Bjarni segir það samningsatriði hvort hann eða Katrín leiði stjórnarmyndunarviðræður Heimir Már Pétursson skrifar 9. nóvember 2017 18:30 Það ræðst sennilega á næsta sólarhringnum eða tveimur hvort farið verði í formlegar viðræður um myndun ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það samningsatriði hver myndi leiða slíkar viðræður. Samkvæmt okkar heimildum kæmi samstarf Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks ekki til greina að hálfu Vinstri grænna án þess að Katrín Jakobsdóttir yrði forsætisráðherra. Þá er enn þrýst á að Samfylkingin komi inn í þetta samstarf. Þar á bæ eru menn hins vegar í besta falli tvístígandi og jafnvel mjög andsnúnir því að fara í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni yrði heldur ekki tekið fagnandi að hálfu margra Sjálfstæðismanna samkæmt heimildum fréttastofu. Viðræður leiðtoga Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar eru aftur sagðar komnar það langt að Samfylkingin hefði ekki langan tíma til að gera upp hug sinn. Forseti Íslands hefur gefið flokkunum svigrúm fráþvíá mánudag til aðþreifa sig áfram, enda er vilji leiðtoga tveggja þeirra flokka sem nú ræða samstarf við Sjálfstæðisflokkinn skýr íþeim efnum. „Nú ætla ég ekki að fara að segja forseta lýðveldisins fyrir verkum. Hvort hann kjósi að veita einhverjum umboðið. Það eru vafalaust ýmis samtöl í gangi sem ég hef ekki verið aðili að. Þannig að það kann nú eitthvað að vera að gerast annars staðar. En ég held að það sé ágætt að við fáum enn svigrúm til að eiga þessar óformlegu þreifingar,“ Sagði Katrín seinnipartinn í gær og Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins tók í svipaðan streng. „Ég held að það sé alla vega eðlilegt að við fáum svigrúm til þessarra samtala sem við erum í. Þetta er jú verksvið okkar að mynda ríkisstjórn. Það er að segja stjórnmálaflokkanna. En ef það gengur ekki er kannski eðlilegt að hann heyri í okkur aftur og finni leiðir,“ sagði Sigurður Ingi.Staða Katrínar sterkÞá er ljóst að staða Katrínar er sterk þegar kemur að kröfunni um forsætisráðuneytið þar sem formaður Framsóknarflokksins hefur stutt að hún leiddi áfram stjórnarmyndunarviðræður eftir að það slitnaði upp úr viðræðum flokkanna fjögurra á mánudag, eins og hann ítrekaði í Harmageddon á X-inu í dag. „Ég var búinn að segja það opinberlega áður, þegar við slitum þessu, að þá hvatti ég Katrínu til að fara til forsetans og halda áfram umboðinu og taka Sjálfstæðisflokkinn inn í viðræðurnar,“ sagði Sigurður Ingi. Eins og kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi er Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins reiðibúinn að taka við stjórnarmyndunarumboðinu og láta reyna á stjórnarmyndun.Er ágreiningur kannski á milli ykkar Katrínar um hver myndi leiða slíkar viðræður?„Ég held að það sé ekki hægt að segja að við séum komin á þann stað að það sé farið að vera sérstakur ásteitingarsteinn. En það er bara samningsatriði,“ sagði Bjarni seinnipartinn í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru viðræður Katrínar, Bjarna og Sigurðar Inga varðandi helstu málefnaáherslur langt komnar. Það eru því miklar líkur á að á morgun eða laugardag muni forseti Íslands veita henni umboð til að hefja formlegar viðræður flokkanna þriggja um myndun ríkisstjórnar. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
Það ræðst sennilega á næsta sólarhringnum eða tveimur hvort farið verði í formlegar viðræður um myndun ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það samningsatriði hver myndi leiða slíkar viðræður. Samkvæmt okkar heimildum kæmi samstarf Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks ekki til greina að hálfu Vinstri grænna án þess að Katrín Jakobsdóttir yrði forsætisráðherra. Þá er enn þrýst á að Samfylkingin komi inn í þetta samstarf. Þar á bæ eru menn hins vegar í besta falli tvístígandi og jafnvel mjög andsnúnir því að fara í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni yrði heldur ekki tekið fagnandi að hálfu margra Sjálfstæðismanna samkæmt heimildum fréttastofu. Viðræður leiðtoga Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar eru aftur sagðar komnar það langt að Samfylkingin hefði ekki langan tíma til að gera upp hug sinn. Forseti Íslands hefur gefið flokkunum svigrúm fráþvíá mánudag til aðþreifa sig áfram, enda er vilji leiðtoga tveggja þeirra flokka sem nú ræða samstarf við Sjálfstæðisflokkinn skýr íþeim efnum. „Nú ætla ég ekki að fara að segja forseta lýðveldisins fyrir verkum. Hvort hann kjósi að veita einhverjum umboðið. Það eru vafalaust ýmis samtöl í gangi sem ég hef ekki verið aðili að. Þannig að það kann nú eitthvað að vera að gerast annars staðar. En ég held að það sé ágætt að við fáum enn svigrúm til að eiga þessar óformlegu þreifingar,“ Sagði Katrín seinnipartinn í gær og Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins tók í svipaðan streng. „Ég held að það sé alla vega eðlilegt að við fáum svigrúm til þessarra samtala sem við erum í. Þetta er jú verksvið okkar að mynda ríkisstjórn. Það er að segja stjórnmálaflokkanna. En ef það gengur ekki er kannski eðlilegt að hann heyri í okkur aftur og finni leiðir,“ sagði Sigurður Ingi.Staða Katrínar sterkÞá er ljóst að staða Katrínar er sterk þegar kemur að kröfunni um forsætisráðuneytið þar sem formaður Framsóknarflokksins hefur stutt að hún leiddi áfram stjórnarmyndunarviðræður eftir að það slitnaði upp úr viðræðum flokkanna fjögurra á mánudag, eins og hann ítrekaði í Harmageddon á X-inu í dag. „Ég var búinn að segja það opinberlega áður, þegar við slitum þessu, að þá hvatti ég Katrínu til að fara til forsetans og halda áfram umboðinu og taka Sjálfstæðisflokkinn inn í viðræðurnar,“ sagði Sigurður Ingi. Eins og kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi er Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins reiðibúinn að taka við stjórnarmyndunarumboðinu og láta reyna á stjórnarmyndun.Er ágreiningur kannski á milli ykkar Katrínar um hver myndi leiða slíkar viðræður?„Ég held að það sé ekki hægt að segja að við séum komin á þann stað að það sé farið að vera sérstakur ásteitingarsteinn. En það er bara samningsatriði,“ sagði Bjarni seinnipartinn í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru viðræður Katrínar, Bjarna og Sigurðar Inga varðandi helstu málefnaáherslur langt komnar. Það eru því miklar líkur á að á morgun eða laugardag muni forseti Íslands veita henni umboð til að hefja formlegar viðræður flokkanna þriggja um myndun ríkisstjórnar.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira