Körfubolti

Níundi sigur Boston í röð

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kyrie Irving
Kyrie Irving vísir/getty
Kyrie Irving fór fyrir Boston Celtics þegar liðið náði í níunda sigur sinn í röð í bandarísku NBA deildinni í körfubolta í nótt.

Irving skoraði 35 stig fyrir Celtic og gaf 7 stoðsendingar þegar liðið bar sigurorð af Atlanta Hawks 110-107.

Jafnt var með liðunum í hálfleik, 54-54. Celtics gaf í í þriðja leikhluta og var með sjö stiga forystu fyrir loka fjórðunginn. Hawks komu til baka í síðasta leikhlutanum, og unnu hann með fjórum stigum. Það var hins vegar ekki nóg og níundi sigurinn í röð staðreynd hjá Celtics.

Meistararnir í Golden State Warriors höfðu betur gegn Miami Heat 80-97. Kevin Durant fór mestan í liði Warriors með 21 stig, þar af 10 af vítalínunni.

Golden State hefur nú unnið átta af fyrstu 11 leikjum sínum í deildinni og þar af síðustu fjóra í röð.

Brooklyn Nets hafð svo betur gegn Phoenix Suns, 98-92. D'Angelo Russell var stigahæstur með 23 stig og níu fráköst. Joe Harris náði sínum besta leik það sem af er tímabilinu, en hann setti niður 18 stig.

Úrslit næturinnar í NBA:

Celtics - Hawks 110-107

Nets - Suns 98-92

Heat - Warriors 80-97

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×