Íslenska ríkið braut á mannréttindum Egils Jakob Bjarnar og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 7. nóvember 2017 09:40 Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að dómur Hæstaréttar í máli Egils Einarssonar, betur þekktur sem Gillzenegger, gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni hafi verið brot á áttundu grein mannréttindasáttmálans sem segir að sérhver maður eigi rétt á friðhelgi til einkalífs. Egill fór fram á að ummælin „Fuck you rapist bastard“ eða „„Farðu til fjandans nauðgaraskepna“sem Ingi Kristján skrifaði við mynd sem hann birti á Instagram yrðu dæmd dauð og ómerk. Hæstiréttur klofnaði í dómi sínum í lok árs 2014 en tveir dómarar töldu ummælin varin af 73. grein stjórnarskárinnar er snýr að tjáningarfrelsi. Einn dómari skilaði sératkvæði.Í dómi Mannréttindadómstólsins, sem fimm dómarar voru sammála um en tveir skiluðu sératkvæði, segir meðal annars að ummælin hafi verið alvarleg og skaðleg fyrir orðspor Egils. Þau hafi leitt til brots á friðhelgi einkalífs Egils og er vísað til 8. greinar mannréttindasáttmálans. Jafnvel umdeildar opinberar persónur, sem hafa tekið þátt í grófri umræðu eða orðið fyrir henni vegna hegðunar sinnar, eigi ekki að þurfa að sæta því að vera opinberlega ásakaðar um alvarleg hegningarlagabrot án þess að ásökunin eigi sér stað í raunveruleikanum. Var það niðurstaða dómstólsins að Hæstiréttur hefði ekki gætt rétt jafnvægis á milli friðhelgi Egils til einkalífs og tjáningarfrelsis Inga Kristjáns. Egill fór fram á 10 þúsund evrur í miskabætur vegna málsins en dómstóllinn hafnaði þeirri beiðni.Tveir dómarar skiluðu sératkvæði og töldu dóm Hæstaréttar réttan. Íslenska ríkið er dæmt til þess að greiða Agli 17.500 evrur vegna dómsins eða rúmlega 2,1 milljón íslenskra króna í málskostnað, annars vegar fyrir dómstólum á Íslandi og hins vegar fyrir Mannréttindadómstólnum.Dómurinn var kveðinn upp í Strassborg í morgun og má lesa hér í heild sinni. Tvö mál töpuðust fyrir Hæstarétti Eva Hauksdóttir laganemi fjallar um málið á síðu sinni nú í morgun. Greindi hún fyrst frá því að dómurinn væri fallinn en hún þekkir vel til málsins. „Egill var sakaður um nauðgun í félagi við sambýliskonu sína og miklar umræður urðu um málið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Saksóknari taldi ekki tilefni til að gefa út ákæru í málinu en það lægði ekki öldurnar og Egill lá áfram undir ámæli.“ Önnur stúlka kærði Egil sömuleiðis fyrir nauðgun nokkrum árum fyrr. Bæði málin voru látin niður falla þar sem þau töldu ekki líkleg til sakfellingar. Egill stefndi báðum kærendum fyrir upplognar sakir en þau mál voru sömuleiðis látin niður falla. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður Egils stefndi nokkrum einstaklingum fyrir meiðyrði en tapaði tveimur þeirra mála fyrir Hæstarétti. Í öðru tilvikinu hafði Ingi Kristján Sigurmarsson birt mynd af Agli á Instagram þar sem hann hafði skrifað „Fuck You Rapist Bastard“ auk þess sem skrifað hafði verið á myndina „Aumingi“. Hæstiréttur sýknaði stefnda á þeirri forsendu að um gildisdóm hefði verið að ræða en ekki ásökun um glæp og að framganga Egils á opinberum vettvangi hefði verið með þeim hætti að hann hefði mátt búast við hörðum viðbrögðum.Jón Steinar á skrifstofu sinni. Vísir/ErnirJón Steinar harðorður í nýrri bók Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari fjallar um þetta mál, meðal annars, í nýrri bók sinni „Með lognið í fangið“ þar sem hann tekur það til dæmis um dómsstóla í molum. Ingi Kristján er sonur Álfheiðar Ingadóttur stjórnmálamanns og Sigurmars K. Albertsson hæstaréttarlögmanns sem Jón Steinar segir að sé náinn vinur Markúsar Sigurbjörnssonar hæstaréttardómara. Markús var þó ekki einn dómaranna þriggja sem kváðu upp dóminn yfir Agli. „Hvernig geta tveir dómarar við æðsta dómstól þjóðarinnar komist að svona niðurstöðu? Telja þeir kannski að dómsvaldið sé eins konar leikfang í þeirra hendi og þeim líðist að gera bara það sem þeim þóknast og þá kannski einkum ef þeir telja það falla einhverju fólki í geð? Eða er skýringin kannski fólgin í óvild þeirra sjálfra í garð þess manns sem ummælin voru höfð um? Eða ef til vill í kunningsskap við hinn málsaðilann eða einhvern sem tengist honum? Það er ekkert minna en skelfilegt að dómarar við æðsta dómstól þjóðarinnar skuli láta frá sér fara svona dóm. Og svo ætlast þeir til að þjóðin beri traust til þeirra,“ skrifar Jón Steinar.Annað mál til athugunar hjá dómstólnum Í hinu málinu hélt stúlka því fram á Facebook, eftir að niðurstaða saksóknara hafði verið gefin út, að Egill hefði nauðgað stúlkunni sem kærði hann. Hæstiréttur féllst ekki á það í þetta sinn að það væri gildisdómur að kalla mann nauðgara, dæmdi ummælin ómerk, en sýknaði stúlkuna af skaðabótakröfu Egils á þeirri forsendu að hún hefði verið í góðri trú um sannleiksgildi orða sinna. Egill bar þessi mál undir Mannréttindadómstól Evrópu Dómstóllinn taldi seinna málið einnig tækt til umfjöllunar og er með það til athugunar en ekki er vitað hvenær dómur verður kveðinn upp í því máli.“ Egill Einarsson segist, í samtali við Vísi, þurfa svigrúm til að átta sig á því hvað í þessu felst. Og ætlar hann að tjá sig um málið síðar. „Myndin segir meira um þann sem gerði hana en mig," sagði Egill í viðtali við Vísi á sínum tíma. Niðurstöðu málsins verður að telja mikinn sigur fyrir Egil en stærstum hluta þeirra mála, sem send eru til Mannréttindadómstólsins í von um meðferð, er vísað frá vegna anna dómstólsins.Uppfært klukkan 10:08Í fyrstu útgáfu stóð að Egill hefði fengið 2,1 milljón króna í bætur en hið rétta er að íslenska ríkið þarf að greiða honum upphæðina vegna málskostnaðar. Tengdar fréttir Ingi Kristján: „Mjög sáttur með dóminn“ „Ég er fyrst og fremst ánægður að þetta mál sé nú lokins frá. Þetta hefur tekið langan tíma og gott að þessu sé lokið,“ segir Ingi Kristján Sigurmarsson. 1. nóvember 2013 14:45 „Ef þetta eru ekki meiðyrði, þá eru meiðyrði ekki lengur til“ Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, segir dóm Hæstaréttar í meiðyrðamáli Egils Einarssonar beinlínis rangan. 22. nóvember 2014 14:15 Að kalla saklausan mann nauðgara og komast upp með það Merkilegur dómur var kveðinn upp í Hæstarétti Íslands síðustu viku þegar maður sem kallaði annan mann nauðgara opinberlega var stefnt fyrir meiðyrði og var sýknaður þrátt fyrir sá sem hin ætluðu ærumeiðandi ummæli beindust gegn hefur aldrei hlotið dóm fyrir nauðgun. 26. nóvember 2014 08:00 Nauðgaraummælin standa Egill Einarsson tapaði meiðyrðamáli gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni, sem skrifaði "Fuck you rapist bastard“ á mynd af honum. 20. nóvember 2014 16:36 Egill ætlar að áfrýja „Báðum þessum dómum verður áfrýjað til hæstaréttar,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Egils Einarssonar. 1. nóvember 2013 14:13 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að dómur Hæstaréttar í máli Egils Einarssonar, betur þekktur sem Gillzenegger, gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni hafi verið brot á áttundu grein mannréttindasáttmálans sem segir að sérhver maður eigi rétt á friðhelgi til einkalífs. Egill fór fram á að ummælin „Fuck you rapist bastard“ eða „„Farðu til fjandans nauðgaraskepna“sem Ingi Kristján skrifaði við mynd sem hann birti á Instagram yrðu dæmd dauð og ómerk. Hæstiréttur klofnaði í dómi sínum í lok árs 2014 en tveir dómarar töldu ummælin varin af 73. grein stjórnarskárinnar er snýr að tjáningarfrelsi. Einn dómari skilaði sératkvæði.Í dómi Mannréttindadómstólsins, sem fimm dómarar voru sammála um en tveir skiluðu sératkvæði, segir meðal annars að ummælin hafi verið alvarleg og skaðleg fyrir orðspor Egils. Þau hafi leitt til brots á friðhelgi einkalífs Egils og er vísað til 8. greinar mannréttindasáttmálans. Jafnvel umdeildar opinberar persónur, sem hafa tekið þátt í grófri umræðu eða orðið fyrir henni vegna hegðunar sinnar, eigi ekki að þurfa að sæta því að vera opinberlega ásakaðar um alvarleg hegningarlagabrot án þess að ásökunin eigi sér stað í raunveruleikanum. Var það niðurstaða dómstólsins að Hæstiréttur hefði ekki gætt rétt jafnvægis á milli friðhelgi Egils til einkalífs og tjáningarfrelsis Inga Kristjáns. Egill fór fram á 10 þúsund evrur í miskabætur vegna málsins en dómstóllinn hafnaði þeirri beiðni.Tveir dómarar skiluðu sératkvæði og töldu dóm Hæstaréttar réttan. Íslenska ríkið er dæmt til þess að greiða Agli 17.500 evrur vegna dómsins eða rúmlega 2,1 milljón íslenskra króna í málskostnað, annars vegar fyrir dómstólum á Íslandi og hins vegar fyrir Mannréttindadómstólnum.Dómurinn var kveðinn upp í Strassborg í morgun og má lesa hér í heild sinni. Tvö mál töpuðust fyrir Hæstarétti Eva Hauksdóttir laganemi fjallar um málið á síðu sinni nú í morgun. Greindi hún fyrst frá því að dómurinn væri fallinn en hún þekkir vel til málsins. „Egill var sakaður um nauðgun í félagi við sambýliskonu sína og miklar umræður urðu um málið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Saksóknari taldi ekki tilefni til að gefa út ákæru í málinu en það lægði ekki öldurnar og Egill lá áfram undir ámæli.“ Önnur stúlka kærði Egil sömuleiðis fyrir nauðgun nokkrum árum fyrr. Bæði málin voru látin niður falla þar sem þau töldu ekki líkleg til sakfellingar. Egill stefndi báðum kærendum fyrir upplognar sakir en þau mál voru sömuleiðis látin niður falla. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður Egils stefndi nokkrum einstaklingum fyrir meiðyrði en tapaði tveimur þeirra mála fyrir Hæstarétti. Í öðru tilvikinu hafði Ingi Kristján Sigurmarsson birt mynd af Agli á Instagram þar sem hann hafði skrifað „Fuck You Rapist Bastard“ auk þess sem skrifað hafði verið á myndina „Aumingi“. Hæstiréttur sýknaði stefnda á þeirri forsendu að um gildisdóm hefði verið að ræða en ekki ásökun um glæp og að framganga Egils á opinberum vettvangi hefði verið með þeim hætti að hann hefði mátt búast við hörðum viðbrögðum.Jón Steinar á skrifstofu sinni. Vísir/ErnirJón Steinar harðorður í nýrri bók Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari fjallar um þetta mál, meðal annars, í nýrri bók sinni „Með lognið í fangið“ þar sem hann tekur það til dæmis um dómsstóla í molum. Ingi Kristján er sonur Álfheiðar Ingadóttur stjórnmálamanns og Sigurmars K. Albertsson hæstaréttarlögmanns sem Jón Steinar segir að sé náinn vinur Markúsar Sigurbjörnssonar hæstaréttardómara. Markús var þó ekki einn dómaranna þriggja sem kváðu upp dóminn yfir Agli. „Hvernig geta tveir dómarar við æðsta dómstól þjóðarinnar komist að svona niðurstöðu? Telja þeir kannski að dómsvaldið sé eins konar leikfang í þeirra hendi og þeim líðist að gera bara það sem þeim þóknast og þá kannski einkum ef þeir telja það falla einhverju fólki í geð? Eða er skýringin kannski fólgin í óvild þeirra sjálfra í garð þess manns sem ummælin voru höfð um? Eða ef til vill í kunningsskap við hinn málsaðilann eða einhvern sem tengist honum? Það er ekkert minna en skelfilegt að dómarar við æðsta dómstól þjóðarinnar skuli láta frá sér fara svona dóm. Og svo ætlast þeir til að þjóðin beri traust til þeirra,“ skrifar Jón Steinar.Annað mál til athugunar hjá dómstólnum Í hinu málinu hélt stúlka því fram á Facebook, eftir að niðurstaða saksóknara hafði verið gefin út, að Egill hefði nauðgað stúlkunni sem kærði hann. Hæstiréttur féllst ekki á það í þetta sinn að það væri gildisdómur að kalla mann nauðgara, dæmdi ummælin ómerk, en sýknaði stúlkuna af skaðabótakröfu Egils á þeirri forsendu að hún hefði verið í góðri trú um sannleiksgildi orða sinna. Egill bar þessi mál undir Mannréttindadómstól Evrópu Dómstóllinn taldi seinna málið einnig tækt til umfjöllunar og er með það til athugunar en ekki er vitað hvenær dómur verður kveðinn upp í því máli.“ Egill Einarsson segist, í samtali við Vísi, þurfa svigrúm til að átta sig á því hvað í þessu felst. Og ætlar hann að tjá sig um málið síðar. „Myndin segir meira um þann sem gerði hana en mig," sagði Egill í viðtali við Vísi á sínum tíma. Niðurstöðu málsins verður að telja mikinn sigur fyrir Egil en stærstum hluta þeirra mála, sem send eru til Mannréttindadómstólsins í von um meðferð, er vísað frá vegna anna dómstólsins.Uppfært klukkan 10:08Í fyrstu útgáfu stóð að Egill hefði fengið 2,1 milljón króna í bætur en hið rétta er að íslenska ríkið þarf að greiða honum upphæðina vegna málskostnaðar.
Tengdar fréttir Ingi Kristján: „Mjög sáttur með dóminn“ „Ég er fyrst og fremst ánægður að þetta mál sé nú lokins frá. Þetta hefur tekið langan tíma og gott að þessu sé lokið,“ segir Ingi Kristján Sigurmarsson. 1. nóvember 2013 14:45 „Ef þetta eru ekki meiðyrði, þá eru meiðyrði ekki lengur til“ Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, segir dóm Hæstaréttar í meiðyrðamáli Egils Einarssonar beinlínis rangan. 22. nóvember 2014 14:15 Að kalla saklausan mann nauðgara og komast upp með það Merkilegur dómur var kveðinn upp í Hæstarétti Íslands síðustu viku þegar maður sem kallaði annan mann nauðgara opinberlega var stefnt fyrir meiðyrði og var sýknaður þrátt fyrir sá sem hin ætluðu ærumeiðandi ummæli beindust gegn hefur aldrei hlotið dóm fyrir nauðgun. 26. nóvember 2014 08:00 Nauðgaraummælin standa Egill Einarsson tapaði meiðyrðamáli gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni, sem skrifaði "Fuck you rapist bastard“ á mynd af honum. 20. nóvember 2014 16:36 Egill ætlar að áfrýja „Báðum þessum dómum verður áfrýjað til hæstaréttar,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Egils Einarssonar. 1. nóvember 2013 14:13 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Ingi Kristján: „Mjög sáttur með dóminn“ „Ég er fyrst og fremst ánægður að þetta mál sé nú lokins frá. Þetta hefur tekið langan tíma og gott að þessu sé lokið,“ segir Ingi Kristján Sigurmarsson. 1. nóvember 2013 14:45
„Ef þetta eru ekki meiðyrði, þá eru meiðyrði ekki lengur til“ Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, segir dóm Hæstaréttar í meiðyrðamáli Egils Einarssonar beinlínis rangan. 22. nóvember 2014 14:15
Að kalla saklausan mann nauðgara og komast upp með það Merkilegur dómur var kveðinn upp í Hæstarétti Íslands síðustu viku þegar maður sem kallaði annan mann nauðgara opinberlega var stefnt fyrir meiðyrði og var sýknaður þrátt fyrir sá sem hin ætluðu ærumeiðandi ummæli beindust gegn hefur aldrei hlotið dóm fyrir nauðgun. 26. nóvember 2014 08:00
Nauðgaraummælin standa Egill Einarsson tapaði meiðyrðamáli gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni, sem skrifaði "Fuck you rapist bastard“ á mynd af honum. 20. nóvember 2014 16:36
Egill ætlar að áfrýja „Báðum þessum dómum verður áfrýjað til hæstaréttar,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Egils Einarssonar. 1. nóvember 2013 14:13