Aron viðurkenndi að hafa gert alvarleg mistök og slapp við tveggja ára bann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2017 11:00 Aron Pálmarsson. Vísir/Getty Aron Pálmarsson er laus úr prísundinni hjá ungverska félaginu Veszprém og getur nú farið að spila handbolta á nýjan leik eftir mjög erfitt haust. Barcelona tilkynnti í morgun að Aron hafði gengið frá fjögurra ára samningi við spænska félagið en Aron hefur hafið æfingar með liðinu. Veszprém segir frá þessu líka á heimasíðu sinni og þar kemur ýmislegt athyglisvert fram í mjög sérstakri grein um málið. Veszprém fer þar yfir gang mála allt frá því að Aron skrópaði á fyrstu æfingu tímabilsins 24. júlí síðastliðinn og ungverska félagið hótaði honum málsókn. Í greininni á heimasíðu Veszprém kemur fram að Aron hefði getað fengið allt að tveggja ára bann vegna þessa máls sem hefðu ekki aðeins verið mjög slæmar fréttir fyrir hann heldur einnig íslenska handknattleik enda er hér á ferðinni besti handboltamaður landsins. Þar segir ennfremur að Mr. David Barrufet Bofill yfirmaður handknattleiksmála hjá Barcelona hafi haft samband við Veszprém um að fá Aron fyrr til liðsins. Það var vitað að íslenski landsliðsmaðurinn var búinn að gera samning við Barcelona frá 1. júlí 2018 en Veszprém ætlaði ekki að láta hann frá sér nema að fá alvöru bætur. Veszprém var heldur ekki tilbúið að fara í samningaviðræður fyrr en að Aron hafi viðurkennt að hann hafi gert þarna mjög alvarleg mistök. Eftir að Aron viðurkenndi það og baðst afsökunar þá fór loksins eitthvað að gerast í málinu samkvæmt fyrrnefndri frétt Veszprém. Veszprém bað ungverska sambandið síðan margoft um að fresta því að taka mál Arons fyrir á meðan samningaviðræður voru í gangi milli Veszprém og Barcelona.Aron Pálmarsson is the latest addition to @FCBhandbol . Great to have you here, Aron! Velkominn!https://t.co/yIxeRtbOVN — FCB Handbol (@FCBhandbol) October 23, 2017 Veszprém segir að peningaupphæðin sem endanlega var samið um væri miklu hærri en sú sem hefur verið skrifað um í fjölmiðlum. Í greininni segir að Aron hafi móðgað bæði stuðningsmenn Veszprém og liðsfélaga gríðarlega með hegðun sinni en því sé þó ekki hægt að neita að hann hafi átt mikinn þátt í velgengni liðsins síðustu ár. Aron vann tvöfalt með Veszprém bæði tímabilin sín í Ungverjalandi en tókst ekki að vinna Meistaradeildina þrátt fyrir að komast á úrslitahelgina bæði árin. Liðið varð í 2. sæti í Meistaradeildinni 2016 og 3. sæti síðasta vor. EM 2018 í handbolta Handbolti Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Sjá meira
Aron Pálmarsson er laus úr prísundinni hjá ungverska félaginu Veszprém og getur nú farið að spila handbolta á nýjan leik eftir mjög erfitt haust. Barcelona tilkynnti í morgun að Aron hafði gengið frá fjögurra ára samningi við spænska félagið en Aron hefur hafið æfingar með liðinu. Veszprém segir frá þessu líka á heimasíðu sinni og þar kemur ýmislegt athyglisvert fram í mjög sérstakri grein um málið. Veszprém fer þar yfir gang mála allt frá því að Aron skrópaði á fyrstu æfingu tímabilsins 24. júlí síðastliðinn og ungverska félagið hótaði honum málsókn. Í greininni á heimasíðu Veszprém kemur fram að Aron hefði getað fengið allt að tveggja ára bann vegna þessa máls sem hefðu ekki aðeins verið mjög slæmar fréttir fyrir hann heldur einnig íslenska handknattleik enda er hér á ferðinni besti handboltamaður landsins. Þar segir ennfremur að Mr. David Barrufet Bofill yfirmaður handknattleiksmála hjá Barcelona hafi haft samband við Veszprém um að fá Aron fyrr til liðsins. Það var vitað að íslenski landsliðsmaðurinn var búinn að gera samning við Barcelona frá 1. júlí 2018 en Veszprém ætlaði ekki að láta hann frá sér nema að fá alvöru bætur. Veszprém var heldur ekki tilbúið að fara í samningaviðræður fyrr en að Aron hafi viðurkennt að hann hafi gert þarna mjög alvarleg mistök. Eftir að Aron viðurkenndi það og baðst afsökunar þá fór loksins eitthvað að gerast í málinu samkvæmt fyrrnefndri frétt Veszprém. Veszprém bað ungverska sambandið síðan margoft um að fresta því að taka mál Arons fyrir á meðan samningaviðræður voru í gangi milli Veszprém og Barcelona.Aron Pálmarsson is the latest addition to @FCBhandbol . Great to have you here, Aron! Velkominn!https://t.co/yIxeRtbOVN — FCB Handbol (@FCBhandbol) October 23, 2017 Veszprém segir að peningaupphæðin sem endanlega var samið um væri miklu hærri en sú sem hefur verið skrifað um í fjölmiðlum. Í greininni segir að Aron hafi móðgað bæði stuðningsmenn Veszprém og liðsfélaga gríðarlega með hegðun sinni en því sé þó ekki hægt að neita að hann hafi átt mikinn þátt í velgengni liðsins síðustu ár. Aron vann tvöfalt með Veszprém bæði tímabilin sín í Ungverjalandi en tókst ekki að vinna Meistaradeildina þrátt fyrir að komast á úrslitahelgina bæði árin. Liðið varð í 2. sæti í Meistaradeildinni 2016 og 3. sæti síðasta vor.
EM 2018 í handbolta Handbolti Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Sjá meira