NBA: OKC tapaði aftur og nú á flautukörfu rétt innan miðju | Sjáið sigurkörfuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2017 07:30 Andrew Wiggins var hetja Minnesota Timberwolves í nótt. Vísir/Getty Oklahoma City Thunder liðið byrjar ekki nógu vel með nýju stjörnuleikmennina sína en liðið tapaði sínum öðrum leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Lakers er líka með tvö töp í fyrstu þremur leikjum sínum. Andrew Wiggins var hetja Minnesota Timberwolves í 115-113 útisigri á Oklahoma City Thunder þegar hann skoraði sigurkörfuna um leið og tíminn rann út. Wiggins skoraði þá þriggja stiga körfu rétt innan miðju, spjaldið ofaní og OKC-liðið varð að sætta sig við annan tapleikinn í röð. Carmelo Anthony hafði komið Oklahoma City Thunder einu stigi yfir með þriggja stiga körfu þegar 5,1 sekúndur voru eftir og var því nálægt því að tryggja sinu nýja liði sigurinn. Oklahoma City Thunder vann sig inn í leikinn á ný í lokaleikhlutanum eftir að hafa verið þrettán stigum undir fyrir hann, 88-75. Andrew Wiggins var með 27 stig fyrir Minnesota Timberwolves í leiknum og Karl-Anthony Towns skoraði 27 stig og tók 12 fráköst að auki. Russell Westbrook var stigahæstur hjá Oklahoma City með 31 stig auk þess að gefa 10 stoðsendingar og taka 5 fráköst. Carmelo Anthony skoraði 23 stig, Steven Adams var með 17 stig og 13 fráköst og Paul George var með 14 stig og 8 stoðsendingar.Anthony Davis skoraði 27 stig og 17 fráköst í fyrsta sigri New Orleans Pelicans á tímabilinu en liðið vann þá 119-112 útisigur á Los Angeles Lakers. DeMarcus Cousins bætti við 22 stigum, 11 fráköstum og 8 stoðsendingum. Nýliðinn Lonzo Ball gaf 13 stoðsendingar á félaga sína í Lakers-liðinu en klikkaði aftur á móti á 10 af 13 skotum sínum og endaði bara með 8 stig auk 8 frákasta. Jordan Clarkson kom með 24 stig inn af bekknum.Allen Crabbe var með 20 stig þegar Brooklyn Nets vann 116-104 á Atlanta Hawks. DeMarre Carroll bætti við 17 stigum og þeir Caris LeVert og D'Angelo Russell skoruðu báðir 16 stig fyrir Nets-liðið sem hefur unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum. Marco Belinelli var stighæstur hjá Atlanta með 19 stig en þetta var annar tapleikur liðsins. í röð. Atlanta tapaði ekki bara leiknum heldur meiddist þýski leikstjórnandinn Dennis Schroeder líka á ökkla og þurfti hjálp til að komast af velli.Úrslitin úr NBA-deildinni í nótt: Brooklyn Nets - Atlanta Hawks 116-104 Oklahoma City Thunder - Minnesota Timberwolves 113-115 Los Angeles Lakers - New Orleans Pelicans 112-119 NBA Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Sjá meira
Oklahoma City Thunder liðið byrjar ekki nógu vel með nýju stjörnuleikmennina sína en liðið tapaði sínum öðrum leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Lakers er líka með tvö töp í fyrstu þremur leikjum sínum. Andrew Wiggins var hetja Minnesota Timberwolves í 115-113 útisigri á Oklahoma City Thunder þegar hann skoraði sigurkörfuna um leið og tíminn rann út. Wiggins skoraði þá þriggja stiga körfu rétt innan miðju, spjaldið ofaní og OKC-liðið varð að sætta sig við annan tapleikinn í röð. Carmelo Anthony hafði komið Oklahoma City Thunder einu stigi yfir með þriggja stiga körfu þegar 5,1 sekúndur voru eftir og var því nálægt því að tryggja sinu nýja liði sigurinn. Oklahoma City Thunder vann sig inn í leikinn á ný í lokaleikhlutanum eftir að hafa verið þrettán stigum undir fyrir hann, 88-75. Andrew Wiggins var með 27 stig fyrir Minnesota Timberwolves í leiknum og Karl-Anthony Towns skoraði 27 stig og tók 12 fráköst að auki. Russell Westbrook var stigahæstur hjá Oklahoma City með 31 stig auk þess að gefa 10 stoðsendingar og taka 5 fráköst. Carmelo Anthony skoraði 23 stig, Steven Adams var með 17 stig og 13 fráköst og Paul George var með 14 stig og 8 stoðsendingar.Anthony Davis skoraði 27 stig og 17 fráköst í fyrsta sigri New Orleans Pelicans á tímabilinu en liðið vann þá 119-112 útisigur á Los Angeles Lakers. DeMarcus Cousins bætti við 22 stigum, 11 fráköstum og 8 stoðsendingum. Nýliðinn Lonzo Ball gaf 13 stoðsendingar á félaga sína í Lakers-liðinu en klikkaði aftur á móti á 10 af 13 skotum sínum og endaði bara með 8 stig auk 8 frákasta. Jordan Clarkson kom með 24 stig inn af bekknum.Allen Crabbe var með 20 stig þegar Brooklyn Nets vann 116-104 á Atlanta Hawks. DeMarre Carroll bætti við 17 stigum og þeir Caris LeVert og D'Angelo Russell skoruðu báðir 16 stig fyrir Nets-liðið sem hefur unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum. Marco Belinelli var stighæstur hjá Atlanta með 19 stig en þetta var annar tapleikur liðsins. í röð. Atlanta tapaði ekki bara leiknum heldur meiddist þýski leikstjórnandinn Dennis Schroeder líka á ökkla og þurfti hjálp til að komast af velli.Úrslitin úr NBA-deildinni í nótt: Brooklyn Nets - Atlanta Hawks 116-104 Oklahoma City Thunder - Minnesota Timberwolves 113-115 Los Angeles Lakers - New Orleans Pelicans 112-119
NBA Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Sjá meira