Ungt fólk þarf Bjarta framtíð Nichole Leigh Mosty skrifar 20. október 2017 15:42 Síðan Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamtarfinu hef ég lagt mikla áherslu á að hlusta á það hverju landsmenn kalla eftir. Einhvern veginn virðast stjórnmálamenn almennt renna í sama farið og telja sig þess umkomna að skilgreina þarfir annarra. Við keppumst við að móta draumsýn sem við reynum að selja fólki í kosningum þar sem sumt af henni hefur verið mótað af samfélaginu, sumt er floksstefna og sumt er hreint bull. Þið afsakið framhleypnina. Ungt fólk er hópur í samfélaginu sem mætir oft afgangi. Raddir þess eru líklega lágværari en margra annarra. Við ættum hins vegar ekki að vera svo hrokafull að skilgreina þarfir þess án þess að hafa það með í ráðum. Langtímastefnumótun á nefnilega ekki að vera sniðin að þörfum miðaldra stjórnmálamanna. Ef ég tek nokkur dæmi af því sem ég hef rætt við ungt fólk undanfarna mánuði nefnir það þróun skólakerfisins sem eitt af því mikilvægasta. Þróun sem er í takti við þróun samfélagsins og löndin í kringum okkur. Ungt fólk vill ræða um tilfinningar sínar og líðan og vill hafa gott aðgengi að sálfræðingum. Það vill að skólakerfið aðlagi sig að þeim en ekki öfugt. Fæstir eru sáttir við styttingu framhaldsskólans. Ungt fólk dagsins í dag ætlar að taka fullan þátt í fjórðu iðnbyltingunni. Það mun skapa og móta framtíðina. Stjórna henni jafnvel. Til þess þarf að leggja sérstaka áherslu á skapandi hugsun og tækifæri til sköpunar. Þeim sem farið hafa með stjórn þeirra mála sem snerta ungt fólk sérstaklega hefur ekki tekist neitt sérstaklega vel upp, hingað til. Ungt fólk hefur ekki mörg tækifæri eða nægjanlegt frelsi þegar kemur að skipulagi námsáranna. Í námslánakerfinu gætir ekki jafnréttis þegar kemur að endurgreiðslu lánanna. Þau skapa ójöfnuð til námsmöguleika. Kerfið er farið að stýra námsmönnum inn í tilteknar greinar. Framfærslukostnaður er ekki í neinu samræmi við raunveruleika flestra nemenda og bankarnir hafa enn óheftan aðgang að því að hirða háar vaxtagreiðslur af framfærslufé sem er of lítið fyrir. Ungt fólk vill njóta þess að vera ungt og vera í námi. Björt framtíð vill þess vegna koma á kerfi þar sem námsstyrkir eru í boði en viljum líka leggja af frítekjumörk svo námsmenn geti aflað sér tekna. Það felst frelsi í því að komast sæmilega af. Tölum líka um húsnæðismál. Hvar var ungt fólk þegar stjórnmálamenn mótuðu þá stefnu? Þetta er grín. Hvaða stefnu? Það er engin stefna. Það er fullt af ungu fólki sem vill gjarnan vera á leigumarkaði. Markaði sem er fjandsamlegur flestum leigjendum, á hvaða aldri sem þeir eru. Björt framtíð vill móta húsnæðisstefnu sem endurspeglar þarfir og vilja ungs fólks, hvort sem það vill kaupa eða leigja. Björt framtíð hefur lagt fram tillögu að réttarbótum sem varða réttindi til húsaleigubóta vegna leigu á herbergi. Við þurfum hins vegar að búa til fleiri lausnir til að sinna þörfum ungs fólks og í samráði við ungt fólk. Mig langar að nefna í lokin að ungt fólk hefur lagt sérstaka áherslu á réttlæti og sanngirni. Það vill samfélag þar sem pláss er fyrir alls konar. Þar sem mannréttindi allra eru jöfn, hvort heldur sem fólk er hinsegin, trans eða intersex. Ungt fólk vill losna við gamlar beinagrindur og úreltar hefðir. Ungt fólk vill heiðarleika og hreinskilni. Það er óhrætt við kerfisbreytingar og vill alvöru langtímastefnur og breytingar í samræmi við þær en ekki skammtímaplástra. Ungt fólk þarf Bjarta framtíð, sem var beinlínis stofnuð til að hlusta, horfa til langs tíma, laga kerfin og gera þau manneskjulegri, að þora að standa með almenningi og þora að bjóða gömlum hefðum og beinagrindum birginn. Höfundur er þingmaður Bjartrar framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nichole Leigh Mosty Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Síðan Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamtarfinu hef ég lagt mikla áherslu á að hlusta á það hverju landsmenn kalla eftir. Einhvern veginn virðast stjórnmálamenn almennt renna í sama farið og telja sig þess umkomna að skilgreina þarfir annarra. Við keppumst við að móta draumsýn sem við reynum að selja fólki í kosningum þar sem sumt af henni hefur verið mótað af samfélaginu, sumt er floksstefna og sumt er hreint bull. Þið afsakið framhleypnina. Ungt fólk er hópur í samfélaginu sem mætir oft afgangi. Raddir þess eru líklega lágværari en margra annarra. Við ættum hins vegar ekki að vera svo hrokafull að skilgreina þarfir þess án þess að hafa það með í ráðum. Langtímastefnumótun á nefnilega ekki að vera sniðin að þörfum miðaldra stjórnmálamanna. Ef ég tek nokkur dæmi af því sem ég hef rætt við ungt fólk undanfarna mánuði nefnir það þróun skólakerfisins sem eitt af því mikilvægasta. Þróun sem er í takti við þróun samfélagsins og löndin í kringum okkur. Ungt fólk vill ræða um tilfinningar sínar og líðan og vill hafa gott aðgengi að sálfræðingum. Það vill að skólakerfið aðlagi sig að þeim en ekki öfugt. Fæstir eru sáttir við styttingu framhaldsskólans. Ungt fólk dagsins í dag ætlar að taka fullan þátt í fjórðu iðnbyltingunni. Það mun skapa og móta framtíðina. Stjórna henni jafnvel. Til þess þarf að leggja sérstaka áherslu á skapandi hugsun og tækifæri til sköpunar. Þeim sem farið hafa með stjórn þeirra mála sem snerta ungt fólk sérstaklega hefur ekki tekist neitt sérstaklega vel upp, hingað til. Ungt fólk hefur ekki mörg tækifæri eða nægjanlegt frelsi þegar kemur að skipulagi námsáranna. Í námslánakerfinu gætir ekki jafnréttis þegar kemur að endurgreiðslu lánanna. Þau skapa ójöfnuð til námsmöguleika. Kerfið er farið að stýra námsmönnum inn í tilteknar greinar. Framfærslukostnaður er ekki í neinu samræmi við raunveruleika flestra nemenda og bankarnir hafa enn óheftan aðgang að því að hirða háar vaxtagreiðslur af framfærslufé sem er of lítið fyrir. Ungt fólk vill njóta þess að vera ungt og vera í námi. Björt framtíð vill þess vegna koma á kerfi þar sem námsstyrkir eru í boði en viljum líka leggja af frítekjumörk svo námsmenn geti aflað sér tekna. Það felst frelsi í því að komast sæmilega af. Tölum líka um húsnæðismál. Hvar var ungt fólk þegar stjórnmálamenn mótuðu þá stefnu? Þetta er grín. Hvaða stefnu? Það er engin stefna. Það er fullt af ungu fólki sem vill gjarnan vera á leigumarkaði. Markaði sem er fjandsamlegur flestum leigjendum, á hvaða aldri sem þeir eru. Björt framtíð vill móta húsnæðisstefnu sem endurspeglar þarfir og vilja ungs fólks, hvort sem það vill kaupa eða leigja. Björt framtíð hefur lagt fram tillögu að réttarbótum sem varða réttindi til húsaleigubóta vegna leigu á herbergi. Við þurfum hins vegar að búa til fleiri lausnir til að sinna þörfum ungs fólks og í samráði við ungt fólk. Mig langar að nefna í lokin að ungt fólk hefur lagt sérstaka áherslu á réttlæti og sanngirni. Það vill samfélag þar sem pláss er fyrir alls konar. Þar sem mannréttindi allra eru jöfn, hvort heldur sem fólk er hinsegin, trans eða intersex. Ungt fólk vill losna við gamlar beinagrindur og úreltar hefðir. Ungt fólk vill heiðarleika og hreinskilni. Það er óhrætt við kerfisbreytingar og vill alvöru langtímastefnur og breytingar í samræmi við þær en ekki skammtímaplástra. Ungt fólk þarf Bjarta framtíð, sem var beinlínis stofnuð til að hlusta, horfa til langs tíma, laga kerfin og gera þau manneskjulegri, að þora að standa með almenningi og þora að bjóða gömlum hefðum og beinagrindum birginn. Höfundur er þingmaður Bjartrar framtíðar.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun