Eldur við hjúkrunarheimili og hópslagsmál Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. október 2017 06:19 Verkefni lögreglunnar voru fjölbreytt í nótt. Vísir/Eyþór Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt. Þurfti hún meðal annars að bregðast við ábendingu um hópslagsmál fyrir utan bar í Kópavogi um klukkan 20 í gærkvöldi. Þegar lögreglumenn mættu á vettvang voru slagsmálin yfirstaðin og ólátabelgirnir, sem jafnt voru íslenskir sem útlenskir, vildu engin eftirmál af látunum. Voru þeir því allir látnir lausir að loknu spjalli við laganna verði. Um svipað leyti réðst „ölvuð og æst kona,“ sem var gestkomandi í heimahúsi, á vinkonu sína - húsráðandann. Konan var handtekinn og vistuð í fangageymslu þar sem hún hefur fengið að sofa úr sér í nótt. Verður rætt við hana þegar ástand leyfir. Skömmu eftir miðnætti var tilkynnt um 17 ára gamlan dreng sem hafði tekið „brjálæðiskast“ á heimili sínu. Hafði hann skemmt mikið af innanstokksmunum þegar lögreglumenn mættu á vettvang. Hann var þó á bak og burt og verður málið rannsakað frekar að sögn lögreglunnar. Þá var tilkynnt um reyk frá hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi á öðrum tímanum í nótt. Eldurinn kom upp í ruslagámi sem staðsettur var við þakskýli hjúkrunarheimilisins. „Eldtungur voru farnar að teygja sig í þakskýlið en slökkviliðinu gekk vel að ráða niðurlögum eldsins“ segir í lýsingu lögreglunnar. Nokkur reykur fór inn á fyrstu hæð hjúkrunarheimilisins, aðallega í eldhús og nærliggjandi herbergi og sá slökkvilið um að reykræsta. Að sögn lögreglunnar var ekki talin þörf á að rýma hjúkrunarheimilið. Málið er nú til rannsóknar. Lögreglumál Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt. Þurfti hún meðal annars að bregðast við ábendingu um hópslagsmál fyrir utan bar í Kópavogi um klukkan 20 í gærkvöldi. Þegar lögreglumenn mættu á vettvang voru slagsmálin yfirstaðin og ólátabelgirnir, sem jafnt voru íslenskir sem útlenskir, vildu engin eftirmál af látunum. Voru þeir því allir látnir lausir að loknu spjalli við laganna verði. Um svipað leyti réðst „ölvuð og æst kona,“ sem var gestkomandi í heimahúsi, á vinkonu sína - húsráðandann. Konan var handtekinn og vistuð í fangageymslu þar sem hún hefur fengið að sofa úr sér í nótt. Verður rætt við hana þegar ástand leyfir. Skömmu eftir miðnætti var tilkynnt um 17 ára gamlan dreng sem hafði tekið „brjálæðiskast“ á heimili sínu. Hafði hann skemmt mikið af innanstokksmunum þegar lögreglumenn mættu á vettvang. Hann var þó á bak og burt og verður málið rannsakað frekar að sögn lögreglunnar. Þá var tilkynnt um reyk frá hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi á öðrum tímanum í nótt. Eldurinn kom upp í ruslagámi sem staðsettur var við þakskýli hjúkrunarheimilisins. „Eldtungur voru farnar að teygja sig í þakskýlið en slökkviliðinu gekk vel að ráða niðurlögum eldsins“ segir í lýsingu lögreglunnar. Nokkur reykur fór inn á fyrstu hæð hjúkrunarheimilisins, aðallega í eldhús og nærliggjandi herbergi og sá slökkvilið um að reykræsta. Að sögn lögreglunnar var ekki talin þörf á að rýma hjúkrunarheimilið. Málið er nú til rannsóknar.
Lögreglumál Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira