Frábært ár eiganda Golden State Warriors gæti orðið enn betra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2017 23:00 Peter Guber fagnar NBA-titli með meðeigandanum og stjörnuleikmanninujm Steph Curry. Vísir/Getty Þetta hefur verið mjög gott ár fyrir hinn 75 ára gamla Peter Guber en það gæti orðið enn betra á næstunni. Peter Guber á fjögur atvinnumannalið í bandarískum íþróttum og eitt af því eru NBA-meistararnir í Golden State Warriors. Golden State Warriors endurheimti NBA-titilinn með sannfærandi frammistöðu í úrslitakeppni NBA-deildarinnar fyrr á þessu ári. NBA-deildin er bara nýfarin af stað en lið Peter Guber er engu að síður komið alla leið í úrslitaeinvígi um titilinn. Guber á nefnilega einnig hafnarboltaliðið Los Angeles Dodgers. Dodgers-liðið hefur ekki unnið bandaríska hafnafboltatitilinn síðan 1988 en er nú komið alla leið í úrslitaeinvígið. Los Angeles Dodgers vann ríkjandi meistara í Chicago Cubs 4-1 í úrslitum Þjóðardeildarinnar. Í lokaúrslitunum mætir liði annaðhvort New York Yankees eða Houston Astros. Guber hefur átt Los Angeles Dodgers liðið síðan í mars 2012 en haustið 2013 komst það í fyrsta sinn í úrslitakeppnina síðan 2009. Guber er í stórum eigandahópi félagsins sem skipa Guggenheim Baseball Management LLC en í þeim fjölmenna hópi er líka Magic Johnson. Tveimur árum áður hafði hann eignast Golden State Warriors sem hafði þá ekki unnið NBA-titilinn frá 1975. Warriors hefur unnið tvo NBA-titla á síðustu þremur árum og er líklegt til frekari afreka á næstu árum. Guber Golden State Warriors liðið með Joe Lacob. Guber er líka einn af eigendum nýja knattspyrnuliðsins Los Angeles FC sem var stofnað í október 2014 og mun byrja að spila í bandarísku atvinnumannadeildinni á næsta ári. Ef marka má áhrif Guber hingað til er von á góðu þar líka. Peter Guber trying to become the 1st owner to win NBA title (Warriors), MLB title (Dodgers) & an esports title (Liquid, Dota2) in same year. — Darren Rovell (@darrenrovell) October 20, 2017Peter Guber afhendir Steph Curry meistarahringinn 2015.Vísir/Getty Aðrar íþróttir NBA Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sjá meira
Þetta hefur verið mjög gott ár fyrir hinn 75 ára gamla Peter Guber en það gæti orðið enn betra á næstunni. Peter Guber á fjögur atvinnumannalið í bandarískum íþróttum og eitt af því eru NBA-meistararnir í Golden State Warriors. Golden State Warriors endurheimti NBA-titilinn með sannfærandi frammistöðu í úrslitakeppni NBA-deildarinnar fyrr á þessu ári. NBA-deildin er bara nýfarin af stað en lið Peter Guber er engu að síður komið alla leið í úrslitaeinvígi um titilinn. Guber á nefnilega einnig hafnarboltaliðið Los Angeles Dodgers. Dodgers-liðið hefur ekki unnið bandaríska hafnafboltatitilinn síðan 1988 en er nú komið alla leið í úrslitaeinvígið. Los Angeles Dodgers vann ríkjandi meistara í Chicago Cubs 4-1 í úrslitum Þjóðardeildarinnar. Í lokaúrslitunum mætir liði annaðhvort New York Yankees eða Houston Astros. Guber hefur átt Los Angeles Dodgers liðið síðan í mars 2012 en haustið 2013 komst það í fyrsta sinn í úrslitakeppnina síðan 2009. Guber er í stórum eigandahópi félagsins sem skipa Guggenheim Baseball Management LLC en í þeim fjölmenna hópi er líka Magic Johnson. Tveimur árum áður hafði hann eignast Golden State Warriors sem hafði þá ekki unnið NBA-titilinn frá 1975. Warriors hefur unnið tvo NBA-titla á síðustu þremur árum og er líklegt til frekari afreka á næstu árum. Guber Golden State Warriors liðið með Joe Lacob. Guber er líka einn af eigendum nýja knattspyrnuliðsins Los Angeles FC sem var stofnað í október 2014 og mun byrja að spila í bandarísku atvinnumannadeildinni á næsta ári. Ef marka má áhrif Guber hingað til er von á góðu þar líka. Peter Guber trying to become the 1st owner to win NBA title (Warriors), MLB title (Dodgers) & an esports title (Liquid, Dota2) in same year. — Darren Rovell (@darrenrovell) October 20, 2017Peter Guber afhendir Steph Curry meistarahringinn 2015.Vísir/Getty
Aðrar íþróttir NBA Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sjá meira