Hver mun eiga bankana? Guðlaugur Gylfi Sverrisson skrifar 23. október 2017 13:15 Í aðdraganda komandi kosninga er bara einn flokkur búinn að setja fram stefnu um eignarhald á bönkum landsins. Það er yngsti flokkur landsins, Miðflokkurinn, sem kynnti stefnumál sín 15. október sl. Í stefnunni segir að fyrst skuli innleysa Arion banka til ríkisins. Í framhaldinu mun vera farið í það að leysa til ríkisins umfram-eigið fé bankanna þriggja. Það er metið allt að 130 milljarðar sem bankar í dag þurfa jafnframt að ávaxta á markaði. Þess má geta að vogunarsjóðir er reyndu að kaupa Arion banka, en þau kaup voru góðu heilli stöðvuð, gætu greitt kaupverðið fyrir bankann að stærstum hluta með innleysa til sín umfram-eigið fé Arion banka. Það er stefna Miðflokksins að selja Arion banka þannig að íbúar landsins fái afhent þriðjung hlutafjár, almennir fjárfestar geti keypt þriðjung og þriðjungur verði eftir í eigu ríkisins, til að byrja með eða þar til markaður með hlutabréfin hefur þróast. Hver Íslendingur sem er lifandi á tímabilinu frá 1. desember 2018 til 1. desember 2019 eignast eitt hlutabréf í bankanum og þarf viðkomandi að eiga hlutabréfið í þrjú ár. Íslandsbanki verði seldur erlendri fjármálastofnun og mun það skilyrði vera sett að nýr eigandi þarf að eiga bankann að lágmarki í 10 ár. Landsbankinn verður áfram í eigu ríkisins. Landsbankanum verði þó skipt upp í tvær einingar. Önnur eining Landsbankans mun stunda bankaviðskipti eingöngu á netinu. Bankanum verður sett eigendastefna sem mun innifela að hafa lágmarksyfirbyggingu og rekstrarkostnað í nýrri einingu og nýta sér nýjustu þróun og tækni í bankastarfsemi. Nýja einingin í Landsbankanum á að taka litla áhættu en hafa það meginmarkmið að bjóða viðskiptavinum sem best kjör með lágmarksvaxtamun. Það þýðir að Landsbankinn mun aðeins veita svokölluð minni lán, til dæmis lán til einstaklinga vegna húsnæðiskaupa og til smærri fyrirtækja með traust veð. Bankinn mun leiða saman lánveitendur sem sækjast eftir hóflegri en öruggri ávöxtun og lántaka með örugg veð á borð við fasteignir. Þannig mun bankinn geta boðið lægri vexti og leiða íslenska fjármálakerfið inn í breyttan heim. Bankar og bankastarfsemi mun taka miklum breytingum á næstu misserum, einkum vegna framþróunar í tækni, við því verður eigandi Landsbankans að vera viðbúinn. Í ljósi þessarar stefnu Miðflokksins hljóta aðrir stjórnmálaflokkar að segja kjósendum frá hugmyndum og stefnu sinna flokka um eignarhald á bönkunum í nánustu framtíð.Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda komandi kosninga er bara einn flokkur búinn að setja fram stefnu um eignarhald á bönkum landsins. Það er yngsti flokkur landsins, Miðflokkurinn, sem kynnti stefnumál sín 15. október sl. Í stefnunni segir að fyrst skuli innleysa Arion banka til ríkisins. Í framhaldinu mun vera farið í það að leysa til ríkisins umfram-eigið fé bankanna þriggja. Það er metið allt að 130 milljarðar sem bankar í dag þurfa jafnframt að ávaxta á markaði. Þess má geta að vogunarsjóðir er reyndu að kaupa Arion banka, en þau kaup voru góðu heilli stöðvuð, gætu greitt kaupverðið fyrir bankann að stærstum hluta með innleysa til sín umfram-eigið fé Arion banka. Það er stefna Miðflokksins að selja Arion banka þannig að íbúar landsins fái afhent þriðjung hlutafjár, almennir fjárfestar geti keypt þriðjung og þriðjungur verði eftir í eigu ríkisins, til að byrja með eða þar til markaður með hlutabréfin hefur þróast. Hver Íslendingur sem er lifandi á tímabilinu frá 1. desember 2018 til 1. desember 2019 eignast eitt hlutabréf í bankanum og þarf viðkomandi að eiga hlutabréfið í þrjú ár. Íslandsbanki verði seldur erlendri fjármálastofnun og mun það skilyrði vera sett að nýr eigandi þarf að eiga bankann að lágmarki í 10 ár. Landsbankinn verður áfram í eigu ríkisins. Landsbankanum verði þó skipt upp í tvær einingar. Önnur eining Landsbankans mun stunda bankaviðskipti eingöngu á netinu. Bankanum verður sett eigendastefna sem mun innifela að hafa lágmarksyfirbyggingu og rekstrarkostnað í nýrri einingu og nýta sér nýjustu þróun og tækni í bankastarfsemi. Nýja einingin í Landsbankanum á að taka litla áhættu en hafa það meginmarkmið að bjóða viðskiptavinum sem best kjör með lágmarksvaxtamun. Það þýðir að Landsbankinn mun aðeins veita svokölluð minni lán, til dæmis lán til einstaklinga vegna húsnæðiskaupa og til smærri fyrirtækja með traust veð. Bankinn mun leiða saman lánveitendur sem sækjast eftir hóflegri en öruggri ávöxtun og lántaka með örugg veð á borð við fasteignir. Þannig mun bankinn geta boðið lægri vexti og leiða íslenska fjármálakerfið inn í breyttan heim. Bankar og bankastarfsemi mun taka miklum breytingum á næstu misserum, einkum vegna framþróunar í tækni, við því verður eigandi Landsbankans að vera viðbúinn. Í ljósi þessarar stefnu Miðflokksins hljóta aðrir stjórnmálaflokkar að segja kjósendum frá hugmyndum og stefnu sinna flokka um eignarhald á bönkunum í nánustu framtíð.Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar