Skramba slæm byrjun hjá Ólafíu sem söng svo fuglasöng en kom í hús á pari Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. nóvember 2017 07:32 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er á parinu. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, er á pari eftir fyrsta hringinn á Bláfjarðamótinu á LPGA-mótaröðinni sem var spilaður í Kína í nótt. Ólafía byrjaði ekki vel því hún fékk skramba, eða tvöfaldan skolla, strax á fyrstu holu þegar að hún lét par fjögur holu á sex höggum. Hún var ekki lengi að bæta upp fyrir það og fékk fugl á annarri holu og var þá einu höggi yfir pari. Hún hélt áfram að syngja fuglasöng þegar að hún bætti við fuglum á áttundu og níundu braut sem og þeirri elleftu en þá var hún komin tvö högg undir parið. Reykvíkingurinn hélt það því miður ekki út því Ólafía fékk tvo skolla í röð á tólftu og þrettándu braut áður en hún paraði svo restina og kom í hús á 72 höggum eða á pari vallarins. Hún er sem stendur í 34.-40. sæti mótsins en ekki verður skorið niður eftir tvo hringi. Aðstæður voru erfiðar í nótt vegna mikils vinds en ekki hafa allir kylfingar lokið keppni. Blue Bay Open er fjögurra ára gamalt mót þar sem heildarverðlaunafé er 2,1 milljónir dollara. Þetta er 25. mótið sem Ólafía Þórunn tekur þátt í á LPGA-mótaröðinni í ár. Golf Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, er á pari eftir fyrsta hringinn á Bláfjarðamótinu á LPGA-mótaröðinni sem var spilaður í Kína í nótt. Ólafía byrjaði ekki vel því hún fékk skramba, eða tvöfaldan skolla, strax á fyrstu holu þegar að hún lét par fjögur holu á sex höggum. Hún var ekki lengi að bæta upp fyrir það og fékk fugl á annarri holu og var þá einu höggi yfir pari. Hún hélt áfram að syngja fuglasöng þegar að hún bætti við fuglum á áttundu og níundu braut sem og þeirri elleftu en þá var hún komin tvö högg undir parið. Reykvíkingurinn hélt það því miður ekki út því Ólafía fékk tvo skolla í röð á tólftu og þrettándu braut áður en hún paraði svo restina og kom í hús á 72 höggum eða á pari vallarins. Hún er sem stendur í 34.-40. sæti mótsins en ekki verður skorið niður eftir tvo hringi. Aðstæður voru erfiðar í nótt vegna mikils vinds en ekki hafa allir kylfingar lokið keppni. Blue Bay Open er fjögurra ára gamalt mót þar sem heildarverðlaunafé er 2,1 milljónir dollara. Þetta er 25. mótið sem Ólafía Þórunn tekur þátt í á LPGA-mótaröðinni í ár.
Golf Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira