Kæra unga fólk! Lilja Guðmundsdóttir skrifar 25. október 2017 07:00 Í dag eru stjórnmálin á allra vörum, flokkar lofa upp í ermina á sér hægri vinstri og reyna að kaupa sér atkvæði. Ungt fólk hefur eflaust veitt því athygli enda er það hvatt sérstaklega til að kjósa. Samt bara til að kjósa rétt! Kaupin geta verið margskonar, allt frá því að ungt fólk hugsi sjálfstætt í að það fái skutl uppá kjörstað með kippu af bjór. Nei, ég segi svona. Það þekkist auðvitað ekki að unga fólkið kjósi annan flokk en foreldrarnir, eða hvað? Rétt eins og að halda með röngu liði í fótboltanum. Maður á bara að halda með sama flokknum sama hvað gerist, ride or die, panama og wintris. Nei, ég segi svona. Hvað veldur því að ungt fólk fer ekki að kjósa? Jú, það kynnist ekki stjórnmálum fyrr en það verður 18 ára og á þá allt í einu að kjósa. Skólinn sinnir þessu hlutverki lítið og unga fólkið lítið að velta þessu fyrir sér. Svo eru flokkarnir margir og hlaðborð loforðanna er stórt. En það er samt engin afsökun. Málið er að ef þú kýst ekki, þá hefur þú tæplega ekki rétt til að hafa skoðanir á samfélaginu! Það skipti engu máli hvort þú kýst rétt, rangt eða segir ekki frá því hvað þú kaust, það skiptir heldur ekki máli hvort flokkurinn sem þú kaust sveik öll loforðin sín. Það væri þá ekki í fyrsta sinn. En það er þinn réttur að kjósa og ábyrgð sem virkur samfélagsþegn að bara hunskast til að f***ing kjósa! Ef þú veist ekki hvað þú átt að kjósa þá tekurðu kosningarpróf, ferð á kosningarviðburði eða kíkir á stefnumál flokkanna. Þetta tekur engan tíma, eða álíka langan tíma og að finna nýjan vin á Tinder. Kæra unga fólk, (ég þar með talin), gerum betur! Við erum alveg ágæt, við drekkum minna og tökum minna af eiturlyfjum en fyrri kynslóðir, við erum virk og vel gefin. Gerum enn betur og kjósum í þokkabót! Svo eru tónleikar í verðlaun á laugardaginn ( #vakan ) og hver elskar ekki tónleika. Ekki vera heilalaus, taktu meðvitaða ákvörðun um þína framtíð og kjóstu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Í dag eru stjórnmálin á allra vörum, flokkar lofa upp í ermina á sér hægri vinstri og reyna að kaupa sér atkvæði. Ungt fólk hefur eflaust veitt því athygli enda er það hvatt sérstaklega til að kjósa. Samt bara til að kjósa rétt! Kaupin geta verið margskonar, allt frá því að ungt fólk hugsi sjálfstætt í að það fái skutl uppá kjörstað með kippu af bjór. Nei, ég segi svona. Það þekkist auðvitað ekki að unga fólkið kjósi annan flokk en foreldrarnir, eða hvað? Rétt eins og að halda með röngu liði í fótboltanum. Maður á bara að halda með sama flokknum sama hvað gerist, ride or die, panama og wintris. Nei, ég segi svona. Hvað veldur því að ungt fólk fer ekki að kjósa? Jú, það kynnist ekki stjórnmálum fyrr en það verður 18 ára og á þá allt í einu að kjósa. Skólinn sinnir þessu hlutverki lítið og unga fólkið lítið að velta þessu fyrir sér. Svo eru flokkarnir margir og hlaðborð loforðanna er stórt. En það er samt engin afsökun. Málið er að ef þú kýst ekki, þá hefur þú tæplega ekki rétt til að hafa skoðanir á samfélaginu! Það skipti engu máli hvort þú kýst rétt, rangt eða segir ekki frá því hvað þú kaust, það skiptir heldur ekki máli hvort flokkurinn sem þú kaust sveik öll loforðin sín. Það væri þá ekki í fyrsta sinn. En það er þinn réttur að kjósa og ábyrgð sem virkur samfélagsþegn að bara hunskast til að f***ing kjósa! Ef þú veist ekki hvað þú átt að kjósa þá tekurðu kosningarpróf, ferð á kosningarviðburði eða kíkir á stefnumál flokkanna. Þetta tekur engan tíma, eða álíka langan tíma og að finna nýjan vin á Tinder. Kæra unga fólk, (ég þar með talin), gerum betur! Við erum alveg ágæt, við drekkum minna og tökum minna af eiturlyfjum en fyrri kynslóðir, við erum virk og vel gefin. Gerum enn betur og kjósum í þokkabót! Svo eru tónleikar í verðlaun á laugardaginn ( #vakan ) og hver elskar ekki tónleika. Ekki vera heilalaus, taktu meðvitaða ákvörðun um þína framtíð og kjóstu.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun