Kjóstu! Daníel Þórarinsson skrifar 24. október 2017 07:00 Ég hvet alla, sem lesa þessar línur, til að nota kosningaréttinn. Láttu engan halda því fram að þú hafir ekkert vit á þessum málum eða að atkvæði þitt skipti ekki máli. Taktu eftir því hverju þú veitir athygli, það hjálpar þér að sjá hvað má betur fara í samfélagi okkar og hverju þú myndir vilja breyta. Okkur er tamt að tala um hin ýmsu kerfi, sem skipta okkur máli og lita umræðuna fyrir kosningar. Nægir að nefna heilbrigðiskerfið, menntakerfið, fjármálakerfið og húsnæðiskerfið. Margir hafa skoðanir á þessum kerfum og mynda sér skoðun eftir því hvaða flokkur er metinn líklegastur til að ná því fram sem við viljum. Við skulum því skoða þessi kerfi aðeins nánar. Ég viðurkenni fúslega að þær niðurstöður, sem ég hef komist að, lita það sem ég skrifa. Ef þú ert mér ósammála er það bara í góðu lagi. Kíkjum fyrst á heilbrigðiskerfið. Við þurfum öll á þvì að halda og verulegur hluti ríkisútgjaldanna rennur í þetta kerfi og þeim mun meiri ástæða er til að vanda sig. Margir vilja byggja upp nýjan landspítala með því að gera upp þann gamla við Hringbraut en það vill minn flokkur ekki. Hann vill halda honum gangandi en fara strax að byggja nýjan spítala á nýjum stað. Spítala þar sem stuðst er við nýjustu tækni og framþróun í læknisfræði. Spítala sem er í fallegu umhverfi með greiðar samgönguæðar til allra átta. Spítala sem býður upp á eins góðan aðbúnað fyrir sjúllinga og hægt er en er jafnframt fallegur og eftirsóknarverður vinnustaður. Og er auk þess ódýrari lausn þegar allt er talið. Flokkurinn minn er líka mótfallinn þeirri stefnu að minnka og minnka læknisþjónustu út um land og beina meiru og meiru á landspítalann, sem ræður ekki við álagið og kostnaður sjúklinga verður margfaldur á við það sem gæti verið ef þjónustan biðist nær heimabyggð. Lítum nú aðeins á menntakerfið. Allir eiga að verða stúdentar og fara í háskóla. Þetta hentar sumum en langtífrá öllum og þetta hentar þjóðfélaginu alls ekki. Flokkurinn, sem ég styð vill því auka áhersluna á iðn- og tækninám bæði á framhaldsskóla- og háskólastigi. Hann vill líka bæta fjárhagsstöðu námsmanna, svo að fólk sé ekki í skuldafjötrum að námi loknu. Flokkurinn vill þess í stað taka upp norræna kerfið, sem er blanda af styrk og láni. Húsnæðiskerfið er oft fyrsta kerfið, sem mætir fólki þegar það líkur námi. Hvernig er unnt að gera ungu fólki auðveldara að kaupa fyrstu fasteign? Mikilvægasta skrefið er að lækka vexti og afnema verðtryggingu á lánum unga fólksins. Þar erum við í raun komin inn í síðasta kerfið, sem ég ætlaði að fjalla um, fjármálakerfið. Sá flokkur, sem ég aðhyllist, telur að endurskipulagning fjármálakerfisins sé mikilvægasta forsendan fyrir því að okkur takist það sem við viljum í hinum kerfunum. Til að það takist þarf líka skíra sýn og styrka pólitíska stjórn. Verkið er stórt að vöxtum og innifelur m.a.Minnka bankana með því að greiða út úr þeim umfram eigið féð í ríkissjóð.Selja Íslandsbanka erlendum banka, sem tilbúinn er að koma inn á markaðinn hér og veita samkeppni í a.m.k 10 ár.Nýta forkaupsréttinn að Arion banka og selja 1/3 í útboði, ríkið haldi 1/3 fyrstu árin en 1/3 verði deilt út til þjóðarinnar, hvers einasta einstaklingsStofna dótturbanka Landsbankans, netbanka með lágmarks yfirbyggingu til að auka samkeppni og bjóða einstaklingum og smærri fyrirtækjum betri kjör á húsnæðislánum og fjármögnun.Setja Seðlabankanum ný lög sem stuðli að aukinni samkeppni á bankamarkaði.Lífeyrissjóðirnir hætti að halda uppi háu vaxtastigi á Íslandi og fari að vinna fyrir sér í útlöndum. Markmiðin með öllum þessu viðamiklu breytingum eru m.a.: Eðlilegt vaxtastig – Stöðugleiki – Kerfið þjóni almenningi – Betri húsnæðismarkaður – Fleiri og betri störf -Aukin nýsköpun og verðmætasköpun. Auk þessara kerfa vill flokkurinn minn sinna þörfum eldri borgara með hækkun lágmarkslìfeyris svo hann tryggi tekjur, sem hægt er að lifa á og gera starfslokaaldur sveigjanlegan eftir óskum hvers og eins. Rúsínan í pylsuendanum er þó enn ótalin. Flokkurinn minn vill að landið allt virki, ekki bara hlutar þess. Það er langt mál að fara í saumana á þeirri framtíðarsýn. Ég eftirlæt þér að kynna þér hana. Allt þetta segist flokkurinn minn ætla að gera og hann mun standa við það. Ef þér líst vel á það, sem ég hef rakið hér að ofan ert þú velkomin/velkominn í hópinn hjá flokknum mínum, sem er Miðflokkurinn, en ef ekki skaltu kjósa einhvern annan. Þannig hefur þú áhrif á framtíð okkar, þú hefur það ekki ef þú situr heima.Höfundur er skógarbóndi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Skoðun Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Ég hvet alla, sem lesa þessar línur, til að nota kosningaréttinn. Láttu engan halda því fram að þú hafir ekkert vit á þessum málum eða að atkvæði þitt skipti ekki máli. Taktu eftir því hverju þú veitir athygli, það hjálpar þér að sjá hvað má betur fara í samfélagi okkar og hverju þú myndir vilja breyta. Okkur er tamt að tala um hin ýmsu kerfi, sem skipta okkur máli og lita umræðuna fyrir kosningar. Nægir að nefna heilbrigðiskerfið, menntakerfið, fjármálakerfið og húsnæðiskerfið. Margir hafa skoðanir á þessum kerfum og mynda sér skoðun eftir því hvaða flokkur er metinn líklegastur til að ná því fram sem við viljum. Við skulum því skoða þessi kerfi aðeins nánar. Ég viðurkenni fúslega að þær niðurstöður, sem ég hef komist að, lita það sem ég skrifa. Ef þú ert mér ósammála er það bara í góðu lagi. Kíkjum fyrst á heilbrigðiskerfið. Við þurfum öll á þvì að halda og verulegur hluti ríkisútgjaldanna rennur í þetta kerfi og þeim mun meiri ástæða er til að vanda sig. Margir vilja byggja upp nýjan landspítala með því að gera upp þann gamla við Hringbraut en það vill minn flokkur ekki. Hann vill halda honum gangandi en fara strax að byggja nýjan spítala á nýjum stað. Spítala þar sem stuðst er við nýjustu tækni og framþróun í læknisfræði. Spítala sem er í fallegu umhverfi með greiðar samgönguæðar til allra átta. Spítala sem býður upp á eins góðan aðbúnað fyrir sjúllinga og hægt er en er jafnframt fallegur og eftirsóknarverður vinnustaður. Og er auk þess ódýrari lausn þegar allt er talið. Flokkurinn minn er líka mótfallinn þeirri stefnu að minnka og minnka læknisþjónustu út um land og beina meiru og meiru á landspítalann, sem ræður ekki við álagið og kostnaður sjúklinga verður margfaldur á við það sem gæti verið ef þjónustan biðist nær heimabyggð. Lítum nú aðeins á menntakerfið. Allir eiga að verða stúdentar og fara í háskóla. Þetta hentar sumum en langtífrá öllum og þetta hentar þjóðfélaginu alls ekki. Flokkurinn, sem ég styð vill því auka áhersluna á iðn- og tækninám bæði á framhaldsskóla- og háskólastigi. Hann vill líka bæta fjárhagsstöðu námsmanna, svo að fólk sé ekki í skuldafjötrum að námi loknu. Flokkurinn vill þess í stað taka upp norræna kerfið, sem er blanda af styrk og láni. Húsnæðiskerfið er oft fyrsta kerfið, sem mætir fólki þegar það líkur námi. Hvernig er unnt að gera ungu fólki auðveldara að kaupa fyrstu fasteign? Mikilvægasta skrefið er að lækka vexti og afnema verðtryggingu á lánum unga fólksins. Þar erum við í raun komin inn í síðasta kerfið, sem ég ætlaði að fjalla um, fjármálakerfið. Sá flokkur, sem ég aðhyllist, telur að endurskipulagning fjármálakerfisins sé mikilvægasta forsendan fyrir því að okkur takist það sem við viljum í hinum kerfunum. Til að það takist þarf líka skíra sýn og styrka pólitíska stjórn. Verkið er stórt að vöxtum og innifelur m.a.Minnka bankana með því að greiða út úr þeim umfram eigið féð í ríkissjóð.Selja Íslandsbanka erlendum banka, sem tilbúinn er að koma inn á markaðinn hér og veita samkeppni í a.m.k 10 ár.Nýta forkaupsréttinn að Arion banka og selja 1/3 í útboði, ríkið haldi 1/3 fyrstu árin en 1/3 verði deilt út til þjóðarinnar, hvers einasta einstaklingsStofna dótturbanka Landsbankans, netbanka með lágmarks yfirbyggingu til að auka samkeppni og bjóða einstaklingum og smærri fyrirtækjum betri kjör á húsnæðislánum og fjármögnun.Setja Seðlabankanum ný lög sem stuðli að aukinni samkeppni á bankamarkaði.Lífeyrissjóðirnir hætti að halda uppi háu vaxtastigi á Íslandi og fari að vinna fyrir sér í útlöndum. Markmiðin með öllum þessu viðamiklu breytingum eru m.a.: Eðlilegt vaxtastig – Stöðugleiki – Kerfið þjóni almenningi – Betri húsnæðismarkaður – Fleiri og betri störf -Aukin nýsköpun og verðmætasköpun. Auk þessara kerfa vill flokkurinn minn sinna þörfum eldri borgara með hækkun lágmarkslìfeyris svo hann tryggi tekjur, sem hægt er að lifa á og gera starfslokaaldur sveigjanlegan eftir óskum hvers og eins. Rúsínan í pylsuendanum er þó enn ótalin. Flokkurinn minn vill að landið allt virki, ekki bara hlutar þess. Það er langt mál að fara í saumana á þeirri framtíðarsýn. Ég eftirlæt þér að kynna þér hana. Allt þetta segist flokkurinn minn ætla að gera og hann mun standa við það. Ef þér líst vel á það, sem ég hef rakið hér að ofan ert þú velkomin/velkominn í hópinn hjá flokknum mínum, sem er Miðflokkurinn, en ef ekki skaltu kjósa einhvern annan. Þannig hefur þú áhrif á framtíð okkar, þú hefur það ekki ef þú situr heima.Höfundur er skógarbóndi.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun