Evrópa er miðstöð menningar, framfara og velferðar heimsins; það fylgir því hætta Ole Anton Bieltvedt skrifar 9. nóvember 2017 07:00 Fyrir 90 árum voru jarðarbúar 2 milljarðar, og voru Evrópubúar þá 500 milljónir eða 25% jarðarbúa. Í dag eru þessar tölur 7,5 milljarðar jarðarbúa, en Evrópubúum hefur ekki fjölgað, og eru þeir enn 500 milljónir. Er hlutfallið þannig komið niður í 7%. Um næstu aldamót er reiknað með, að jarðarbúar verði komnir í 11 milljarða, en ekki er búizt við fjölgun Evrópubúa. Verður hlutfall Evrópubúa því um næstu aldamót aðeins um 4,5%. Á sama tíma er Evrópa miðstöð menningar, framfara og – umfram allt – velferðar heimsins. Er ljóst, að margur maðurinn í Suður-Ameríku, Afríku eða Asíu muni renna hýru auga til Evrópu og þeirrar velferðar, sem hér ríkir. Er þessi staða auðvitað nú þegar komin upp í formi flóttamanna frá Asíu og Afríku. En, enn eru þetta bara einstaklingar, sem eru að flýja stríðshörmungar, atvinnuleysi, fátækt og vonleysi, ekki öflug lið eða fylkingar trúarhópa eða þjóða. Mannkynssagan einkennist af baráttu um auðæfi, land og kosti þess, völd og trúarbrögð. Þrátt fyrir viðleitni til samskipta og samstarfs á grundvelli skilnings og samhjálpar, er hætt við, að mannkynssagan muni endurtaka sig. Eitt er sjálfsbjargarhvöt manna og endalaus leit að betra lífi, annað er valda- og yfirráðaleit valdagráðugra manna og ofstækisfullra trúarbragðaleiðtoga. Það væri mikill og hörmulegur barnaskapur, í raun forheimska, ef við Evrópubúar héldum, að við gætum setið að velsæld okkar og allsnægtum, í ró og friði, meðan aðrir hlutar mannkyns svelta og þjást, og, að hinir líðandi muni einfaldlega nema staðar við línu á landakortinu. Það er illt til þess að vita, að ýmsir – jafnvel leiðandi menn – í Evrópu skuli ekki sjá og skilja þessar staðreyndir og þá ógn fyrir Evrópu og börn okkar og afkomendur, sem þessi augljósa en óstöðvanlega þróun er. Þessir menn virðast halda, að Evrópa sé bezt komin í uppskiptingu og ágreiningi, og er það hryggilegt, að jafnvel íslenzkir forystumenn skuli vegna þjóðerniskenndar sinnar og þröngsýni aðhyllast og beinlínis styðja þessi sjónarmið og tilraunir til niðurrifs og uppskiptingar Evrópu. Því miður eru Brexit-menn víða, líka hér, og finnast þeir fljótt í forystuliði Sjálfstæðismanna. Ótrúlegir blindingjar það. Það er ekki nema ein leið til að tryggja hagsmuni og öryggi Evrópu. Í fyrsta lagi, skilningur á þessari stöðu og þeirri hættu, sem fram undan er. Í öðru lagi, fullkomin samstaða og bezta möguleg samvinna allra þjóða og afla innan Evrópu. Vettvangur fyrir þetta lífsnauðsynlega samstarf er vitaskuld Evrópusambandið, ESB, sem, Guði sé lof, er komið vel á veg með að friða, sameina og styrkja Evrópu viðskiptalega og efnahagslega, og nú sér þörfina á hernaðarlegri styrkingu og sjálfstæði. Í þriðja lagi, þarf Evrópa að fara af stað með öfluga áætlun og aðgerðaplan til að styrkja og byggja upp fátækar þjóðir heims, einkum í Afríku og Asíu, og hjálpa þeim þannig til sjálfsbjargar. Menn hafa í sambandi við öryggi Evrópu talið, að NATO myndi tryggja hagsmuni hennar og sjálfstæði, en, því miður hafa Evrópubúar treyst um of á hernaðarmátt Bandríkjanna og þar með vanrækt sjálfstæðar varnir sínar og hernaðarmátt Evrópu sjálfar. Sagan sýnir, að Bandaríkin hafa engan raunverulegan bardagamátt, þegar á hólminn er komið: Illa vopnaður bændaher rak þá út úr Víetnam, nánast eins og halaklippta hunda, með öll sín gjöreyðingarvopn, eftir að þeir höfðu nánast eytt yfirborði jarðar í Norður-Víetnam. Ekki gekk vel í Kóreu, og ráða þeir vart við stöðu mála þarf. Ekki er árangurinn miklu skárri í Afganistan, Írak eða Austurlöndum nær. Þetta er allt ein hörmungarsaga, og bætist nú við, að erfitt verður yfirhöfuð að treysta mikið á Bandaríkjamenn í framtíðinni, eftir að þjóðin kaus sér Donald Trump sem forseta, en hann er óútreiknanlegur sýndarmennskupési og hrokagikkur, og einskis trausts verður, eins og dæmin sanna. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir 90 árum voru jarðarbúar 2 milljarðar, og voru Evrópubúar þá 500 milljónir eða 25% jarðarbúa. Í dag eru þessar tölur 7,5 milljarðar jarðarbúa, en Evrópubúum hefur ekki fjölgað, og eru þeir enn 500 milljónir. Er hlutfallið þannig komið niður í 7%. Um næstu aldamót er reiknað með, að jarðarbúar verði komnir í 11 milljarða, en ekki er búizt við fjölgun Evrópubúa. Verður hlutfall Evrópubúa því um næstu aldamót aðeins um 4,5%. Á sama tíma er Evrópa miðstöð menningar, framfara og – umfram allt – velferðar heimsins. Er ljóst, að margur maðurinn í Suður-Ameríku, Afríku eða Asíu muni renna hýru auga til Evrópu og þeirrar velferðar, sem hér ríkir. Er þessi staða auðvitað nú þegar komin upp í formi flóttamanna frá Asíu og Afríku. En, enn eru þetta bara einstaklingar, sem eru að flýja stríðshörmungar, atvinnuleysi, fátækt og vonleysi, ekki öflug lið eða fylkingar trúarhópa eða þjóða. Mannkynssagan einkennist af baráttu um auðæfi, land og kosti þess, völd og trúarbrögð. Þrátt fyrir viðleitni til samskipta og samstarfs á grundvelli skilnings og samhjálpar, er hætt við, að mannkynssagan muni endurtaka sig. Eitt er sjálfsbjargarhvöt manna og endalaus leit að betra lífi, annað er valda- og yfirráðaleit valdagráðugra manna og ofstækisfullra trúarbragðaleiðtoga. Það væri mikill og hörmulegur barnaskapur, í raun forheimska, ef við Evrópubúar héldum, að við gætum setið að velsæld okkar og allsnægtum, í ró og friði, meðan aðrir hlutar mannkyns svelta og þjást, og, að hinir líðandi muni einfaldlega nema staðar við línu á landakortinu. Það er illt til þess að vita, að ýmsir – jafnvel leiðandi menn – í Evrópu skuli ekki sjá og skilja þessar staðreyndir og þá ógn fyrir Evrópu og börn okkar og afkomendur, sem þessi augljósa en óstöðvanlega þróun er. Þessir menn virðast halda, að Evrópa sé bezt komin í uppskiptingu og ágreiningi, og er það hryggilegt, að jafnvel íslenzkir forystumenn skuli vegna þjóðerniskenndar sinnar og þröngsýni aðhyllast og beinlínis styðja þessi sjónarmið og tilraunir til niðurrifs og uppskiptingar Evrópu. Því miður eru Brexit-menn víða, líka hér, og finnast þeir fljótt í forystuliði Sjálfstæðismanna. Ótrúlegir blindingjar það. Það er ekki nema ein leið til að tryggja hagsmuni og öryggi Evrópu. Í fyrsta lagi, skilningur á þessari stöðu og þeirri hættu, sem fram undan er. Í öðru lagi, fullkomin samstaða og bezta möguleg samvinna allra þjóða og afla innan Evrópu. Vettvangur fyrir þetta lífsnauðsynlega samstarf er vitaskuld Evrópusambandið, ESB, sem, Guði sé lof, er komið vel á veg með að friða, sameina og styrkja Evrópu viðskiptalega og efnahagslega, og nú sér þörfina á hernaðarlegri styrkingu og sjálfstæði. Í þriðja lagi, þarf Evrópa að fara af stað með öfluga áætlun og aðgerðaplan til að styrkja og byggja upp fátækar þjóðir heims, einkum í Afríku og Asíu, og hjálpa þeim þannig til sjálfsbjargar. Menn hafa í sambandi við öryggi Evrópu talið, að NATO myndi tryggja hagsmuni hennar og sjálfstæði, en, því miður hafa Evrópubúar treyst um of á hernaðarmátt Bandríkjanna og þar með vanrækt sjálfstæðar varnir sínar og hernaðarmátt Evrópu sjálfar. Sagan sýnir, að Bandaríkin hafa engan raunverulegan bardagamátt, þegar á hólminn er komið: Illa vopnaður bændaher rak þá út úr Víetnam, nánast eins og halaklippta hunda, með öll sín gjöreyðingarvopn, eftir að þeir höfðu nánast eytt yfirborði jarðar í Norður-Víetnam. Ekki gekk vel í Kóreu, og ráða þeir vart við stöðu mála þarf. Ekki er árangurinn miklu skárri í Afganistan, Írak eða Austurlöndum nær. Þetta er allt ein hörmungarsaga, og bætist nú við, að erfitt verður yfirhöfuð að treysta mikið á Bandaríkjamenn í framtíðinni, eftir að þjóðin kaus sér Donald Trump sem forseta, en hann er óútreiknanlegur sýndarmennskupési og hrokagikkur, og einskis trausts verður, eins og dæmin sanna. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun