Óttast óafturkræfar breytingar á menningu og náttúru Árneshrepps vegna Hvalárvirkjunar Birgir Olgeirsson skrifar 30. október 2017 17:52 Hér má sjá mynd af Sigurður Gísli og Djúpavík, sem tilheyrir Árneshreppi. Vísir/Stefán. „Undirritaður leggur því til á þessum tímamótum að Árneshreppur staldri örlítið við, áður en ákvörðun um framhald varðandi framkvæmdir til undirbúnings Hvalárvirkjunar er tekin,“ segir Sigurður Gísli Pálmason, stjórnarformaður IKEA á Ísland, í athugasemd til hreppsnefndar Árneshrepps vegna fyrirhugaðar Hvalárvirkjunar í Ófeigsfirði. Sigurður Gísli segir óbyggð víðerni, náttúru og menningu Árneshrepps vera einstakar auðlindir. Ef framkvæmdir vegna uppbyggingar Hvalárvirkjunar ná fram að ganga muni verða óafturkræf breyting þar á að mati Sigurðar Gísla. Hann segir að með þessari framkvæmd sé verið að gjörbreyta ásýnd náttúru í sveitarfélaginu til frambúðar og afturkræft. Samhliða tapist ónýtt tækifæri til atvinnusköpunar, sem hægt væri að þróa, byggt á óbyggðum víðernum, sérstöðu náttúru og menningar.Vill þjóðgarð Hann vill stofna þjóðgarð á svæðinu sem gæti orðið burðarás í samfélaginu, ekki aðeins í Árneshreppi heldur á norðanverðum Vestfjörðum. „Ef vel er haldið á spöðunum myndir hann ekki aðeins skapa störf fyrir umsjónarmenn hans, heldur einnig stuðla að afleiddri atvinnustarfsemi s.s. ferðaþjónustu, uppbyggingu fræðaseturs og annarri nýsköpun,“ segir Sigurður Gísli. Hann vill meina að slík starfsemi gæti orðið aðdráttarafl fyrir fólk á öllum aldri, ekki síst brottflutt ungt fólk, sem gæti skapað sér atvinnutækifæri byggð á náttúru- og menningararfleið Árneshrepps. Hann bendir á annars konar þjóðgarða en þá sem þekkjast á Íslandi, þjóðgarða þar sem búseta og atvinnustarfsemi er talinn sjálfsagður liður í sjálfbærri nýtingu og vernd. „Slíka þjóðgarða er víða að finna, en benda má á Cairngorms þjóðgarðinn í Skotlandi sem gott fordæmi,“ segir Sigurður Gísli. Vill láta vinna kostamat Hann vill að Árneshreppur láti vinna kostamat, þar sem bornir væru saman helstu valkostir sem sveitarfélagið stendur frammi fyrir, þar á meðal yrði stofnun þjóðgarðs, auk virkjunar. Ávinningur hvers kosts og ókostir yrðu dregnir fram. Jafnframt yrði kortlagt hvaða lykilverkefni þyrfti að ráðast í til að Árneshreppur geti snúið vörn í sókn og tímarammi þar til þær breytingar sem sveitarfélagið telur nauðsynlegar eru líklegar til að ná fram í hverju tilfelli.Gerir sér grein fyrir að þjóðgarður virðist fugl í skógi Þar væri að hans mati vegur yfir Veiðileysuháls ofarlega á blaði. Hvað raforkuöryggi fyrir Árneshrepp og Vestfirði varðar, segir Sigurður Gísli að horfa ætti til þeirra kosta sem fyrir liggja, með eða án Hvalárvirkjunar. „Ég geri mér grein fyrir því að hugmynd um þjóðgarð virðist sem fugl í skógi meðan virkjunin er í hendi. Mestu skiptir að ef hægt er að gera hugmynd um þjóðgarð að veruleika með aðkomu áhugasamra aðila, bæði í atvinnulífi, stjórnsýslu og heimafyrir, þá verði sá möguleiki ekki sleginn af að óathuguðu máli. Þessi athugun, það er kostamatið sem áður var nefnt, myndi aðeins útheimta nokkurra vikna þolinmæði sveitarstjórnar og samstarf um mótun annarrar og áhugaverðrar sýnar á framtíðina.“ Leggur hann því til að Árneshreppur fresti því í bili að taka lokaákvarðanir hvað breytingar á aðalskipulaginu og samþykkt deiliskipulagsins varðar. Að ekki verði lokað fyrir tækifæri hvað varðar sjálfbæra nýtingu náttúrunnar. Hann segist jafnvel tilbúinn til að setja sig í samband við hreppsnefndina til að kanna undirtektir á tillögunni og leggja línur um næstu skref, ef áhugi er fyrir því. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Undirritaður leggur því til á þessum tímamótum að Árneshreppur staldri örlítið við, áður en ákvörðun um framhald varðandi framkvæmdir til undirbúnings Hvalárvirkjunar er tekin,“ segir Sigurður Gísli Pálmason, stjórnarformaður IKEA á Ísland, í athugasemd til hreppsnefndar Árneshrepps vegna fyrirhugaðar Hvalárvirkjunar í Ófeigsfirði. Sigurður Gísli segir óbyggð víðerni, náttúru og menningu Árneshrepps vera einstakar auðlindir. Ef framkvæmdir vegna uppbyggingar Hvalárvirkjunar ná fram að ganga muni verða óafturkræf breyting þar á að mati Sigurðar Gísla. Hann segir að með þessari framkvæmd sé verið að gjörbreyta ásýnd náttúru í sveitarfélaginu til frambúðar og afturkræft. Samhliða tapist ónýtt tækifæri til atvinnusköpunar, sem hægt væri að þróa, byggt á óbyggðum víðernum, sérstöðu náttúru og menningar.Vill þjóðgarð Hann vill stofna þjóðgarð á svæðinu sem gæti orðið burðarás í samfélaginu, ekki aðeins í Árneshreppi heldur á norðanverðum Vestfjörðum. „Ef vel er haldið á spöðunum myndir hann ekki aðeins skapa störf fyrir umsjónarmenn hans, heldur einnig stuðla að afleiddri atvinnustarfsemi s.s. ferðaþjónustu, uppbyggingu fræðaseturs og annarri nýsköpun,“ segir Sigurður Gísli. Hann vill meina að slík starfsemi gæti orðið aðdráttarafl fyrir fólk á öllum aldri, ekki síst brottflutt ungt fólk, sem gæti skapað sér atvinnutækifæri byggð á náttúru- og menningararfleið Árneshrepps. Hann bendir á annars konar þjóðgarða en þá sem þekkjast á Íslandi, þjóðgarða þar sem búseta og atvinnustarfsemi er talinn sjálfsagður liður í sjálfbærri nýtingu og vernd. „Slíka þjóðgarða er víða að finna, en benda má á Cairngorms þjóðgarðinn í Skotlandi sem gott fordæmi,“ segir Sigurður Gísli. Vill láta vinna kostamat Hann vill að Árneshreppur láti vinna kostamat, þar sem bornir væru saman helstu valkostir sem sveitarfélagið stendur frammi fyrir, þar á meðal yrði stofnun þjóðgarðs, auk virkjunar. Ávinningur hvers kosts og ókostir yrðu dregnir fram. Jafnframt yrði kortlagt hvaða lykilverkefni þyrfti að ráðast í til að Árneshreppur geti snúið vörn í sókn og tímarammi þar til þær breytingar sem sveitarfélagið telur nauðsynlegar eru líklegar til að ná fram í hverju tilfelli.Gerir sér grein fyrir að þjóðgarður virðist fugl í skógi Þar væri að hans mati vegur yfir Veiðileysuháls ofarlega á blaði. Hvað raforkuöryggi fyrir Árneshrepp og Vestfirði varðar, segir Sigurður Gísli að horfa ætti til þeirra kosta sem fyrir liggja, með eða án Hvalárvirkjunar. „Ég geri mér grein fyrir því að hugmynd um þjóðgarð virðist sem fugl í skógi meðan virkjunin er í hendi. Mestu skiptir að ef hægt er að gera hugmynd um þjóðgarð að veruleika með aðkomu áhugasamra aðila, bæði í atvinnulífi, stjórnsýslu og heimafyrir, þá verði sá möguleiki ekki sleginn af að óathuguðu máli. Þessi athugun, það er kostamatið sem áður var nefnt, myndi aðeins útheimta nokkurra vikna þolinmæði sveitarstjórnar og samstarf um mótun annarrar og áhugaverðrar sýnar á framtíðina.“ Leggur hann því til að Árneshreppur fresti því í bili að taka lokaákvarðanir hvað breytingar á aðalskipulaginu og samþykkt deiliskipulagsins varðar. Að ekki verði lokað fyrir tækifæri hvað varðar sjálfbæra nýtingu náttúrunnar. Hann segist jafnvel tilbúinn til að setja sig í samband við hreppsnefndina til að kanna undirtektir á tillögunni og leggja línur um næstu skref, ef áhugi er fyrir því.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira