Áfram stelpur! Guðríður Arnardóttir skrifar 24. október 2017 14:51 Dagur kvenna er 24. október. Þennan dag árið 1975 lögðu konur niður störf og kom þá skýrt og greinilega í ljós að hlutur kvenna á vinnumarkaði var af þeirri stærðargráðu að þegar þær viku af sínum venjulega stað í einn dag lamaðist atvinnulíf landsmanna. Þegar litið er til baka þessi rúmlega 40 ár hefur sem betur fer gríðarlega margt unnist í baráttu okkar fyrir jafnrétti kynjanna á öllum sviðum. Ömmur okkar og mömmur ruddu leiðina fyrir okkur sem yngri erum – það voru konurnar sem skoruðu samfélagið á hólm og fóru þetta á hnefanum. Við kennarar tilheyrum kvennastétt. Rúmlega 80% okkar félagsmanna í KÍ eru konur. Meðal leikskólakennara er hlutfall kvenna hæst eða 96% og tæp 60% meðal framhaldsskólakennara og hefur farið vaxandi síðustu áratugi. Það er eins og karlar velji sér síður kennslu sem ævistarf en konur. Það hefur gengið betur að fjölga konum innan hefðbundinna karlastétta en fjölga körlum í kvennastéttum. Það gæti auðvitað átt sér margar orsakir en karlar sækja síður í lægra launuð störf og því miður eru kvennastéttirnar, umönnunarstéttirnar, enn sem komið er metnar lægra til launa. Það er auðvitað algjörlega óásættanlegt með öllu og einnig að öll mótunarár barna og ungmenna séu það aðallega konur sem koma að kennslu þeirra og þar með félagsmótun. Og jafnrétti er ekki bara í orði, það verður líka að vera á borði. Það er ekki bara sömu laun fyrir sömu vinnu, það er miklu meira en það. Jafnrétti er líka glíman við staðalímyndir og viðhorf, eða norm samfélagsins. Jafnréttisbaráttan á sér svo ótal marga anga, suma erum við minna meðvituð um en aðra. Vakningin #metoo, #höfumhátt, #freethenipple er sprottin frá róttækum ungum konum sem skora gamaldags gildi á hólm. Því það er meira en að segja það að slíta sig lausa frá þeim gildum sem manni eru innrætt frá blautu barnsbeini. Og þegar einhver hefur stigið fram og haft hátt, er það einhvern veginn svo augljóst hvað er rétt og hvað er rangt. Í dag ætla ég að minnast allra þeirra frábæru karla sem hafa lagt okkur stelpunum lið og sem hafa tekið slagina með okkur. Þeim fer fjölgandi sem betur fer enda er þetta þeirra barátta líka. En í dag tala ég til kvenna í kennarastéttinni. Af því það er dagurinn okkar í dag. Í dag heiðra ég minningu allra þeirra kvenna, lífs og liðinna, sem ruddu veginn fyrir okkur hinar. Í dag skulum við líka minnast þess að það eru við sem höldum á keflinu og það er okkar að koma dætrum okkar í mark.Guðríður Arnardóttir, formaður félags framhaldsskólakennara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Dagur kvenna er 24. október. Þennan dag árið 1975 lögðu konur niður störf og kom þá skýrt og greinilega í ljós að hlutur kvenna á vinnumarkaði var af þeirri stærðargráðu að þegar þær viku af sínum venjulega stað í einn dag lamaðist atvinnulíf landsmanna. Þegar litið er til baka þessi rúmlega 40 ár hefur sem betur fer gríðarlega margt unnist í baráttu okkar fyrir jafnrétti kynjanna á öllum sviðum. Ömmur okkar og mömmur ruddu leiðina fyrir okkur sem yngri erum – það voru konurnar sem skoruðu samfélagið á hólm og fóru þetta á hnefanum. Við kennarar tilheyrum kvennastétt. Rúmlega 80% okkar félagsmanna í KÍ eru konur. Meðal leikskólakennara er hlutfall kvenna hæst eða 96% og tæp 60% meðal framhaldsskólakennara og hefur farið vaxandi síðustu áratugi. Það er eins og karlar velji sér síður kennslu sem ævistarf en konur. Það hefur gengið betur að fjölga konum innan hefðbundinna karlastétta en fjölga körlum í kvennastéttum. Það gæti auðvitað átt sér margar orsakir en karlar sækja síður í lægra launuð störf og því miður eru kvennastéttirnar, umönnunarstéttirnar, enn sem komið er metnar lægra til launa. Það er auðvitað algjörlega óásættanlegt með öllu og einnig að öll mótunarár barna og ungmenna séu það aðallega konur sem koma að kennslu þeirra og þar með félagsmótun. Og jafnrétti er ekki bara í orði, það verður líka að vera á borði. Það er ekki bara sömu laun fyrir sömu vinnu, það er miklu meira en það. Jafnrétti er líka glíman við staðalímyndir og viðhorf, eða norm samfélagsins. Jafnréttisbaráttan á sér svo ótal marga anga, suma erum við minna meðvituð um en aðra. Vakningin #metoo, #höfumhátt, #freethenipple er sprottin frá róttækum ungum konum sem skora gamaldags gildi á hólm. Því það er meira en að segja það að slíta sig lausa frá þeim gildum sem manni eru innrætt frá blautu barnsbeini. Og þegar einhver hefur stigið fram og haft hátt, er það einhvern veginn svo augljóst hvað er rétt og hvað er rangt. Í dag ætla ég að minnast allra þeirra frábæru karla sem hafa lagt okkur stelpunum lið og sem hafa tekið slagina með okkur. Þeim fer fjölgandi sem betur fer enda er þetta þeirra barátta líka. En í dag tala ég til kvenna í kennarastéttinni. Af því það er dagurinn okkar í dag. Í dag heiðra ég minningu allra þeirra kvenna, lífs og liðinna, sem ruddu veginn fyrir okkur hinar. Í dag skulum við líka minnast þess að það eru við sem höldum á keflinu og það er okkar að koma dætrum okkar í mark.Guðríður Arnardóttir, formaður félags framhaldsskólakennara
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun