Aðgerða er þörf – Réttum hlut kvenna Helga Vala Helgadóttir og Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir og skrifa 24. október 2017 08:40 Stærstu jafnréttismál okkar tíma eru baráttan gegn kynbundnu ofbeldi og baráttan fyrir fjárhagslegu jafnrétti kvenna og karla. Jafnrétti kynjanna er grundvallar mannréttindamál og þó að konur hafi lagalegan rétt til jafns við karla vantar enn töluvert upp á að raunveruleikinn fylgi eftir. Konur eru með á bilinu 7 til 18 prósent lægri laun en karlar og það er óásættanlegt. Fjárhagslegt sjálfstæði kvenna er forsenda þess að þær standi jafnfætis körlum og séu þeim ekki háðar um lífsviðurværi sitt og barna sinna. Frá árinu 1961 hefur verið ólöglegt að mismuna í launum út frá kynferði. Þrátt fyrir það eru fá mál vegna launamismununar kærð. Kynbundinn launamunur þrífst best í skjóli launaleyndar. Í nýjum jafnréttislögum frá árinu 2008 er þó skýrt kveðið á um að ákvæði um launaleynd í ráðningarsamningum sé ekki skuldbindandi og að fólki sé algjörlega í sjálfsvald sett hvort það skýri frá launakjörum sínum. Þessum lögum þarf að fylgja eftir. Ábyrgðin liggur hjá þeim sem setja leikreglurnar. Engu að síður er launamunur kynjanna enn umtalsverður og er eitt stærsta mannréttindamál okkar tíma að útrýma honum. Skilaboð kvennafrídagsins árið 1975 eiga enn fullt erindi við okkur öll. Tryggjum konum fjárhagslegt sjálfstæði. Árið er 2017. Þetta er ekkert flókið. Það þarf bara að gera það.Baráttan gegn ofbeldiNærri fjórðungur allra íslenskra kvenna hafa upplifað líkamlegt eða kynferðislegt ofbeldi í nánu sambandi. Í könnun Velferðarráðuneytis kom fram að 42 prósent kvenna hafa verið beittar ofbeldi á einhverjum tíma frá 16 ára aldri. Á síðasta ári dvöldu 116 konur og 79 börn í Kvennaathvarfinu en vert er að nefna að enn hefur ekkert slíkt athvarf verið reist fyrir karla og börn þeirra. Þá hafa tæplega 200 einstaklingar leitað ásjár hjá Bjarkarhlíð, miðstöð þolenda ofbeldis, á þeim 6 mánuðum sem liðnir eru frá opnun þessa tilraunaverkefnis. Samfylkingin hefur ákveðið að setja einn milljarð króna árlega í stórsókn gegn ofbeldi. Í fyrsta lagi er ætlunin að stórefla löggæslu í landinu, með því að fjölga lögreglumönnum sem sinna löggæslu og rannsóknum. Í öðru lagi ætlum við að hefja markvissa vinnu er varðar forvarnir og fræðslu með skipulögðu starfi á öllum skólastigum. Í þriðja lagi verður farið í átak til að samræma Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðis og heimilisofbeldis um allt land. Loks verðum við að vakna af værum blundi er varðar netofbeldi og takast á við það sívaxandi vandamál. Baráttunni gegn ofbeldi og fyrir auknu jafnrétti er hvergi nærri lokið. Samfylkingin ætlar sér í slíka vinnu á næsta kjörtímabili.Helga Vala Helgadóttir, skipar 1. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norðurJóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Kosningar 2017 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Stærstu jafnréttismál okkar tíma eru baráttan gegn kynbundnu ofbeldi og baráttan fyrir fjárhagslegu jafnrétti kvenna og karla. Jafnrétti kynjanna er grundvallar mannréttindamál og þó að konur hafi lagalegan rétt til jafns við karla vantar enn töluvert upp á að raunveruleikinn fylgi eftir. Konur eru með á bilinu 7 til 18 prósent lægri laun en karlar og það er óásættanlegt. Fjárhagslegt sjálfstæði kvenna er forsenda þess að þær standi jafnfætis körlum og séu þeim ekki háðar um lífsviðurværi sitt og barna sinna. Frá árinu 1961 hefur verið ólöglegt að mismuna í launum út frá kynferði. Þrátt fyrir það eru fá mál vegna launamismununar kærð. Kynbundinn launamunur þrífst best í skjóli launaleyndar. Í nýjum jafnréttislögum frá árinu 2008 er þó skýrt kveðið á um að ákvæði um launaleynd í ráðningarsamningum sé ekki skuldbindandi og að fólki sé algjörlega í sjálfsvald sett hvort það skýri frá launakjörum sínum. Þessum lögum þarf að fylgja eftir. Ábyrgðin liggur hjá þeim sem setja leikreglurnar. Engu að síður er launamunur kynjanna enn umtalsverður og er eitt stærsta mannréttindamál okkar tíma að útrýma honum. Skilaboð kvennafrídagsins árið 1975 eiga enn fullt erindi við okkur öll. Tryggjum konum fjárhagslegt sjálfstæði. Árið er 2017. Þetta er ekkert flókið. Það þarf bara að gera það.Baráttan gegn ofbeldiNærri fjórðungur allra íslenskra kvenna hafa upplifað líkamlegt eða kynferðislegt ofbeldi í nánu sambandi. Í könnun Velferðarráðuneytis kom fram að 42 prósent kvenna hafa verið beittar ofbeldi á einhverjum tíma frá 16 ára aldri. Á síðasta ári dvöldu 116 konur og 79 börn í Kvennaathvarfinu en vert er að nefna að enn hefur ekkert slíkt athvarf verið reist fyrir karla og börn þeirra. Þá hafa tæplega 200 einstaklingar leitað ásjár hjá Bjarkarhlíð, miðstöð þolenda ofbeldis, á þeim 6 mánuðum sem liðnir eru frá opnun þessa tilraunaverkefnis. Samfylkingin hefur ákveðið að setja einn milljarð króna árlega í stórsókn gegn ofbeldi. Í fyrsta lagi er ætlunin að stórefla löggæslu í landinu, með því að fjölga lögreglumönnum sem sinna löggæslu og rannsóknum. Í öðru lagi ætlum við að hefja markvissa vinnu er varðar forvarnir og fræðslu með skipulögðu starfi á öllum skólastigum. Í þriðja lagi verður farið í átak til að samræma Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðis og heimilisofbeldis um allt land. Loks verðum við að vakna af værum blundi er varðar netofbeldi og takast á við það sívaxandi vandamál. Baráttunni gegn ofbeldi og fyrir auknu jafnrétti er hvergi nærri lokið. Samfylkingin ætlar sér í slíka vinnu á næsta kjörtímabili.Helga Vala Helgadóttir, skipar 1. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norðurJóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun