinnutækifæri fyrir ungt fólk í náinni framtíð. En það gerist ekki af sjálfu sér. Framsókn vill að á fyrstu 100 dögum nýrrar ríkisstjórnar verði endurgreiðsluhlutfall á rannsóknar- og þróunarkostnaði hækkað úr 20% í 25% svo skapa megi ný tækifæri á þeim umbreytingartímum sem framundan eru. Stjórnvöld þurfa að styðja vel við fyrirtæki sem fjárfesta í hugverka- og þekkingariðnaði. Mikil fjölgun hefur verið á leigumarkaði á Íslandi en 80% þeirra vilja eignast sitt eigið húsnæði. Framsókn hefur lagt fram raunhæfa aðgerð sem gengur út á að ungu fólki verði heimilt að taka út það iðgjald sem það hefur lagt í lífeyrissjóð og nýta sem útborgun við íbúðakaup. Þessi leið hefur nýst vel í Sviss til að auðvelda fólki að eignast húsnæði. Samhliða þessari aðgerð verður meira framboð af húsnæði að vera til staðar. Ísland þarf að geta boðið upp á sambærilegar aðstæður til húsnæðiskaupa og önnur norræn ríki. Höfundur er varaformaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland var í 16. sæti árið 2016 á lista Sameinuðu þjóðanna yfir bestu lífskjör í heiminum. Danmörk, Noregur og Svíþjóð voru fyrir ofan okkur, en Finnland fyrir neðan. Þó við séum að koma vel út þegar kemur að jöfnuð í samfélaginu, þurfum við að gera enn betur svo Ísland verði ákjósanlegur valkostur fyrir unga fólkið í framtíðinni. Framsókn leggur ríka áherslu á jafnan rétt til menntunar, óháð búsetu og efnahag. Nauðsynlegt er að auka fjárframlög til háskólanna svo þau nái OECD-meðaltalinu árið 2020. Ein króna inn í háskólastigið skilar sér áttfalt inn í hagkerfið. Ísland þarf að vera framarlega á sviði tækni og nýsköpunar til að geta mætt kröfum framtíðarinnar. Fjölbreytt framboð á menntun og símenntun er lykilþáttur í því sambandi. Við höfum líka lagt áherslu á að þeir fjármunir sem sparast við styttingu framhaldsskólans í þrjú ár verði nýttir til að byggja upp og þróa framhaldsskólastigið, t.d. í verk- og iðnnámi. Fjölbreytt og áhugaverð störf þurfa að vera í boði fyrir ungt fólk í framtíðinni. Sú tæknibylting sem framundan er mun án efa skapa mörg ný, spennandi atvinnutækifæri fyrir ungt fólk í náinni framtíð. En það gerist ekki af sjálfu sér. Framsókn vill að á fyrstu 100 dögum nýrrar ríkisstjórnar verði endurgreiðsluhlutfall á rannsóknar- og þróunarkostnaði hækkað úr 20% í 25% svo skapa megi ný tækifæri á þeim umbreytingartímum sem framundan eru. Stjórnvöld þurfa að styðja vel við fyrirtæki sem fjárfesta í hugverka- og þekkingariðnaði. Mikil fjölgun hefur verið á leigumarkaði á Íslandi en 80% þeirra vilja eignast sitt eigið húsnæði. Framsókn hefur lagt fram raunhæfa aðgerð sem gengur út á að ungu fólki verði heimilt að taka út það iðgjald sem það hefur lagt í lífeyrissjóð og nýta sem útborgun við íbúðakaup. Þessi leið hefur nýst vel í Sviss til að auðvelda fólki að eignast húsnæði. Samhliða þessari aðgerð verður meira framboð af húsnæði að vera til staðar. Ísland þarf að geta boðið upp á sambærilegar aðstæður til húsnæðiskaupa og önnur norræn ríki. Höfundur er varaformaður Framsóknarflokksins.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun