Höldum fast utan um okkar landbúnað Karl Liljendal Hólmgeirsson skrifar 24. október 2017 10:31 Við í Miðflokknum stöndum af heilum hug með landbúnaðinum. Við stöndum með landbúnaðinum og matvælaframleiðslunni af því að við vitum hversu mikilvægt það er fyrir okkur öll að geta tryggt okkur holl og góð matvæli á öllum tímum. Okkar landbúnaður er líka einstakur á mjög margan hátt. Hér hafa aldrei verið notuð vaxtahvetjandi hormón í framleiðslu og sýklalyfjanotkun í álgjöru lágmarki á heimsvísu og umhverfið er hér hreint og ómengað. Á fínu máli er talað um fæðuöryggi (það að eiga mat) og matvælaöryggi (að maturinn sé hollur og öruggur). Við skiljum þessi orð og við skiljum líka samhengið milli landbúnaðar og byggðar í landinu. Við vitum að landbúnaðurinn er hluti af byggðastefnu og hver við erum sem þjóð. Við teljum því mikilvægt að standa vörð um starfsskilyrði landbúnaðarins. Hugmyndir um að afnema ákvæði búvörulaganna sem hafa leift mjólkurbændum að vinna að hagræðingu í mjólkurvinnslunni væri fráleitt nú, því þá væri kastað á glæ þeim mikla árangri sem hefur skilað sér beint til okkar neytenda í lægra verði og gert kúabændum mögulegt að reka alvöru bú. Við viljum ekki innflutning á hráu kjöti og tollvernd er í okkar huga eins sjálfsögð og að læsa bílnum þegar við förum frá honum. Allar þjóðir í kringum okkur eru að passa uppá sinn landbúnað með styrkjum og tollvernd. Okkar mál er að passa uppá okkar landbúnað, en ekki vera í einhverjum Evrópuleik þar sem við erum bara peð og það tæki ekki nema augnablik fyrir verslunarrisa eða stórframleiðendur að eyða okkar frábæru matvælum af kortinu með innflutningi niðurgreiddra matvæla, sem líklega væru þá einnig af miklu lakari gæðum. Settu X við Miðflokkinn ef þú villt góðan mat og landið allt í byggð.Karl Liljendal Hólmgeirsson nemi. Höfundur skipar fjórða sæti á lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Við í Miðflokknum stöndum af heilum hug með landbúnaðinum. Við stöndum með landbúnaðinum og matvælaframleiðslunni af því að við vitum hversu mikilvægt það er fyrir okkur öll að geta tryggt okkur holl og góð matvæli á öllum tímum. Okkar landbúnaður er líka einstakur á mjög margan hátt. Hér hafa aldrei verið notuð vaxtahvetjandi hormón í framleiðslu og sýklalyfjanotkun í álgjöru lágmarki á heimsvísu og umhverfið er hér hreint og ómengað. Á fínu máli er talað um fæðuöryggi (það að eiga mat) og matvælaöryggi (að maturinn sé hollur og öruggur). Við skiljum þessi orð og við skiljum líka samhengið milli landbúnaðar og byggðar í landinu. Við vitum að landbúnaðurinn er hluti af byggðastefnu og hver við erum sem þjóð. Við teljum því mikilvægt að standa vörð um starfsskilyrði landbúnaðarins. Hugmyndir um að afnema ákvæði búvörulaganna sem hafa leift mjólkurbændum að vinna að hagræðingu í mjólkurvinnslunni væri fráleitt nú, því þá væri kastað á glæ þeim mikla árangri sem hefur skilað sér beint til okkar neytenda í lægra verði og gert kúabændum mögulegt að reka alvöru bú. Við viljum ekki innflutning á hráu kjöti og tollvernd er í okkar huga eins sjálfsögð og að læsa bílnum þegar við förum frá honum. Allar þjóðir í kringum okkur eru að passa uppá sinn landbúnað með styrkjum og tollvernd. Okkar mál er að passa uppá okkar landbúnað, en ekki vera í einhverjum Evrópuleik þar sem við erum bara peð og það tæki ekki nema augnablik fyrir verslunarrisa eða stórframleiðendur að eyða okkar frábæru matvælum af kortinu með innflutningi niðurgreiddra matvæla, sem líklega væru þá einnig af miklu lakari gæðum. Settu X við Miðflokkinn ef þú villt góðan mat og landið allt í byggð.Karl Liljendal Hólmgeirsson nemi. Höfundur skipar fjórða sæti á lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar