Við erum saman í þessu stríði Hildur Sverrisdóttir skrifar 23. október 2017 09:30 Í íslenskum stjórnmálum er enginn ágreiningur um að kynferðisbrot, sem flest beinast að konum, eru mjög alvarleg afbrot sem verður að bregðast við af mikilli festu. Það er heldur enginn ágreiningur um, að þótt við meðferð sakamála fyrir dómi séu ekki aðrir aðilar en ákærandinn og sá ákærði, má ekki gleymast að tryggja að hagsmuna brotaþolans sé gætt með eðlilegum hætti. Allir stjórnmálaflokkar á Íslandi vilja að hagsmuna brotaþola sé gætt. Þetta vita allir þeir sem komið hafa nálægt stjórnmálum, bæði stjórnmálamenn, fréttamenn og almennir áhugamenn. Það hefur því verið mjög sérstakt að verða vitni að því undanfarið, að markvisst er reynt að telja fólki trú um að hér gildi eitthvað annað um Sjálfstæðisflokkinn en aðra flokka. Að hann annað hvort telji kynferðisbrot léttvæg eða hafi af einhverjum ástæðum minni samúð með þolendum en aðrir. Þetta er fjarri sanni. Reyndar vill svo til að flestar mikilvægustu lagabætur á þessu sviði í mörg undanfarin ár hafa verið bornar fram af dómsmálaráðherrum Sjálfstæðisflokksins.Bætur til þolenda Afar lengi var staðan sú að brotaþoli, sem vildi fá bætur frá hinum brotlega, varð sjálfur að innheimta þær, eins skemmtileg og sú tilhugsun er. Margir brotamenn voru aldrei borgunarmenn fyrir bótunum og hjá öðrum tókst ekki að innheimta neitt fyrr en eftir fjárnám og gjaldþrot. Margir brotaþolar ákváðu skiljanlega að hætta að hugsa um bætur, frekar en að standa í slíkum samskiptum við brotamanninn. Þessu var breytt með afgerandi hætti með gildistöku laga nr. 69/1995. Þar var sett sú regla að ríkissjóður greiddi brotaþolum þær bætur sem dæmdar yrðu og ætti svo endurkröfu á brotamanninn. Lögin voru sett í tíð 1. ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar og var frumvarpið að lögunum borið fram af dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, Þorsteini Pálssyni.Réttargæslumaður og fleira Með lögum nr. 36/1999 voru gerðar veigamiklar breytingar á lögum um meðferð sakamála. Frumvarp til laganna var borið fram af dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins og meginmarkmið þess var að styrkja réttarstöðu brotaþola, ekki síst í kynferðisbrotamálum. Í lögunum var til dæmis ákveðið að brotaþolar fengju sérstakan réttargæslumann á kostnað ríkissjóðs og veitt heimild til þess að hinum ákærða yrði vísað úr dómsal þegar brotaþoli bæri vitni. Ekki þarf að hafa mörg orð um hversu íþyngjandi það gat verið fyrir brotaþola að bera vitni að ákærða viðstöddum. Frá samþykkt laganna hefur ríkissjóður greitt verulegar fjárhæðir í laun til réttargæslumanna brotaþola.Nálgunarbann og þyngri refsingar Með lögum nr. 94/2000 var lögfest nýtt úrræði, nálgunarbann, til að vernda þá sem orðið hefðu fyrir ofsóknum og ógnunum. Í banninu felst að sá sem því sætir má ekki koma á tiltekinn stað eða svæði eða ónáða með öðrum hætti þann sem verndaður er af banninu. Frumvarpið að lögunum var borið fram af dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, Sólveigu Pétursdóttur.Endurskoðun kynferðisbrotakafla hegningarlaganna Með lögum nr. 61/2007 voru gerðar veigamiklar breytingar á kynferðisbrotakafla hegningarlaga. Hugtakið nauðgun var rýmkað verulega, lögfest voru ýmis ákvæði sem þyngja skyldu refsingar, lögfest var almennt ákvæði um refsiábyrgð við kynferðislegri áreitni, refsiramminn við kynferðisbrotum gegn börnum var þyngdur verulega og varð nú 16 ára fangelsi, fyrningarfrestur brota afnuminn í þeim tilvikum ef brotið er gegn börnum og þannig mætti lengi telja. Frumvarpið að lögunum var borið fram af dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, Birni Bjarnasyni.Enginn pólitískur ágreiningur Þótt flestar mikilvægustu lagabreytingarnar til þess að bregðast við alvarleika kynferðisbrota og bæta réttarstöðu brotaþola hafi verið bornar fram af dómsmálaráðherrum Sjálfstæðisflokksins þýðir það ekki að öðrum flokkum finnist kynferðisbrot ekki alvarleg eða að þeir vilji ekki bæta hag brotaþola. Mjög margir þingmenn úr öðrum flokkum hafa einnig beitt sér í þessum málum af einlægni og góðum hug. Að öðrum ólöstuðum má sérstaklega nefna Ögmund Jónasson sem beitti sér á margan hátt í ráðherratíð sinni í þágu brotaþola. Þeir eiga allir þakkir skildar. Þær lagabreytingar, sem hér hafa verið nefndar, voru allar gerðar í þeim tilgangi að bregðast við alvarleika brota eða styrkja stöðu brotaþola á annan hátt. Auðvitað má fara margar leiðir að þeim markmiðum og reynslan verður að skera úr um hvað reynist best. Það breytir ekki því að allir flokkar telja kynferðisbrot mjög alvarleg og bera hag brotaþola fyrir brjósti, Sjálfstæðisflokkurinn alls ekki síður en aðrir. Í þeim efnum ættu flestir að forðast að efna til metings eða reyna að slá sig til riddara umfram aðra. Mest um vert er að allar þessar lagabætur eru sigur fyrir okkur öll.Höfundur er þingmaður og skipar 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Kosningar 2017 Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Í íslenskum stjórnmálum er enginn ágreiningur um að kynferðisbrot, sem flest beinast að konum, eru mjög alvarleg afbrot sem verður að bregðast við af mikilli festu. Það er heldur enginn ágreiningur um, að þótt við meðferð sakamála fyrir dómi séu ekki aðrir aðilar en ákærandinn og sá ákærði, má ekki gleymast að tryggja að hagsmuna brotaþolans sé gætt með eðlilegum hætti. Allir stjórnmálaflokkar á Íslandi vilja að hagsmuna brotaþola sé gætt. Þetta vita allir þeir sem komið hafa nálægt stjórnmálum, bæði stjórnmálamenn, fréttamenn og almennir áhugamenn. Það hefur því verið mjög sérstakt að verða vitni að því undanfarið, að markvisst er reynt að telja fólki trú um að hér gildi eitthvað annað um Sjálfstæðisflokkinn en aðra flokka. Að hann annað hvort telji kynferðisbrot léttvæg eða hafi af einhverjum ástæðum minni samúð með þolendum en aðrir. Þetta er fjarri sanni. Reyndar vill svo til að flestar mikilvægustu lagabætur á þessu sviði í mörg undanfarin ár hafa verið bornar fram af dómsmálaráðherrum Sjálfstæðisflokksins.Bætur til þolenda Afar lengi var staðan sú að brotaþoli, sem vildi fá bætur frá hinum brotlega, varð sjálfur að innheimta þær, eins skemmtileg og sú tilhugsun er. Margir brotamenn voru aldrei borgunarmenn fyrir bótunum og hjá öðrum tókst ekki að innheimta neitt fyrr en eftir fjárnám og gjaldþrot. Margir brotaþolar ákváðu skiljanlega að hætta að hugsa um bætur, frekar en að standa í slíkum samskiptum við brotamanninn. Þessu var breytt með afgerandi hætti með gildistöku laga nr. 69/1995. Þar var sett sú regla að ríkissjóður greiddi brotaþolum þær bætur sem dæmdar yrðu og ætti svo endurkröfu á brotamanninn. Lögin voru sett í tíð 1. ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar og var frumvarpið að lögunum borið fram af dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, Þorsteini Pálssyni.Réttargæslumaður og fleira Með lögum nr. 36/1999 voru gerðar veigamiklar breytingar á lögum um meðferð sakamála. Frumvarp til laganna var borið fram af dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins og meginmarkmið þess var að styrkja réttarstöðu brotaþola, ekki síst í kynferðisbrotamálum. Í lögunum var til dæmis ákveðið að brotaþolar fengju sérstakan réttargæslumann á kostnað ríkissjóðs og veitt heimild til þess að hinum ákærða yrði vísað úr dómsal þegar brotaþoli bæri vitni. Ekki þarf að hafa mörg orð um hversu íþyngjandi það gat verið fyrir brotaþola að bera vitni að ákærða viðstöddum. Frá samþykkt laganna hefur ríkissjóður greitt verulegar fjárhæðir í laun til réttargæslumanna brotaþola.Nálgunarbann og þyngri refsingar Með lögum nr. 94/2000 var lögfest nýtt úrræði, nálgunarbann, til að vernda þá sem orðið hefðu fyrir ofsóknum og ógnunum. Í banninu felst að sá sem því sætir má ekki koma á tiltekinn stað eða svæði eða ónáða með öðrum hætti þann sem verndaður er af banninu. Frumvarpið að lögunum var borið fram af dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, Sólveigu Pétursdóttur.Endurskoðun kynferðisbrotakafla hegningarlaganna Með lögum nr. 61/2007 voru gerðar veigamiklar breytingar á kynferðisbrotakafla hegningarlaga. Hugtakið nauðgun var rýmkað verulega, lögfest voru ýmis ákvæði sem þyngja skyldu refsingar, lögfest var almennt ákvæði um refsiábyrgð við kynferðislegri áreitni, refsiramminn við kynferðisbrotum gegn börnum var þyngdur verulega og varð nú 16 ára fangelsi, fyrningarfrestur brota afnuminn í þeim tilvikum ef brotið er gegn börnum og þannig mætti lengi telja. Frumvarpið að lögunum var borið fram af dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, Birni Bjarnasyni.Enginn pólitískur ágreiningur Þótt flestar mikilvægustu lagabreytingarnar til þess að bregðast við alvarleika kynferðisbrota og bæta réttarstöðu brotaþola hafi verið bornar fram af dómsmálaráðherrum Sjálfstæðisflokksins þýðir það ekki að öðrum flokkum finnist kynferðisbrot ekki alvarleg eða að þeir vilji ekki bæta hag brotaþola. Mjög margir þingmenn úr öðrum flokkum hafa einnig beitt sér í þessum málum af einlægni og góðum hug. Að öðrum ólöstuðum má sérstaklega nefna Ögmund Jónasson sem beitti sér á margan hátt í ráðherratíð sinni í þágu brotaþola. Þeir eiga allir þakkir skildar. Þær lagabreytingar, sem hér hafa verið nefndar, voru allar gerðar í þeim tilgangi að bregðast við alvarleika brota eða styrkja stöðu brotaþola á annan hátt. Auðvitað má fara margar leiðir að þeim markmiðum og reynslan verður að skera úr um hvað reynist best. Það breytir ekki því að allir flokkar telja kynferðisbrot mjög alvarleg og bera hag brotaþola fyrir brjósti, Sjálfstæðisflokkurinn alls ekki síður en aðrir. Í þeim efnum ættu flestir að forðast að efna til metings eða reyna að slá sig til riddara umfram aðra. Mest um vert er að allar þessar lagabætur eru sigur fyrir okkur öll.Höfundur er þingmaður og skipar 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun