Andri Rúnar: Var með tilboð frá Suður-Kóreu, Suður-Afríku og Kasakstan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2017 17:00 Andri Rúnar Bjarnason. Mynd/Twitter/@HelsingborgsIF Markakóngurinn Andri Rúnar Bjarnason skrifaði um helgina undir tveggja ára samning við sænska b-deildarliðið Helsingborg. Hann fékk þó tilboð frá öllum heimshornum eins og hann sagði frá í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni í dag. Andri Rúnar jafnaði markametið í Pepsi-deildinni í sumar með því að skora 19 mörk fyrir nýliða Grindavíkur í 22 leikjum og var kosinn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar af KSÍ. Hann er nú einn af fimm leikmönnum sem hafa náð að skora svo mörg mörk á einu tímabili í efstu deild. „Það voru nokkrir hlutir sem spiluðu inn í. Mér fannst fyrir eitt það mjög skemmtilegt að þjálfarinn gerði sér ferð til Íslands til að horfa á mig spila. Hann sjálfur var því mjög áhugasamur. Þetta er líka risaklúbbur og ég er ekkert viss um að fólk átti sig á því hversu stór klúbbur þetta er.,“ sagði Andri Rúnar í viðtalinu við Hjört í Akraborginni. „Ég vissi að þetta væri stór klubbur en ég áttaði mig ekki almennilega á því fyrr en ég fór þangað um helgina. Ég sá þá umgjörðina og allt þarna í kring og þetta er bara risastórt dæmi,“ sagði Andri Rúnar en liðið er þó ekki í efstu deild í Svíþjóð. „Ég reikna ekki með því að Helsingborg verði lengi í þessari deild miðað við þann metnað sem er þarna. Ég held að það sé bara gott að taka þátt í þessu verkefni með þeim, stilla mig inn og taka síðan úrvalsdeildina með þeim af krafti líka,“ sagði Andri Rúnar en hann átti möguleika að fara annað og þá á framandi staði. „Ég sá fyrir mér að það væri meira endastöð ferilsins og var ekki að sjá einhver spennandi skref í boði eftir það. Maður er svolítið að veðja á sjálfan mig og finnst ég eiga helling inni. Ég vil ekki vera að fara í svona framandi dæmi þegar mér finnst ég helling eftir að sanna,“ sagði Andri Rúnar en hvaðan komu þessi tilboð. „Það var lið í Suður-Kóreu, lið frá Kasakastan og lið í Suður-Afríku,“ sagði Andri Rúnar sem dæmi um þessi fjölbreyttu tillboð. „Það hefði verið ágætis peningur í þessu en það var ekki það sem mér fannst það rétta í stöðunni. Ég á helling af árum eftir og er bara mjög spenntur fyrir Helsingborg á þessum tímapunkti á ferlinum,“ sagði Andri Rúnar en það má hlusta á allt viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir neðan. Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Markakóngurinn Andri Rúnar Bjarnason skrifaði um helgina undir tveggja ára samning við sænska b-deildarliðið Helsingborg. Hann fékk þó tilboð frá öllum heimshornum eins og hann sagði frá í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni í dag. Andri Rúnar jafnaði markametið í Pepsi-deildinni í sumar með því að skora 19 mörk fyrir nýliða Grindavíkur í 22 leikjum og var kosinn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar af KSÍ. Hann er nú einn af fimm leikmönnum sem hafa náð að skora svo mörg mörk á einu tímabili í efstu deild. „Það voru nokkrir hlutir sem spiluðu inn í. Mér fannst fyrir eitt það mjög skemmtilegt að þjálfarinn gerði sér ferð til Íslands til að horfa á mig spila. Hann sjálfur var því mjög áhugasamur. Þetta er líka risaklúbbur og ég er ekkert viss um að fólk átti sig á því hversu stór klúbbur þetta er.,“ sagði Andri Rúnar í viðtalinu við Hjört í Akraborginni. „Ég vissi að þetta væri stór klubbur en ég áttaði mig ekki almennilega á því fyrr en ég fór þangað um helgina. Ég sá þá umgjörðina og allt þarna í kring og þetta er bara risastórt dæmi,“ sagði Andri Rúnar en liðið er þó ekki í efstu deild í Svíþjóð. „Ég reikna ekki með því að Helsingborg verði lengi í þessari deild miðað við þann metnað sem er þarna. Ég held að það sé bara gott að taka þátt í þessu verkefni með þeim, stilla mig inn og taka síðan úrvalsdeildina með þeim af krafti líka,“ sagði Andri Rúnar en hann átti möguleika að fara annað og þá á framandi staði. „Ég sá fyrir mér að það væri meira endastöð ferilsins og var ekki að sjá einhver spennandi skref í boði eftir það. Maður er svolítið að veðja á sjálfan mig og finnst ég eiga helling inni. Ég vil ekki vera að fara í svona framandi dæmi þegar mér finnst ég helling eftir að sanna,“ sagði Andri Rúnar en hvaðan komu þessi tilboð. „Það var lið í Suður-Kóreu, lið frá Kasakastan og lið í Suður-Afríku,“ sagði Andri Rúnar sem dæmi um þessi fjölbreyttu tillboð. „Það hefði verið ágætis peningur í þessu en það var ekki það sem mér fannst það rétta í stöðunni. Ég á helling af árum eftir og er bara mjög spenntur fyrir Helsingborg á þessum tímapunkti á ferlinum,“ sagði Andri Rúnar en það má hlusta á allt viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir neðan.
Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira