Við erum saman í þessu stríði Hildur Sverrisdóttir skrifar 23. október 2017 09:30 Í íslenskum stjórnmálum er enginn ágreiningur um að kynferðisbrot, sem flest beinast að konum, eru mjög alvarleg afbrot sem verður að bregðast við af mikilli festu. Það er heldur enginn ágreiningur um, að þótt við meðferð sakamála fyrir dómi séu ekki aðrir aðilar en ákærandinn og sá ákærði, má ekki gleymast að tryggja að hagsmuna brotaþolans sé gætt með eðlilegum hætti. Allir stjórnmálaflokkar á Íslandi vilja að hagsmuna brotaþola sé gætt. Þetta vita allir þeir sem komið hafa nálægt stjórnmálum, bæði stjórnmálamenn, fréttamenn og almennir áhugamenn. Það hefur því verið mjög sérstakt að verða vitni að því undanfarið, að markvisst er reynt að telja fólki trú um að hér gildi eitthvað annað um Sjálfstæðisflokkinn en aðra flokka. Að hann annað hvort telji kynferðisbrot léttvæg eða hafi af einhverjum ástæðum minni samúð með þolendum en aðrir. Þetta er fjarri sanni. Reyndar vill svo til að flestar mikilvægustu lagabætur á þessu sviði í mörg undanfarin ár hafa verið bornar fram af dómsmálaráðherrum Sjálfstæðisflokksins.Bætur til þolenda Afar lengi var staðan sú að brotaþoli, sem vildi fá bætur frá hinum brotlega, varð sjálfur að innheimta þær, eins skemmtileg og sú tilhugsun er. Margir brotamenn voru aldrei borgunarmenn fyrir bótunum og hjá öðrum tókst ekki að innheimta neitt fyrr en eftir fjárnám og gjaldþrot. Margir brotaþolar ákváðu skiljanlega að hætta að hugsa um bætur, frekar en að standa í slíkum samskiptum við brotamanninn. Þessu var breytt með afgerandi hætti með gildistöku laga nr. 69/1995. Þar var sett sú regla að ríkissjóður greiddi brotaþolum þær bætur sem dæmdar yrðu og ætti svo endurkröfu á brotamanninn. Lögin voru sett í tíð 1. ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar og var frumvarpið að lögunum borið fram af dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, Þorsteini Pálssyni.Réttargæslumaður og fleira Með lögum nr. 36/1999 voru gerðar veigamiklar breytingar á lögum um meðferð sakamála. Frumvarp til laganna var borið fram af dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins og meginmarkmið þess var að styrkja réttarstöðu brotaþola, ekki síst í kynferðisbrotamálum. Í lögunum var til dæmis ákveðið að brotaþolar fengju sérstakan réttargæslumann á kostnað ríkissjóðs og veitt heimild til þess að hinum ákærða yrði vísað úr dómsal þegar brotaþoli bæri vitni. Ekki þarf að hafa mörg orð um hversu íþyngjandi það gat verið fyrir brotaþola að bera vitni að ákærða viðstöddum. Frá samþykkt laganna hefur ríkissjóður greitt verulegar fjárhæðir í laun til réttargæslumanna brotaþola.Nálgunarbann og þyngri refsingar Með lögum nr. 94/2000 var lögfest nýtt úrræði, nálgunarbann, til að vernda þá sem orðið hefðu fyrir ofsóknum og ógnunum. Í banninu felst að sá sem því sætir má ekki koma á tiltekinn stað eða svæði eða ónáða með öðrum hætti þann sem verndaður er af banninu. Frumvarpið að lögunum var borið fram af dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, Sólveigu Pétursdóttur.Endurskoðun kynferðisbrotakafla hegningarlaganna Með lögum nr. 61/2007 voru gerðar veigamiklar breytingar á kynferðisbrotakafla hegningarlaga. Hugtakið nauðgun var rýmkað verulega, lögfest voru ýmis ákvæði sem þyngja skyldu refsingar, lögfest var almennt ákvæði um refsiábyrgð við kynferðislegri áreitni, refsiramminn við kynferðisbrotum gegn börnum var þyngdur verulega og varð nú 16 ára fangelsi, fyrningarfrestur brota afnuminn í þeim tilvikum ef brotið er gegn börnum og þannig mætti lengi telja. Frumvarpið að lögunum var borið fram af dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, Birni Bjarnasyni.Enginn pólitískur ágreiningur Þótt flestar mikilvægustu lagabreytingarnar til þess að bregðast við alvarleika kynferðisbrota og bæta réttarstöðu brotaþola hafi verið bornar fram af dómsmálaráðherrum Sjálfstæðisflokksins þýðir það ekki að öðrum flokkum finnist kynferðisbrot ekki alvarleg eða að þeir vilji ekki bæta hag brotaþola. Mjög margir þingmenn úr öðrum flokkum hafa einnig beitt sér í þessum málum af einlægni og góðum hug. Að öðrum ólöstuðum má sérstaklega nefna Ögmund Jónasson sem beitti sér á margan hátt í ráðherratíð sinni í þágu brotaþola. Þeir eiga allir þakkir skildar. Þær lagabreytingar, sem hér hafa verið nefndar, voru allar gerðar í þeim tilgangi að bregðast við alvarleika brota eða styrkja stöðu brotaþola á annan hátt. Auðvitað má fara margar leiðir að þeim markmiðum og reynslan verður að skera úr um hvað reynist best. Það breytir ekki því að allir flokkar telja kynferðisbrot mjög alvarleg og bera hag brotaþola fyrir brjósti, Sjálfstæðisflokkurinn alls ekki síður en aðrir. Í þeim efnum ættu flestir að forðast að efna til metings eða reyna að slá sig til riddara umfram aðra. Mest um vert er að allar þessar lagabætur eru sigur fyrir okkur öll.Höfundur er þingmaður og skipar 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Kosningar 2017 Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Í íslenskum stjórnmálum er enginn ágreiningur um að kynferðisbrot, sem flest beinast að konum, eru mjög alvarleg afbrot sem verður að bregðast við af mikilli festu. Það er heldur enginn ágreiningur um, að þótt við meðferð sakamála fyrir dómi séu ekki aðrir aðilar en ákærandinn og sá ákærði, má ekki gleymast að tryggja að hagsmuna brotaþolans sé gætt með eðlilegum hætti. Allir stjórnmálaflokkar á Íslandi vilja að hagsmuna brotaþola sé gætt. Þetta vita allir þeir sem komið hafa nálægt stjórnmálum, bæði stjórnmálamenn, fréttamenn og almennir áhugamenn. Það hefur því verið mjög sérstakt að verða vitni að því undanfarið, að markvisst er reynt að telja fólki trú um að hér gildi eitthvað annað um Sjálfstæðisflokkinn en aðra flokka. Að hann annað hvort telji kynferðisbrot léttvæg eða hafi af einhverjum ástæðum minni samúð með þolendum en aðrir. Þetta er fjarri sanni. Reyndar vill svo til að flestar mikilvægustu lagabætur á þessu sviði í mörg undanfarin ár hafa verið bornar fram af dómsmálaráðherrum Sjálfstæðisflokksins.Bætur til þolenda Afar lengi var staðan sú að brotaþoli, sem vildi fá bætur frá hinum brotlega, varð sjálfur að innheimta þær, eins skemmtileg og sú tilhugsun er. Margir brotamenn voru aldrei borgunarmenn fyrir bótunum og hjá öðrum tókst ekki að innheimta neitt fyrr en eftir fjárnám og gjaldþrot. Margir brotaþolar ákváðu skiljanlega að hætta að hugsa um bætur, frekar en að standa í slíkum samskiptum við brotamanninn. Þessu var breytt með afgerandi hætti með gildistöku laga nr. 69/1995. Þar var sett sú regla að ríkissjóður greiddi brotaþolum þær bætur sem dæmdar yrðu og ætti svo endurkröfu á brotamanninn. Lögin voru sett í tíð 1. ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar og var frumvarpið að lögunum borið fram af dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, Þorsteini Pálssyni.Réttargæslumaður og fleira Með lögum nr. 36/1999 voru gerðar veigamiklar breytingar á lögum um meðferð sakamála. Frumvarp til laganna var borið fram af dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins og meginmarkmið þess var að styrkja réttarstöðu brotaþola, ekki síst í kynferðisbrotamálum. Í lögunum var til dæmis ákveðið að brotaþolar fengju sérstakan réttargæslumann á kostnað ríkissjóðs og veitt heimild til þess að hinum ákærða yrði vísað úr dómsal þegar brotaþoli bæri vitni. Ekki þarf að hafa mörg orð um hversu íþyngjandi það gat verið fyrir brotaþola að bera vitni að ákærða viðstöddum. Frá samþykkt laganna hefur ríkissjóður greitt verulegar fjárhæðir í laun til réttargæslumanna brotaþola.Nálgunarbann og þyngri refsingar Með lögum nr. 94/2000 var lögfest nýtt úrræði, nálgunarbann, til að vernda þá sem orðið hefðu fyrir ofsóknum og ógnunum. Í banninu felst að sá sem því sætir má ekki koma á tiltekinn stað eða svæði eða ónáða með öðrum hætti þann sem verndaður er af banninu. Frumvarpið að lögunum var borið fram af dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, Sólveigu Pétursdóttur.Endurskoðun kynferðisbrotakafla hegningarlaganna Með lögum nr. 61/2007 voru gerðar veigamiklar breytingar á kynferðisbrotakafla hegningarlaga. Hugtakið nauðgun var rýmkað verulega, lögfest voru ýmis ákvæði sem þyngja skyldu refsingar, lögfest var almennt ákvæði um refsiábyrgð við kynferðislegri áreitni, refsiramminn við kynferðisbrotum gegn börnum var þyngdur verulega og varð nú 16 ára fangelsi, fyrningarfrestur brota afnuminn í þeim tilvikum ef brotið er gegn börnum og þannig mætti lengi telja. Frumvarpið að lögunum var borið fram af dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, Birni Bjarnasyni.Enginn pólitískur ágreiningur Þótt flestar mikilvægustu lagabreytingarnar til þess að bregðast við alvarleika kynferðisbrota og bæta réttarstöðu brotaþola hafi verið bornar fram af dómsmálaráðherrum Sjálfstæðisflokksins þýðir það ekki að öðrum flokkum finnist kynferðisbrot ekki alvarleg eða að þeir vilji ekki bæta hag brotaþola. Mjög margir þingmenn úr öðrum flokkum hafa einnig beitt sér í þessum málum af einlægni og góðum hug. Að öðrum ólöstuðum má sérstaklega nefna Ögmund Jónasson sem beitti sér á margan hátt í ráðherratíð sinni í þágu brotaþola. Þeir eiga allir þakkir skildar. Þær lagabreytingar, sem hér hafa verið nefndar, voru allar gerðar í þeim tilgangi að bregðast við alvarleika brota eða styrkja stöðu brotaþola á annan hátt. Auðvitað má fara margar leiðir að þeim markmiðum og reynslan verður að skera úr um hvað reynist best. Það breytir ekki því að allir flokkar telja kynferðisbrot mjög alvarleg og bera hag brotaþola fyrir brjósti, Sjálfstæðisflokkurinn alls ekki síður en aðrir. Í þeim efnum ættu flestir að forðast að efna til metings eða reyna að slá sig til riddara umfram aðra. Mest um vert er að allar þessar lagabætur eru sigur fyrir okkur öll.Höfundur er þingmaður og skipar 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun