Gerum betur fyrir fólkið í landinu Katrín Jakobsdóttir skrifar 23. október 2017 07:00 Í kosningunum á laugardaginn er tækifæri til að kjósa öðruvísi forystu fyrir Ísland. Forystu sem leggur sig fram um að gera betur og skapa samstöðu um langtímasýn fyrir fólkið í landinu þannig að hægt sé að skapa pólitískan stöðugleika og ráðast í nauðsynlega uppbyggingu samfélagslegra innviða. Við Vinstri græn höfum farið og hitt kjósendur fyrir þessar kosningar. Það er kallað eftir því að sú efnahagslega hagsæld sem við búum við skili sér betur til fólksins í landinu. Að við vanrækjum ekki innviðina en setjum okkur áætlun um hvernig á að byggja upp til framtíðar. Í þeim efnum er okkar sýn skýr. Við viljum ábyrga stjórn efnahagsmála og styrkja tekjugrunn ríkisins, m.a. með auknum arðgreiðslum, bættu skattaeftirliti og tryggja það að arðurinn af sameiginlegum auðlindum skili sér með sanngjörnum hætti til fólksins í landinu. Við viljum eiga víðtækt samráð um skattkerfið í stað þess að ráðast í skammlífar breytingar í bullandi ósætti. Um leið er það ábyrg stefna að ráðast í uppbyggingu á mikilvægum almannagæðum. Við höfum efni á betri vegum sem eru nauðsynlegir innviðir bæði fyrir fólkið í landinu og stærstu útflutningsgrein landsins, ferðaþjónustuna. Við viljum forgangsraða fjármagni til opinbera heilbrigðiskerfisins og tryggja að lykilstofnanir eins og Landspítalinn geti staðið undir hlutverki sínu. Við viljum leggja áherslu á menntun sem er undirstaða hagsældar og velferðar til framtíðar. Við tökum undir kröfu eldri borgara um að hækka frítekjumark vegna atvinnutekna strax í 109 þúsund krónur og viljum vinna með öryrkjum að því að draga úr skerðingum og bæta kjör þeirra. Við viljum lengja fæðingarorlof í áföngum í 12 mánuði og styðja við ungt fólk sem er að koma sér þaki yfir höfuðið. Við viljum ráðast í aðgerðir strax í loftslagsmálum og bæta réttarstöðu brotaþola kynferðisbrota samhliða aukinni fræðslu og forvörnum í þeim efnum. Við viljum tryggja starfsumhverfi og frelsi óháðra fjölmiðla. Með skynsamlegri forgangsröðun fjármuna er hægt að ráðast í uppbyggingu sem skilar sér til fólksins í landinu. Með breyttum stjórnmálum er hægt að tryggja samstöðu um þá uppbyggingu.Höfundur er þingmaður og formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Kosningar 2017 Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í kosningunum á laugardaginn er tækifæri til að kjósa öðruvísi forystu fyrir Ísland. Forystu sem leggur sig fram um að gera betur og skapa samstöðu um langtímasýn fyrir fólkið í landinu þannig að hægt sé að skapa pólitískan stöðugleika og ráðast í nauðsynlega uppbyggingu samfélagslegra innviða. Við Vinstri græn höfum farið og hitt kjósendur fyrir þessar kosningar. Það er kallað eftir því að sú efnahagslega hagsæld sem við búum við skili sér betur til fólksins í landinu. Að við vanrækjum ekki innviðina en setjum okkur áætlun um hvernig á að byggja upp til framtíðar. Í þeim efnum er okkar sýn skýr. Við viljum ábyrga stjórn efnahagsmála og styrkja tekjugrunn ríkisins, m.a. með auknum arðgreiðslum, bættu skattaeftirliti og tryggja það að arðurinn af sameiginlegum auðlindum skili sér með sanngjörnum hætti til fólksins í landinu. Við viljum eiga víðtækt samráð um skattkerfið í stað þess að ráðast í skammlífar breytingar í bullandi ósætti. Um leið er það ábyrg stefna að ráðast í uppbyggingu á mikilvægum almannagæðum. Við höfum efni á betri vegum sem eru nauðsynlegir innviðir bæði fyrir fólkið í landinu og stærstu útflutningsgrein landsins, ferðaþjónustuna. Við viljum forgangsraða fjármagni til opinbera heilbrigðiskerfisins og tryggja að lykilstofnanir eins og Landspítalinn geti staðið undir hlutverki sínu. Við viljum leggja áherslu á menntun sem er undirstaða hagsældar og velferðar til framtíðar. Við tökum undir kröfu eldri borgara um að hækka frítekjumark vegna atvinnutekna strax í 109 þúsund krónur og viljum vinna með öryrkjum að því að draga úr skerðingum og bæta kjör þeirra. Við viljum lengja fæðingarorlof í áföngum í 12 mánuði og styðja við ungt fólk sem er að koma sér þaki yfir höfuðið. Við viljum ráðast í aðgerðir strax í loftslagsmálum og bæta réttarstöðu brotaþola kynferðisbrota samhliða aukinni fræðslu og forvörnum í þeim efnum. Við viljum tryggja starfsumhverfi og frelsi óháðra fjölmiðla. Með skynsamlegri forgangsröðun fjármuna er hægt að ráðast í uppbyggingu sem skilar sér til fólksins í landinu. Með breyttum stjórnmálum er hægt að tryggja samstöðu um þá uppbyggingu.Höfundur er þingmaður og formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun