Viktor Gísli æfði með ofurstjörnum PSG: „Þetta var draumi líkast“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. október 2017 09:45 Viktor Gísli Hallgrímsson þurfti að glíma við skot frá Nikola Karabatic og Mikkel Hansen. vísir/getty/ernir Viktor Gísli Hallgrímsson, 17 ára gamall unglingalandsliðsmaður Fram í Olís-deild karla í handbolta, æfði með Paris Saint-Germain í vikunni en Frakklandsmeistararnir eru með eitt allra besta lið heims. Parísarliðið bauð Viktori í heimsókn en hann fór út á þriðjudaginn og kom aftur heim í gær. Hann gekkst undir læknisskoðun ytra og æfði svo einu sinni með ofurstjörnum PSG sem var eðlilega mikil upplifun fyrir þennan gríðarlega efnilega markvörð. „Þetta var rosalegt, alveg draumi líkast,“ segir Viktor Gísli en hann þurfti þarna að glíma við skot frá heims- og Evrópumeisturum á borð við Uwe Gensheimer, Luc Abalo, Mikkel Hansen, Daniel Narcisse og Nikola Karabatic. „Þessir menn eru náttúrlega rosalegir. Maður hélt stundum að maður væri að fara að verja eitthvað en þá fór boltinn bara í skeytin.“ Viktor Gísli átti varla orð til að lýsa aðstæðum hjá Frakklandsmeisturunum sem eru nú komnir með íslenska markvörðinn á radarinn og hver veit nema hann verði í framtíðinni fenginn til að leysa af Thierry Omeyer í markinu hjá PSG. „Þetta kveikir auðvitað enn frekari neista í manni en nú fer maður bara aftur að hugsa um Fram og næsta deildarleik á sunnudaginn. Þetta var gaman en nú er það bara deildin hérna heima,“ segir Viktor Gísli Hallgrímsson. Fram mætir nýliðum Víkings í Víkinni klukkan 17.00 á sunnudaginn þegar að sjöunda umferðin verður spiluð í heild sinni. Olís-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Sjá meira
Viktor Gísli Hallgrímsson, 17 ára gamall unglingalandsliðsmaður Fram í Olís-deild karla í handbolta, æfði með Paris Saint-Germain í vikunni en Frakklandsmeistararnir eru með eitt allra besta lið heims. Parísarliðið bauð Viktori í heimsókn en hann fór út á þriðjudaginn og kom aftur heim í gær. Hann gekkst undir læknisskoðun ytra og æfði svo einu sinni með ofurstjörnum PSG sem var eðlilega mikil upplifun fyrir þennan gríðarlega efnilega markvörð. „Þetta var rosalegt, alveg draumi líkast,“ segir Viktor Gísli en hann þurfti þarna að glíma við skot frá heims- og Evrópumeisturum á borð við Uwe Gensheimer, Luc Abalo, Mikkel Hansen, Daniel Narcisse og Nikola Karabatic. „Þessir menn eru náttúrlega rosalegir. Maður hélt stundum að maður væri að fara að verja eitthvað en þá fór boltinn bara í skeytin.“ Viktor Gísli átti varla orð til að lýsa aðstæðum hjá Frakklandsmeisturunum sem eru nú komnir með íslenska markvörðinn á radarinn og hver veit nema hann verði í framtíðinni fenginn til að leysa af Thierry Omeyer í markinu hjá PSG. „Þetta kveikir auðvitað enn frekari neista í manni en nú fer maður bara aftur að hugsa um Fram og næsta deildarleik á sunnudaginn. Þetta var gaman en nú er það bara deildin hérna heima,“ segir Viktor Gísli Hallgrímsson. Fram mætir nýliðum Víkings í Víkinni klukkan 17.00 á sunnudaginn þegar að sjöunda umferðin verður spiluð í heild sinni.
Olís-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Sjá meira