Viljum við betra Ísland Sigrún Grétarsdóttir skrifar 23. október 2017 10:45 Kæri kjósandi. Enn á ný verður gengið til Alþingiskosninga og þreyta virðist komin í kjósendur. Síðustu tvær ríkisstjórnir hafa sprungið og þjóðin hefur fyllst réttmætri reiði og í kjölfarið hefur traust til stjórnmálamanna og Alþingis minnkað til muna og kjörsókn einnig samhliða. Í aðdraganda kosninga eru gefin mörg falleg fyrirheit um bætta stöðu almennings en litlar verða svo efndirnar, við skulum vera þess minnug þegar í kjörklefann kemur. Það er athyglisvert að kjör þeirra sem standa hvað höllustum fæti hér á landi og bera hvað minnst úr býtum þ.e.a.s aldraðir, öryrkjar auk þeirra sem eru á lágmarkslaunum, hafa verið sett fram í stefnuskrám ýmissa framboðsflokka í kosningabaráttum liðinna ára, þeim til fylgisaukningar með fyrirheitum um bætta stöðu þessara þjóðfélagshópa þótt svo ekki hafi orðið raunin. Það er staðreynd að á okkar ástkæra og ylhýra Íslandi er mikil misskipting auðs sem ratar oft í fréttamiðlana. Gjáin á milli almennings og þeirra sem fara með peninga og völd hefur breikkað sem aldrei fyrr, hér búa svo sannarlega tvær þjóðir, þjóð auðvaldsins og almennings hins vegar. Tíðrætt hefur verið um stöðugleika og góðæri af tveimur síðustu ríkistjórnum en á sama tíma hafa raddir fólksins í landinu orðið háværari um jafnari skiptingu og óskir um betra velferðarkerfi. Ísland er auðugt land þar sem allir ættu að geta lifað mannsæmandi lífi en það vantar pólitískan vilja ráðamanna og þor til að svo megi vera. Stöðugleikaumræðan þjónar auðvaldinu og notuð sem mantra til að ekki skuli ruggað við núverandi ástandi og engra breytinga sé þörf, þó svo sannarlega sé eftir því kallað. Með því að fá nýtt stjórnmálaafl á Alþingi Íslendinga sem er Flokkur fólksins, þá aukast möguleikar á að þar verði hægt að vinna almenningi til heilla. Áherslumál Flokks fólksins til Alþingiskosninga 2017 eru sem hér segir:1. Persónuafsláttur verði hækkaður verulega.2. Komið verði á fót félagslegu kaupleigukerfi og leigumarkaði sem ekki hefur hagnað að leiðarljósi.3. Verðtrygging á neytendalánum og fasteignalánum verði afnumin og vextir lækkaðir, m.a. með því að aftengja leigu og verð húsnæðis frá vísitölumælingu Hagstofu Íslands.4. Afnema ber skerðingar greiðslna milli almannatrygginga og lífeyrissjóða, lífeyrissjóðskerfið verði endurskoðað og frítekjumark afnumið.5. Grunnheilbrigðisþjónustan verði gjaldfrjáls. Ef þú kjósandi góður vilt breytingar og betra Ísland, þar sem allir eiga þess kost á að lifa með reisn þá er nauðsynlegt að nýta dýrmætan kosningarétt og mæta á kjörstað og merkja við XF í kjörklefanum þann 28. október næstkomandi.Höfundur er í 8. sæti í Flokki fólksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Kæri kjósandi. Enn á ný verður gengið til Alþingiskosninga og þreyta virðist komin í kjósendur. Síðustu tvær ríkisstjórnir hafa sprungið og þjóðin hefur fyllst réttmætri reiði og í kjölfarið hefur traust til stjórnmálamanna og Alþingis minnkað til muna og kjörsókn einnig samhliða. Í aðdraganda kosninga eru gefin mörg falleg fyrirheit um bætta stöðu almennings en litlar verða svo efndirnar, við skulum vera þess minnug þegar í kjörklefann kemur. Það er athyglisvert að kjör þeirra sem standa hvað höllustum fæti hér á landi og bera hvað minnst úr býtum þ.e.a.s aldraðir, öryrkjar auk þeirra sem eru á lágmarkslaunum, hafa verið sett fram í stefnuskrám ýmissa framboðsflokka í kosningabaráttum liðinna ára, þeim til fylgisaukningar með fyrirheitum um bætta stöðu þessara þjóðfélagshópa þótt svo ekki hafi orðið raunin. Það er staðreynd að á okkar ástkæra og ylhýra Íslandi er mikil misskipting auðs sem ratar oft í fréttamiðlana. Gjáin á milli almennings og þeirra sem fara með peninga og völd hefur breikkað sem aldrei fyrr, hér búa svo sannarlega tvær þjóðir, þjóð auðvaldsins og almennings hins vegar. Tíðrætt hefur verið um stöðugleika og góðæri af tveimur síðustu ríkistjórnum en á sama tíma hafa raddir fólksins í landinu orðið háværari um jafnari skiptingu og óskir um betra velferðarkerfi. Ísland er auðugt land þar sem allir ættu að geta lifað mannsæmandi lífi en það vantar pólitískan vilja ráðamanna og þor til að svo megi vera. Stöðugleikaumræðan þjónar auðvaldinu og notuð sem mantra til að ekki skuli ruggað við núverandi ástandi og engra breytinga sé þörf, þó svo sannarlega sé eftir því kallað. Með því að fá nýtt stjórnmálaafl á Alþingi Íslendinga sem er Flokkur fólksins, þá aukast möguleikar á að þar verði hægt að vinna almenningi til heilla. Áherslumál Flokks fólksins til Alþingiskosninga 2017 eru sem hér segir:1. Persónuafsláttur verði hækkaður verulega.2. Komið verði á fót félagslegu kaupleigukerfi og leigumarkaði sem ekki hefur hagnað að leiðarljósi.3. Verðtrygging á neytendalánum og fasteignalánum verði afnumin og vextir lækkaðir, m.a. með því að aftengja leigu og verð húsnæðis frá vísitölumælingu Hagstofu Íslands.4. Afnema ber skerðingar greiðslna milli almannatrygginga og lífeyrissjóða, lífeyrissjóðskerfið verði endurskoðað og frítekjumark afnumið.5. Grunnheilbrigðisþjónustan verði gjaldfrjáls. Ef þú kjósandi góður vilt breytingar og betra Ísland, þar sem allir eiga þess kost á að lifa með reisn þá er nauðsynlegt að nýta dýrmætan kosningarétt og mæta á kjörstað og merkja við XF í kjörklefanum þann 28. október næstkomandi.Höfundur er í 8. sæti í Flokki fólksins í Suðurkjördæmi.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun